Innlent

Samsköttun og á­sakanir um mál­þóf á Al­þingi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í skattamálum sem segir að fyrirhugað afnám á samsköttun muni í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla og í mun minni mæli á barnafjölskyldur.

Þá fjöllum við um karp á Alþingi en ríkisstjórnarflokkarnir saka stjórnarandstöðuna um málþóf í mörgum málum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að lykilmál ríkistjórnarinnar komist í gegn fyrir páska.

Þá fjöllum við áfram um mögulegar náttúruhamfarir á höfuðborgarsvæðinu en fagstjóri hjá Veðurstofunni segir að vöktunarkerfi hafi verið stórbætt frá því gos hófust á Reykjanesi.

Í íþróttafréttum dagsins er svo handboltalandsliðsleikurinn gegn Ísrael sem fram fer fyrir luktum dyrum sem verður til umfjöllunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×