Hernaður

Fréttamynd

Hörfa frá Kúrsk

Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið.

Erlent
Fréttamynd

Kaninn selur lang­mest af vopnum en fram­tíðin ó­viss

Umsvif bandarískra hergagnaframleiðenda á heimsvísu hafa aukist til muna á undanförnum árum. Frá 2020 til og með ársins 2024 seldu bandarísk fyrirtæki um 43 prósent af öllum hergögnum sem gengu kaupum og sölu ríkja á milli, talið í veltu, en fimm árin þar áður var hlutfallið 35 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum.

Erlent
Fréttamynd

Á­tján særðir eftir mikið sprengjuregn

Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Tals­maður Pútíns hrósar Rubio fyrir um­mæli um leppastríð

Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram.

Erlent
Fréttamynd

Konur gegn hernaði og ný­lendu­hyggju

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi.

Skoðun
Fréttamynd

Banda­ríkja­menn setja vopnasendingar á bið

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Meira um ís­lenskan her

Nú hafa þrír kollegar mínir við Háskólann á Bifröst, þau Bjarni Már Magnússon, Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, tjáð sig á opinberum vettvangi í umræðunni um „íslenskan her“, að mínu mati allt mjög málefnaleg innlegg og þörf. Mig langar engu að síður að bætast í þennan hóp. Ég vona að mér takist að vera jafn málefnalegur og þau.

Skoðun
Fréttamynd

„Breskir her­menn geta séð um sig sjálfir“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Öcalan vill leysa upp PKK

Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK, uppreisnarsamtaka Kúrda, vill að liðmenn þeirra leggi niður vopn og að samtökin verði leyst upp. Þetta kann að marka endalok átaka sem hafa staðið milli Kúrda og tyrkneskra stjórnvalda í um fjörutíu ár.

Erlent
Fréttamynd

Eykur fjár­út­lát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í dag stærstu aukningu í fjárútlátum til varnarmála frá tímum kalda stríðsins. Bretar ætla sér að verja 2,5 prósentum af landsframleiðslu í varnarmál fyrir árið 2027 en það er fyrr en áður stóð til og á hlutfallið að fara í þrjú prósent eftir það.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkukafbátur í Eyja­firði

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Báturinn er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju stríð?

Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Selenskí á leið til Washington

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Af­hentu ó­þekkt lík í stað Shiri Bibas

Komið hefur í ljós að óþekkt lík var meðal þeirra fjögurra sem Hamas-samtökin skiluðu Ísraelum í gær. Líkum Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslunum sem Hamas tóku til fanga 7. október 2023, voru afhent í gær en rannsókn leiddi í ljós að móður þeirra vantaði.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­stjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar í stór­felldan niður­skurð hjá hernum

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað leiðtogum varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) að undirbúa stórfelldan niðurskurð á næstu árum. Til stendur að skera niður um átta prósent á ári hverju, næstu fimm ár, og er markmiðið að fjármagna sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi

„Ég held að Rússar vilji sjá stríðið taka enda; virkilega. Ég tel þá halda svolítið á spilunum þar sem þeir hafa tekið yfir mikið landsvæði. Þeir eru með spilin í höndunum.“

Erlent