Innlent

Trjáfellingum lokið í Öskju­hlíð og enn er beðið eftir gosi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Reykjanesskaga en þar fer skjálftavirknin hratt vaxandi.  

Einnig heyrum við í Samgöngustofu en Reykjavíkurborg telur sig hafa fellt nægilega mörg tré í Öskjuhlíðinni til þess að hægt verði að opna flugbrautina sem lokað var af öryggisástæðum á dögunum.

Að auki heyrum við í borgarfulltrúa sem tók þátt í mótmælum fyrir utan Teslu-umboðið en skemmdarverkum gegn slíkum bílum fer nú fjölgandi.

Í sportinu verður það svo frammistaða íslenska landsliðsins gegn Kosovo sem verður helst til umfjöllunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×