Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Hand­taka hælis­leit­enda og brott­rekstur Hollands úr Euro­vision

Lögmaður þriggja kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfta­hrina og skyndi­legt brott­hvarf þjálfara

Skammvinn skjálftahrina reið yfir við Sundhnúksgígaröðina í nótt. Um þrjátíu smáir skjálftar riðu þá yfir á einum og hálfum klukkutíma. Farið verður yfir stöðuna á Reykjanesskaga í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosinu lokið, meintur fjárdráttur og manndrápsrannsókn

Eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina er lokið. Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er.

Innlent
Fréttamynd

Rýnt í forsetakappræður og fylgst með Bakgarðshlaupi

Samkvæmt nýrri Maskínukönnun líst yfir 40 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem forsetaefni. Almannatengill segir niðurstöðurnar staðfesta að það sé engin óskastaða að vera stjórnmálamaður í framboði. Þá telur hann Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið.

Innlent
Fréttamynd

Um­deildu frum­varpi um lagareldi breytt

Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Stór gos­sprunga gæti opnast fyrir­vara­laust

Ný stór gosprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­efni streymdu í Hörpu

Í hádegisfréttum fjöllum við um atburðinn í Hörpu nú fyrir hádegið þar sem forsetaefni streymdu að og skiluðu formlega inn framboði til embættis Forseta Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Um­deilt frum­varp, ís­lenskan og sumar­veðrið

Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tvö mann­dráp á skömmum tíma

Í hádegisfréttum fjöllum við um rannsókn lögreglu á meintu manndrápi í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Lögregla hefur að mestu lokið vettnvangsrannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Bárðarbunga, manndrápsrannsókn og lundar á fyrsta far­rými

Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael í gærkvöldi. Fundurinn fer fram síðdegis og er haldinn að beiðni Gilard Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar. Við förum yfir stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðandanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir þó geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rætt verður við hana í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent