Spænski boltinn

Fréttamynd

Fabiano vill fara frá Sevilla í sumar

Framherjinn Luis Fabiano hefur í hyggju að fara frá spænska liðinu Sevilla í sumar en hann hefur verið orðaður við mörg stórlið í Evrópu á undanförnum misserum.

Fótbolti
Fréttamynd

Camacho rekinn frá Osasuna

Fyrrum landsliðsþjálfari Spánar og stjóri Real Madrid, Jose Antonio Camacho, var í dag rekinn frá spænska úrvalsdeildarfélaginu Osasuna.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid lagði Espanyol manni færri

Real Madrid vann í kvöld góðan útisigur á Espanyol, 0-1, í spænsku deildinni. Real Madrid lék einum leikmanni færri því markvörðurinn Iker Casillas fékk að líta rauða spjaldið á annarri mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sporting Gijón stöðvaði sigurgöngu Barcelona í kvöld

Sporting Gijón varð í kvöld aðeins þriðja liðið í spænsku úrvalsdeildinni í vetur til þess að ná stigi af Spánarmeisturum Barcelona þegar Sporting Gijón og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli. Þetta voru fyrstu stigin sem Barcelona tapar á útivelli á tímabilnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi búinn að vinna fimm leiki í röð á móti Ronaldo

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru tveir af allra snjöllustu knattspyrnumönnum heims og á miðvikudaginn mættust þeir í fyrsta sinn með landsliðum sínum þegar Argentína vann 2-1 sigur á Portúgal. Messi hefur kosinn besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár og hann hefur einnig haft betur í leikjum á móti Ronaldo í að verða þrjú ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona-ævintýri Cesc Fabregas úr sögunni

Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að félagið muni ekki gera annað tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, en félagið eltist við Fabregas allt síðasta sumar og hefur verið orðað við leikmanninn í langan tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real Madrid og Barcelona mætast í bikarúrslitaleiknum

Real Madrid og Barcelona munu mætast í úrslitaleik spænska konungsbikarsins í knattspyrnu í fyrsta sinn í 21 ár eftir að bæði lið unnu sigra í seinni leikjum undanúrslitanna í dag. Barcelona vann 3-0 sigur á Almeria fyrr í kvöld en Real Madrid tryggði sér sætið í úrslitaleikinn með 2-0 sigri á Sevilla.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona-liðið komið í bikarúrslitaleikinn

Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins með 3-0 útisigri í seinni undanúrslitaleiknum á móti Almería í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 5-0 og því 8-0 samanlagt. Seinna í kvöld spila Real Madrid og Sevilla seinni leik sinn en Real vann 1-0 sigur í fyrri leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænska pressan: Búið spil hjá Real Madrid

Real Madrid á ekki lengur möguleika á því að verða spænskur meistari samkvæmt spænskum fjölmiðlum eftir að liðið tapaði óvænt á móti fallbaráttuliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Barcelona er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð og er komið með sjö stiga forskot á toppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvænt tap hjá Real Madrid gegn Osasuna

Real Madrid missteig sig illa í titilbaráttunni í kvöld þegar liðið beið lægri hlut fyrir Osasuna í spænsku deildinni. Javier Camuñas skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu og kom Osasuna upp úr fallsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona og Real Madrid með vænlega stöðu

Risarnir í spænska fótboltanum, Barcelona og Real Madrid, eru skrefi nær úrslitaleik spænska konungsbikarsins en fyrri leikirnir í undanúrslitum keppninnar fóru fram í kvöld. Barcelona lék sér að Almeria og 5-0 sigur liðsins var síst of stór. Karim Benzema tryggði Real Madrid sigur með marki á 17. mínútu á útivelli gegn Sevilla. Síðari leikurinn er nánast formsatriði fyrir Barcelona og Real Madrid á heimaleikinn eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Myndi frekar hætta í fótbolta en að spila með Real

Lionel Messi, Argentínumaðurinn í liði Barcelona og besti knattspyrnumaður heims síðustu tvö ár, segir að hann muni aldrei spila með erkifjendunum í Real Madrid. Hann ætlar því ekki að fylgja í fótspor þeirra Michael Laudrup og Luis Figo sem léku með báðum liðum á sínum ferli.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli: Mourinho þarf að læra kurteisi og mannasiði

Mario Balotelli, framherji Manchester City og fyrrum lærisveinn Jose Mourinho hjá Inter, er einn af fáum leikmönnum portúgalska stjórans sem talar ekki vel um þjálfarann. Það var mjög stormasamt sambandið á milli þeirra Balotelli og Mourinho þessi tvö ár þeirra saman á Ítalíu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Börsungar samir við sig

Barcelona vann enn einn leikinn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Nú var það Malaga sem lá í valnum fyrir Börsungum, lokatölur 4-1.

Fótbolti