Spænski boltinn

Fréttamynd

Nistelrooy aftur til Real Madrid?

Þýska tímaritið Kicker segir frá því um helgina að Real Madrid vilji fá Ruud van Nistelrooy aftur til félagsins. Hollenski markahrókurinn er meira en til í það.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann 3-1 bikarsigur á nágrönnunum

Real Madrid vann 3-1 sigur á nágrönnum sínum í Atlético Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Atlético Madrid eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Umboðsmaður Klose segir að Real Madrid hafi áhuga

Real Madrid hefur áhuga á því að fá til sín þýska framherjann Miroslav Klose hjá Bayern Munchen en félagið leitar nú að framherja í staðinn fyrir Argentínumanninn Gonzalo Higuain sem verður frá út þetta tímabil vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Sepp Blatter: Spænska deildin er sú besta í heimi

Sepp Blatter, forseti FIFA, er þeirrar skoðunar að spænska deildin sé sú besta í heimi og að enska úrvalsdeildin geti lært mikið af kollegum sínum í suðri. Blattar rökstuddi þetta með því að átta leikmenn úr spænsku deildinni voru valdir í úrvalslið ársins hjá FIFA og að Spánn sé heimsmeistari í fótbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Messi hélt upp á Gullboltann með því að skora þrennu

Lionel Messi skoraði þrennu í 5-0 sigri Barcelona á b-deildarliðinu Real Betis í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarnum. Messi sýndi stuðningsmönnum Barcelona Gullboltann fyrir leik og sýndi af hverju hann fékk hann í leiknum sjálfum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Kaká verður ekki seldur

Real Madrid var búið að setja Brasilíumanninn Kaká á sölulista á dögunum en nú segir þjálfari liðsins, José Mourinho, að ekki komi til greina að selja leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Glæsileg þrenna Ronaldo sá um Villarreal

Real Madrid vann í kvöld 4-2 sigur á Villarreal eftir að hafa tvívegis lent undir í leiknum. Cristiano Ronaldo fór á kostum en hann skoraði fyrstu þrjú mörk Real og lagði það fjórða upp fyrir Brasilíumanninn Kaka.

Fótbolti
Fréttamynd

Milito á leið frá Barcelona

Gabriel Milito mun líklega fara frá Barcelona nú í janúarmánuði en Pep Guardiola, stjóri liðsins, hefur gefið honum leyfi til þess.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka óttaðist um ferilinn

Brasilíumaðurinn Kaka óttaðist að hann myndi neyðast til að hætta í knattspyrnu vegna þeirra meiðsla sem hann glímdi við stóran hluta síðasta árs.

Enski boltinn
Fréttamynd

Naumur sigur hjá Real Madrid

Real Madrid minnkaði forskot Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í tvö stig í kvöld er liðið vann góðan útisigur, 2-3, á Getafe.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi jafnar leikjamet Barcelona í dag

Xavi Hernández, leikmaður Barcelona, jafnar leikjamet félagsins í dag þegar Barcelona tekur á móti Levante á Nou Camp. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Treyja númer 4 bíður eftir Fabregas

Þó svo Barcelona hafi ekki tekist að kaupa Cesc Fabregas síðasta sumar er félagið langt frá því búið að gleyma honum eða gefast upp á honum.Því til sönnunar fær enginn leikmaður félagsins að nota treyju númer 4 hjá félaginu sem er eyrnamerkt Fabregas.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaká er til sölu

Brasilíumaðurinn Kaká á ekki neina framtíð hjá Real Madrid því félagið er til í að selja hann í janúar. Inter hefur lengi sýnt áhuga á leikmanninum og Real hvetur félagið til þess að gera tilboð í leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi. Ég verð ekki valinn bestur

Lionel Messi er einstaklega hógvær maður og man Vísir ekki eftir því að það hafi verið birt neikvæð frétt um þennan geðuga Argentínumann sem virðist vera algjörlega til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Fótbolti
Fréttamynd

Loforð Mourinho kveikti í leikmönnum Real Madrid í gær

Real Madrid fór á kostum í síðasta leik sínum á árinu í gær og vann þá 8-0 sigur á Levante í spænska Konungsbikarnum. José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sagði að loforð sitt fyrir leikinn hafði kveikt í sínum mönnum en bæði Cristiano Ronaldo og Karim Benzema skoruðu þrennu í þessum stórsigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Átta mörk hjá Real Madrid í lokaleik ársins

Cristiano Ronaldo og Karim Benzema skoruðu báðir þrennu í kvöld þegar Real Madrid vann 8-0 stórsigur á Levante í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona gerði markalaust jafntefli við Atletico Bilbao í sömu keppni í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Mourinho kveikir í okkur

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur gert allt sem hann getur til þess að koma leikmönnum Barcelona úr jafnvægi en Xavi, miðjumaður Barcelona, hefur nú greint frá því að liðið noti Mourinho til þess að hvetja sig áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Bilbao náði markalausu jafntefli á móti Barcelona á Nývangi

Athletic Bilbao endaði tíu leikja sigurgöngu Barcelona með því að ná markalausu jafntefli á móti spænsku meisturum á Camp Nou í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Liðin mætast aftur í Bilbao 5. janúar næstkomandi.

Fótbolti