Hernaður Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. Erlent 21.9.2022 12:05 Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. Erlent 21.9.2022 08:33 Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. Erlent 21.9.2022 06:20 Gagnárásin hafi engin áhrif á Rússa Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín tjáði sig í fyrsta sinn um stöðuna í gær. Erlent 17.9.2022 09:59 Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. Erlent 16.9.2022 14:27 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. Erlent 16.9.2022 07:50 „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. Erlent 15.9.2022 11:49 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. Erlent 14.9.2022 14:41 Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. Erlent 14.9.2022 08:03 Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 14.9.2022 07:46 Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta Undirbúningur fyrir gagnárásir Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri og Kharkív-héraði í norðri hefur tekið nokkra mánuði og hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar aðstoðað við hann. Fyrstu ætlanir Úkraínumanna þóttu ekki líklegar til árangurs en þær gerðu ráð fyrir því að eingöngu yrði sótt fram í Kherson. Erlent 13.9.2022 15:00 Venjumst ekki stríðsrekstri Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Skoðun 13.9.2022 13:31 Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að Vesturlönd útvegi ríkinu fleiri og betri vopnakerfi í kjölfar vel heppnaðrar gagnsóknar þeirra gegn Rússum í norðurhluta landsins. Forsetinn gagnrýnir Rússa fyrir að bregðast við ósigrum á vígvöllum með því að gera árásir á óbreytta borgara. Erlent 13.9.2022 10:32 Rússar aðstoða Armena eftir átök í nótt Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi. Erlent 13.9.2022 07:39 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku. Erlent 12.9.2022 11:34 Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Erlent 12.9.2022 07:29 Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. Erlent 12.9.2022 00:02 Hafa náð undraverðum árangri á nokkrum dögum Úkraínumenn hafa náð umfangsmiklum árangri í gagnárás gegn Rússum í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Hersveitir Úkraínu eru sagðar komnar minnst fimmtíu kílómetra í gegnum varnir Rússa á einungis þremur dögum og hafa frelsað tugi þorpa og bæja sem hafa verið í haldi Rússa frá því innrásin hófst. Erlent 9.9.2022 10:59 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir langt í gegnum varnir Rússa í Kharkív Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerðu þær með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og Úkraínumenn hafi nýtt sér það að Rússar fluttu hersveitir til suðurs til að bregðast við sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði. Erlent 8.9.2022 11:04 Hvítrússneski herinn æfir við landamæri Póllands Hvítrússneski herinn hefur hafið heræfingar við borgina Brest nærri pólsku landamærunum, við höfuðborgina Mínsk og í héraðinu Vitebsk í norðausturhluta landsins. Erlent 8.9.2022 07:11 Ógna birgðalínum Rússa í austri Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa. Erlent 7.9.2022 11:52 Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. Erlent 6.9.2022 15:29 Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Erlent 6.9.2022 07:23 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. Erlent 4.9.2022 11:00 Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. Erlent 1.9.2022 22:34 Íranar reyndu að stela dróna Bandaríkjahers Bandaríski herinn kom í nótt í veg fyrir að íranskt skip næði að stela dróna þeirra við Arabíuflóa. Til þess að Íranarnir gáfu þeim drónann til baka þurfti að kalla út Sea Hawk-þyrlu hersins. Erlent 30.8.2022 19:03 Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. Erlent 30.8.2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. Erlent 30.8.2022 11:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. Erlent 30.8.2022 08:17 Flaggskip breska flotans vélarvana Umfangsmikil bilun varð í vél stærsta herskips Bretlands og flaggskipi breska flotans, HMS Prince of Wales, í gær. Verið var að sigla skipinu til Ameríku þegar bilunin varð og var skipið skammt suður af Bretlandi, þar sem það lá við ankeri. Erlent 29.8.2022 14:32 « ‹ 30 31 32 33 34 35 36 37 38 … 53 ›
Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. Erlent 21.9.2022 12:05
Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. Erlent 21.9.2022 08:33
Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. Erlent 21.9.2022 06:20
Gagnárásin hafi engin áhrif á Rússa Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín tjáði sig í fyrsta sinn um stöðuna í gær. Erlent 17.9.2022 09:59
Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. Erlent 16.9.2022 14:27
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. Erlent 16.9.2022 07:50
„Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. Erlent 15.9.2022 11:49
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. Erlent 14.9.2022 14:41
Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. Erlent 14.9.2022 08:03
Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 14.9.2022 07:46
Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta Undirbúningur fyrir gagnárásir Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri og Kharkív-héraði í norðri hefur tekið nokkra mánuði og hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar aðstoðað við hann. Fyrstu ætlanir Úkraínumanna þóttu ekki líklegar til árangurs en þær gerðu ráð fyrir því að eingöngu yrði sótt fram í Kherson. Erlent 13.9.2022 15:00
Venjumst ekki stríðsrekstri Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Skoðun 13.9.2022 13:31
Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að Vesturlönd útvegi ríkinu fleiri og betri vopnakerfi í kjölfar vel heppnaðrar gagnsóknar þeirra gegn Rússum í norðurhluta landsins. Forsetinn gagnrýnir Rússa fyrir að bregðast við ósigrum á vígvöllum með því að gera árásir á óbreytta borgara. Erlent 13.9.2022 10:32
Rússar aðstoða Armena eftir átök í nótt Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi. Erlent 13.9.2022 07:39
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku. Erlent 12.9.2022 11:34
Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Erlent 12.9.2022 07:29
Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. Erlent 12.9.2022 00:02
Hafa náð undraverðum árangri á nokkrum dögum Úkraínumenn hafa náð umfangsmiklum árangri í gagnárás gegn Rússum í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Hersveitir Úkraínu eru sagðar komnar minnst fimmtíu kílómetra í gegnum varnir Rússa á einungis þremur dögum og hafa frelsað tugi þorpa og bæja sem hafa verið í haldi Rússa frá því innrásin hófst. Erlent 9.9.2022 10:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir langt í gegnum varnir Rússa í Kharkív Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerðu þær með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og Úkraínumenn hafi nýtt sér það að Rússar fluttu hersveitir til suðurs til að bregðast við sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði. Erlent 8.9.2022 11:04
Hvítrússneski herinn æfir við landamæri Póllands Hvítrússneski herinn hefur hafið heræfingar við borgina Brest nærri pólsku landamærunum, við höfuðborgina Mínsk og í héraðinu Vitebsk í norðausturhluta landsins. Erlent 8.9.2022 07:11
Ógna birgðalínum Rússa í austri Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa. Erlent 7.9.2022 11:52
Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. Erlent 6.9.2022 15:29
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Erlent 6.9.2022 07:23
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. Erlent 4.9.2022 11:00
Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. Erlent 1.9.2022 22:34
Íranar reyndu að stela dróna Bandaríkjahers Bandaríski herinn kom í nótt í veg fyrir að íranskt skip næði að stela dróna þeirra við Arabíuflóa. Til þess að Íranarnir gáfu þeim drónann til baka þurfti að kalla út Sea Hawk-þyrlu hersins. Erlent 30.8.2022 19:03
Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. Erlent 30.8.2022 16:50
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. Erlent 30.8.2022 11:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. Erlent 30.8.2022 08:17
Flaggskip breska flotans vélarvana Umfangsmikil bilun varð í vél stærsta herskips Bretlands og flaggskipi breska flotans, HMS Prince of Wales, í gær. Verið var að sigla skipinu til Ameríku þegar bilunin varð og var skipið skammt suður af Bretlandi, þar sem það lá við ankeri. Erlent 29.8.2022 14:32