Spænski boltinn Eiður og félagar í æfingabúðum í Mexíkó Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Evrópumeistaraliði Barcelona komu saman á æfingu í Katalóníu í gær eftir vel heppnaða ferð til Danmerkur. Þeir halda á morgun í æfingabúðir til Mexíkó og Bandaríkjanna. Fótbolti 2.8.2006 15:23 Draumur að ganga í raðir Real Madrid Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gekk formlega í raðir spænska stórliðsins Real Madrid í dag og lýsti félagaskiptunum sem draumi sem hefði orðið að veruleika. Hann kallaði Real Madrid stærsta félagslið í heiminum og segist ekki geta beðið eftir að leika við hlið fyrrum félaga síns David Beckham. Fótbolti 28.7.2006 18:34 Stóðst læknisskoðun hjá Real Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hefur nú staðist læknisskoðun hjá spænska stórliðinu Real Madrid og verður kynntur formlega sem nýr leikmaður félagsins undir síðla dags. Fótbolti 28.7.2006 13:18 Real segist vera búið að kaupa Nistelrooy Real Madrid hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi gengið frá kaupum á hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy. Sagt er að leikmaðurinn hafi samþykkt að undirrita þriggja ára samning og er kaupverðið sagt vera um 15 milljónir evra. Nistelrooy mun að sögn félagsins gangast undir læknisskoðun á morgun. Fótbolti 27.7.2006 17:55 Ég fer ekki frá Atletico Madrid Framherjinn Fernando Torres hjá spænska liðinu Atletico Madrid gaf út sérstaka yfirlýsingu á blaðamannafundi í dag þar sem hann undirstrikaði að hann færi ekki frá félaginu. Þessi frábæri 22 ára gamli framherji hefur verið einhver eftirsóttasti og umtalaðasti leikmaður Evrópu á liðnum árum, en þó hann sé hvað eftir annað orðaður við lið eins og Manchester United, virðist hann ætla að klára ferilinn með uppeldisfélagi sínu. Fótbolti 25.7.2006 14:16 Hundfúll yfir að vera fallinn úr Evrópukeppninni Manuel Pellegrini, þjálfari spænska liðsins Villarreal, var mjög óhress með að liðið félli óvænt úr Intertoto keppninni gegn slóvenska liðinu NK Maribor í gær. Pellegrini gagnrýndi leikmenn liðsins harðlega eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Slóvenana á útivelli og féll því úr keppni eftir að hafa tapað heimaleiknum 2-1. Fótbolti 23.7.2006 14:55 Del Horno skrifar undir hjá Valencia Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno skrifaði í dag undir sex ára samning við Valencia í heimalandi sínu, en félagið keypti hann frá Englandsmeisturum Chelsea á dögunum. Talið er að kaupverðið sé tæpar fimm milljónir punda. Fótbolti 22.7.2006 15:26 Laporta gefur aftur kost á sér Joan Laporta ætlar að gefa aftur kost á sér sem forseti Evrópumeistara Barcelona, en á stjórnarfundi á föstudag var ákveðið að boða til forsetakosninga hjá félaginu eftir að í ljós kom að kjörtímabil Laporta væri úti þó hann hefði í raun aðeins setið í þrjú ár í valdastóli. Laporta segist gefa kost á sér í áframhaldandi embætti því hann beri hagsmuni félagsins í brjósti. Fótbolti 22.7.2006 14:27 Ég er kominn til Real Madrid til að vinna Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro segist ekki skilja hvernig standi á því að stórlið Real Madrid hafi ekki unnið titil í þrjú ár, en segist staðráðinn í að gera sitt til að breyta því á næstu leiktíð. Cannavara gekki í raðir spænska liðsins frá Juventus á dögunum og leikur nú undir stjórn gamla stjóra síns frá því hjá Juventus, Fabio Capello. Fótbolti 22.7.2006 14:17 Zambrotta og Thuram til Barcelona Evrópumeistarar Barcelona hafa gefið það út að félagið sé búið að ná samningi við þá Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram frá ítalska liðinu Juventus. Zambrotta er 29 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning og Thuram, sem er 34 ára, hefur skrifað undir tveggja ára samning. Samanlagt kaupverð þeirra er sagt vera um 19 milljónir evra. Fótbolti 21.7.2006 14:36 Forsetakosningar framundan hjá Barcelona Boðað hefur verið til fundar hjá stjórn Evrópumeistara Barcelona á morgun, þar sem ákveðið verður hvenær forsetakosningar verða haldnar hjá félaginu. Joan Laporta hefur gegnt embætti forseta síðan 2003 og hefur skilað frábærum árangri, en er engu að síður gríðarlega umdeildur. Hann hefur skilað tveimur meistaratitlum og einum Evróputitli í hús, en hefur þótt harður húsbóndi. Fótbolti 20.7.2006 16:34 Ætlum að kaupa þrjá leikmenn í viðbót Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að félagið hafi lagt upp með að kaupa fimm leikmenn í sumar og því sé félagið enn á höttunum eftir þremur leikmönnum. Capello segir að aðaláherslan hafi verið lögð á að ná í varnarmann og miðjumann og sú þörf hafi þegar verið leyst með þeim Fabio Cannavaro og Emerson. Fótbolti 20.7.2006 16:22 Vonast til að landa Zambrotta og Thuram Evrópumeistarar Barcelona halda því fram í dag að samningaviðræður gangi vel við forráðamenn Juventus um að kaupa varnarmennina Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. Því er haldið fram að kaupin gætu farið fram í upphafi næstu viku og að Zambrotta muni kosta 13,5 milljónir punda og Thuram 3,5 milljónir punda. Fótbolti 20.7.2006 15:16 Real Madrid kaupir Cannavaro og Emerson Spænska stórliðið Real Madrid festi í kvöld kaup á þeim Fabio Cannavaro og Emerson frá ítalska liðinu Juventus. Spænskir fjölmiðlar halda því fram að kaupverðið sé tæpar 14 milljónir punda og munu leikmennirnir báðir skrifa undir tveggja ára samninga með möguleika á þriðja árinu. Hjá Real hitta þeir fyrir fyrrum stjóra sinn hjá Juventus, Fabio Capello. Fótbolti 19.7.2006 21:11 Tilboði Real Madrid í Nistelrooy hafnað Sir Alex Ferguson staðfesti í kvöld að Manchester United hefði neitað kauptilboði spænska stórliðsins Real Madrid í framherjann Ruud Van Nistelrooy. Fyrr í kvöld gengu þær fréttir fjöllum hærra að framherjinn gengi í raðir Real Madrid á morgun, en nú er útlit fyrir að ekkert verði af því. Fótbolti 18.7.2006 21:57 Engin tilboð komin í Torres Forseti spænska félagsins Atletico Madrid segir að sér hafi engin tilboð borist í framherjann sterka Fernando Torres, þrátt fyrir þrálátan orðróm um að félög á borð við Manchester United séu á höttunum eftir honum. Hinn 22 ára gamli Torres hefur verið talinn einn besti og efnilegasti framherji í Evrópu um árabil og er reglulega orðaður hvert stórliðið á fætur öðru. Fótbolti 18.7.2006 15:15 Valencia hefur áhuga á Ronaldo Spænska stórliðið Valencia hefur nú bæst í hóp þeirra liða sem renna hýru auga til portúgalska miðjumannsins Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Pilturinn er ekki talinn eiga von á fallegri heimkomu þegar hann snýr aftur til Manchester eftir HM og framtíð hans er stórt spurningamerki þessa dagana. Sport 14.7.2006 15:54 Orðrómurinn æ háværari Sá orðrómur gerist nú æ háværari að hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United sé á leið til spænska liðsins Real Madrid. Hollenskir fjölmiðlar halda því fram að Nistelrooy hafi þegar samþykkt félagaskiptin og að aðeins eigi eftir að semja um kaupverðið. Sir Alex Ferguson heldur blaðamannafund á morgun og þar er talið líklegt að svör fáist um framtíð Hollendingsins. Sport 14.7.2006 14:41 Landsleik Íslendinga og Spánverja flýtt? Spænsk vefsíða helguð knattspyrnuliði Barcelona greinir frá því í dag að Frank Rijkaard geti teflt fram sínu sterkasta liði í hinum árlega leik um meistara meistaranna á Spáni, því spænska knattspyrnusambandið sé búið að semja við það íslenska að flýta fyrirhuguðum landsleik þjóðanna hér á landi þann 16. ágúst. Sport 13.7.2006 15:40 Ruud Van Nistelrooy á leið til Real Madrid Spænska dagblaðið Marca heldur því fram í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy geti gengið í raðir Real Madrid frá Manchester United fyrir upphæð nálægt 11 milljónum punda. Engar fréttir hafa borist frá Englandi til að staðfesta þetta en lið Real Madrid er með hverjum deginum orðað við fleiri leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Sport 13.7.2006 14:41 Arsenal líklegast Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona segir að allt bendi til þess að hann gangi í raðir Arsenal í sumar. Saviola var í eldlínunni með argentínska landsliðinu á HM og var lykilmaður í liði Sevilla sem vann sigur í Evrópukeppni félagsliða í vor, en þar var hann sem lánsmaður. Sport 12.7.2006 16:25 Cannavaro á leið til Real Madrid? Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid segir að það sé aðeins dagaspursmál hvenær félagið landi varnarjaxlinum og fyrirliða ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro. Nýráðinn þjálfari Real þekkir Cannavaro vel frá dögum sínum hjá Juventus og eru menn í herbúðum Real bjartsýnir á að landa hinum smáa en knáa 32 ára gamla miðverði fljótlega. Fótbolti 11.7.2006 16:40 Real og Bayern á höttunum eftir Nistelrooy Nú virðist sem Real Madrid ætli að veita Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen samkeppni um hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United, en framtíð hans hjá enska félaginu virðist vera mjög óljós. Fótbolti 10.7.2006 15:49 Hefur fulla trú á stjörnunum Fabio Capello hefur þegar hafið störf hjá nýja félaginu sínu Real Madrid og segist standa fullkomlega við bakið á leikmönnum á borð við Raul, David Beckham og Ronaldo. Sport 6.7.2006 20:37 Bolton og Arsenal sýna áhuga Umboðsmaður Argentínumannsins Javier Saviola segir að Arsenal og Bolton í ensku úrvalsdeildinni hafi sýnt leikmanninum áhuga, sem og lið Pananthinaikos í Grikklandi. Saviola er samningsbundinn Barcelona, en umboðsmaður hans segir ekkert koma til greina fyrir leikmanninn nema að spila á Spáni eða Englandi. Sport 5.7.2006 18:01 Chelsea klagar Real Madrid til FIFA Nú fyrir stundu greindi fréttavefur BBC frá því að ensku meistararnir Chelsea væru búnir að senda FIFA kæru vegna meintra ólöglegra viðræðna spænska félagsins Real Madrid við hollenska kantmanninn Arjen Robben. Sport 5.7.2006 16:26 Capello tekinn við Real Madrid Þjálfarinn sterki Fabio Capello hefur tekið við þjálfun spænska stórliðsins Real Madrid. Þetta var staðfest á blaðamannafundi í Madrid í dag. Capello var áður hjá liði Juventus á Ítalíu þar sem hann gerði liðið að tvöföldum meisturum, en eins og flestir vita á ítalska félagið nú undir högg að sækja vegna spillingarmálsins stóra. Capello er öllum hnútum kunnugur á Bernabeu, þar sem hann stýrði Real til sigurs í spænsku deildinni þegar hann stýrði liðinu árið 1997. Sport 5.7.2006 15:24 Morientes komin til Valencia Spænski framherjinn Fernando Morientes er genginn formlega í raðir Valencia fyrir um þrjár milljónir punda eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Morientes náði sér aldrei á strik í ensku úrvalsdeildinni og segist fagna nýjum kafla í lífi sínu. Sport 5.7.2006 15:04 Viss um að landa Fabregas Ramon Calderon, nýkjörinn forseti Real Madrid, segist 70% viss um að geta landað miðjumanninum efnilega Cesc Fabregas frá Arsenal á næstunni. Calderon lýsti því yfir í kosningabaráttunni að hann ætlaði að koma pilti til heimalandsins á ný, en ljóst er að Arsenal verður tregt til að láta þennan frábæra knattspyrnumann renna sér úr greipum. Sport 5.7.2006 14:47 Fabregas spenntur yfir áhuga Real Madrid Umboðsmaður táningsins efnilega Cesc Fabregas hjá Arsenal, segist ekki geta neitað því að skjólstæðingur hans sé spenntur yfir miklum áhuga spænska stórliðsins Real Madrid á að fá hann í sínar raðir. Nýkjörinn forseti Real hefur lýst því yfir að hann ætli að krækja í stjörnuna ungu, en hann er með langtímasamning við Arsenal og það verður því að teljast nokkuð langsótt. Sport 4.7.2006 17:50 « ‹ 252 253 254 255 256 257 258 259 260 … 268 ›
Eiður og félagar í æfingabúðum í Mexíkó Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Evrópumeistaraliði Barcelona komu saman á æfingu í Katalóníu í gær eftir vel heppnaða ferð til Danmerkur. Þeir halda á morgun í æfingabúðir til Mexíkó og Bandaríkjanna. Fótbolti 2.8.2006 15:23
Draumur að ganga í raðir Real Madrid Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gekk formlega í raðir spænska stórliðsins Real Madrid í dag og lýsti félagaskiptunum sem draumi sem hefði orðið að veruleika. Hann kallaði Real Madrid stærsta félagslið í heiminum og segist ekki geta beðið eftir að leika við hlið fyrrum félaga síns David Beckham. Fótbolti 28.7.2006 18:34
Stóðst læknisskoðun hjá Real Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hefur nú staðist læknisskoðun hjá spænska stórliðinu Real Madrid og verður kynntur formlega sem nýr leikmaður félagsins undir síðla dags. Fótbolti 28.7.2006 13:18
Real segist vera búið að kaupa Nistelrooy Real Madrid hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi gengið frá kaupum á hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy. Sagt er að leikmaðurinn hafi samþykkt að undirrita þriggja ára samning og er kaupverðið sagt vera um 15 milljónir evra. Nistelrooy mun að sögn félagsins gangast undir læknisskoðun á morgun. Fótbolti 27.7.2006 17:55
Ég fer ekki frá Atletico Madrid Framherjinn Fernando Torres hjá spænska liðinu Atletico Madrid gaf út sérstaka yfirlýsingu á blaðamannafundi í dag þar sem hann undirstrikaði að hann færi ekki frá félaginu. Þessi frábæri 22 ára gamli framherji hefur verið einhver eftirsóttasti og umtalaðasti leikmaður Evrópu á liðnum árum, en þó hann sé hvað eftir annað orðaður við lið eins og Manchester United, virðist hann ætla að klára ferilinn með uppeldisfélagi sínu. Fótbolti 25.7.2006 14:16
Hundfúll yfir að vera fallinn úr Evrópukeppninni Manuel Pellegrini, þjálfari spænska liðsins Villarreal, var mjög óhress með að liðið félli óvænt úr Intertoto keppninni gegn slóvenska liðinu NK Maribor í gær. Pellegrini gagnrýndi leikmenn liðsins harðlega eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Slóvenana á útivelli og féll því úr keppni eftir að hafa tapað heimaleiknum 2-1. Fótbolti 23.7.2006 14:55
Del Horno skrifar undir hjá Valencia Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno skrifaði í dag undir sex ára samning við Valencia í heimalandi sínu, en félagið keypti hann frá Englandsmeisturum Chelsea á dögunum. Talið er að kaupverðið sé tæpar fimm milljónir punda. Fótbolti 22.7.2006 15:26
Laporta gefur aftur kost á sér Joan Laporta ætlar að gefa aftur kost á sér sem forseti Evrópumeistara Barcelona, en á stjórnarfundi á föstudag var ákveðið að boða til forsetakosninga hjá félaginu eftir að í ljós kom að kjörtímabil Laporta væri úti þó hann hefði í raun aðeins setið í þrjú ár í valdastóli. Laporta segist gefa kost á sér í áframhaldandi embætti því hann beri hagsmuni félagsins í brjósti. Fótbolti 22.7.2006 14:27
Ég er kominn til Real Madrid til að vinna Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro segist ekki skilja hvernig standi á því að stórlið Real Madrid hafi ekki unnið titil í þrjú ár, en segist staðráðinn í að gera sitt til að breyta því á næstu leiktíð. Cannavara gekki í raðir spænska liðsins frá Juventus á dögunum og leikur nú undir stjórn gamla stjóra síns frá því hjá Juventus, Fabio Capello. Fótbolti 22.7.2006 14:17
Zambrotta og Thuram til Barcelona Evrópumeistarar Barcelona hafa gefið það út að félagið sé búið að ná samningi við þá Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram frá ítalska liðinu Juventus. Zambrotta er 29 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning og Thuram, sem er 34 ára, hefur skrifað undir tveggja ára samning. Samanlagt kaupverð þeirra er sagt vera um 19 milljónir evra. Fótbolti 21.7.2006 14:36
Forsetakosningar framundan hjá Barcelona Boðað hefur verið til fundar hjá stjórn Evrópumeistara Barcelona á morgun, þar sem ákveðið verður hvenær forsetakosningar verða haldnar hjá félaginu. Joan Laporta hefur gegnt embætti forseta síðan 2003 og hefur skilað frábærum árangri, en er engu að síður gríðarlega umdeildur. Hann hefur skilað tveimur meistaratitlum og einum Evróputitli í hús, en hefur þótt harður húsbóndi. Fótbolti 20.7.2006 16:34
Ætlum að kaupa þrjá leikmenn í viðbót Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að félagið hafi lagt upp með að kaupa fimm leikmenn í sumar og því sé félagið enn á höttunum eftir þremur leikmönnum. Capello segir að aðaláherslan hafi verið lögð á að ná í varnarmann og miðjumann og sú þörf hafi þegar verið leyst með þeim Fabio Cannavaro og Emerson. Fótbolti 20.7.2006 16:22
Vonast til að landa Zambrotta og Thuram Evrópumeistarar Barcelona halda því fram í dag að samningaviðræður gangi vel við forráðamenn Juventus um að kaupa varnarmennina Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. Því er haldið fram að kaupin gætu farið fram í upphafi næstu viku og að Zambrotta muni kosta 13,5 milljónir punda og Thuram 3,5 milljónir punda. Fótbolti 20.7.2006 15:16
Real Madrid kaupir Cannavaro og Emerson Spænska stórliðið Real Madrid festi í kvöld kaup á þeim Fabio Cannavaro og Emerson frá ítalska liðinu Juventus. Spænskir fjölmiðlar halda því fram að kaupverðið sé tæpar 14 milljónir punda og munu leikmennirnir báðir skrifa undir tveggja ára samninga með möguleika á þriðja árinu. Hjá Real hitta þeir fyrir fyrrum stjóra sinn hjá Juventus, Fabio Capello. Fótbolti 19.7.2006 21:11
Tilboði Real Madrid í Nistelrooy hafnað Sir Alex Ferguson staðfesti í kvöld að Manchester United hefði neitað kauptilboði spænska stórliðsins Real Madrid í framherjann Ruud Van Nistelrooy. Fyrr í kvöld gengu þær fréttir fjöllum hærra að framherjinn gengi í raðir Real Madrid á morgun, en nú er útlit fyrir að ekkert verði af því. Fótbolti 18.7.2006 21:57
Engin tilboð komin í Torres Forseti spænska félagsins Atletico Madrid segir að sér hafi engin tilboð borist í framherjann sterka Fernando Torres, þrátt fyrir þrálátan orðróm um að félög á borð við Manchester United séu á höttunum eftir honum. Hinn 22 ára gamli Torres hefur verið talinn einn besti og efnilegasti framherji í Evrópu um árabil og er reglulega orðaður hvert stórliðið á fætur öðru. Fótbolti 18.7.2006 15:15
Valencia hefur áhuga á Ronaldo Spænska stórliðið Valencia hefur nú bæst í hóp þeirra liða sem renna hýru auga til portúgalska miðjumannsins Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Pilturinn er ekki talinn eiga von á fallegri heimkomu þegar hann snýr aftur til Manchester eftir HM og framtíð hans er stórt spurningamerki þessa dagana. Sport 14.7.2006 15:54
Orðrómurinn æ háværari Sá orðrómur gerist nú æ háværari að hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United sé á leið til spænska liðsins Real Madrid. Hollenskir fjölmiðlar halda því fram að Nistelrooy hafi þegar samþykkt félagaskiptin og að aðeins eigi eftir að semja um kaupverðið. Sir Alex Ferguson heldur blaðamannafund á morgun og þar er talið líklegt að svör fáist um framtíð Hollendingsins. Sport 14.7.2006 14:41
Landsleik Íslendinga og Spánverja flýtt? Spænsk vefsíða helguð knattspyrnuliði Barcelona greinir frá því í dag að Frank Rijkaard geti teflt fram sínu sterkasta liði í hinum árlega leik um meistara meistaranna á Spáni, því spænska knattspyrnusambandið sé búið að semja við það íslenska að flýta fyrirhuguðum landsleik þjóðanna hér á landi þann 16. ágúst. Sport 13.7.2006 15:40
Ruud Van Nistelrooy á leið til Real Madrid Spænska dagblaðið Marca heldur því fram í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy geti gengið í raðir Real Madrid frá Manchester United fyrir upphæð nálægt 11 milljónum punda. Engar fréttir hafa borist frá Englandi til að staðfesta þetta en lið Real Madrid er með hverjum deginum orðað við fleiri leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Sport 13.7.2006 14:41
Arsenal líklegast Umboðsmaður argentínska framherjans Javier Saviola hjá Barcelona segir að allt bendi til þess að hann gangi í raðir Arsenal í sumar. Saviola var í eldlínunni með argentínska landsliðinu á HM og var lykilmaður í liði Sevilla sem vann sigur í Evrópukeppni félagsliða í vor, en þar var hann sem lánsmaður. Sport 12.7.2006 16:25
Cannavaro á leið til Real Madrid? Yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid segir að það sé aðeins dagaspursmál hvenær félagið landi varnarjaxlinum og fyrirliða ítalska landsliðsins, Fabio Cannavaro. Nýráðinn þjálfari Real þekkir Cannavaro vel frá dögum sínum hjá Juventus og eru menn í herbúðum Real bjartsýnir á að landa hinum smáa en knáa 32 ára gamla miðverði fljótlega. Fótbolti 11.7.2006 16:40
Real og Bayern á höttunum eftir Nistelrooy Nú virðist sem Real Madrid ætli að veita Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen samkeppni um hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United, en framtíð hans hjá enska félaginu virðist vera mjög óljós. Fótbolti 10.7.2006 15:49
Hefur fulla trú á stjörnunum Fabio Capello hefur þegar hafið störf hjá nýja félaginu sínu Real Madrid og segist standa fullkomlega við bakið á leikmönnum á borð við Raul, David Beckham og Ronaldo. Sport 6.7.2006 20:37
Bolton og Arsenal sýna áhuga Umboðsmaður Argentínumannsins Javier Saviola segir að Arsenal og Bolton í ensku úrvalsdeildinni hafi sýnt leikmanninum áhuga, sem og lið Pananthinaikos í Grikklandi. Saviola er samningsbundinn Barcelona, en umboðsmaður hans segir ekkert koma til greina fyrir leikmanninn nema að spila á Spáni eða Englandi. Sport 5.7.2006 18:01
Chelsea klagar Real Madrid til FIFA Nú fyrir stundu greindi fréttavefur BBC frá því að ensku meistararnir Chelsea væru búnir að senda FIFA kæru vegna meintra ólöglegra viðræðna spænska félagsins Real Madrid við hollenska kantmanninn Arjen Robben. Sport 5.7.2006 16:26
Capello tekinn við Real Madrid Þjálfarinn sterki Fabio Capello hefur tekið við þjálfun spænska stórliðsins Real Madrid. Þetta var staðfest á blaðamannafundi í Madrid í dag. Capello var áður hjá liði Juventus á Ítalíu þar sem hann gerði liðið að tvöföldum meisturum, en eins og flestir vita á ítalska félagið nú undir högg að sækja vegna spillingarmálsins stóra. Capello er öllum hnútum kunnugur á Bernabeu, þar sem hann stýrði Real til sigurs í spænsku deildinni þegar hann stýrði liðinu árið 1997. Sport 5.7.2006 15:24
Morientes komin til Valencia Spænski framherjinn Fernando Morientes er genginn formlega í raðir Valencia fyrir um þrjár milljónir punda eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Morientes náði sér aldrei á strik í ensku úrvalsdeildinni og segist fagna nýjum kafla í lífi sínu. Sport 5.7.2006 15:04
Viss um að landa Fabregas Ramon Calderon, nýkjörinn forseti Real Madrid, segist 70% viss um að geta landað miðjumanninum efnilega Cesc Fabregas frá Arsenal á næstunni. Calderon lýsti því yfir í kosningabaráttunni að hann ætlaði að koma pilti til heimalandsins á ný, en ljóst er að Arsenal verður tregt til að láta þennan frábæra knattspyrnumann renna sér úr greipum. Sport 5.7.2006 14:47
Fabregas spenntur yfir áhuga Real Madrid Umboðsmaður táningsins efnilega Cesc Fabregas hjá Arsenal, segist ekki geta neitað því að skjólstæðingur hans sé spenntur yfir miklum áhuga spænska stórliðsins Real Madrid á að fá hann í sínar raðir. Nýkjörinn forseti Real hefur lýst því yfir að hann ætli að krækja í stjörnuna ungu, en hann er með langtímasamning við Arsenal og það verður því að teljast nokkuð langsótt. Sport 4.7.2006 17:50