Ítalski boltinn

Fréttamynd

Ronaldinho átti loksins góðan leik

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hristi loksins af sér slenið um helgina og átti virkilega góðan leik er AC Milan lagði Roma, 2-1. Hann skoraði meira að segja annað marka Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Milan

AC Milan vann í kvöld sinn fyrsta sigur í tæpan mánuð í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Roma á heimavelli, 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Engir ítalskir leikmenn sagðir tilnefndir

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru engir ítalskir leikmenn meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullboltans svokallaða, verðlaunin sem France Football veitir knattspyrnumanni ársins í Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

United og City enn sterklega orðuð við Maicon

Samkvæmt heimildum Daily Mirror er Brasilíumaðurinn Maicon hjá Inter nú bitbein á milli Manchester United og Manchester City en bæði félögin hafa hugsað sér að leggja fram kauptilboð í bakvörðinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus að vinna kapphlaupið um De Rossi?

Samkvæmt heimildum Corriere dello Sport er Juventus nú í bílstjórasætinu með að hreppa ítalska landsliðsmanninn Daniele De Rossi hjá Roma en miðjumaðurinn varð afar ósáttur þegar knattspyrnustjórinn Luciano Spalletti hætti hjá Rómarborgarfélaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho fékk gyllta fótinn

Þótt ótrúlegt megi virðast þá tekur Brasilíumaðurinn Ronaldinho við verðlaunum í kvöld. Hann hefur nefnilega unnið gyllta fótinn fyrir árið 2009.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro: Fjölmiðlar kýldu mig í punginn

Ítalski landsliðsmaðurinn, Fabio Cannavaro, segir að ítalskir fjölmiðlar hafi gengið allt of langt í umfjöllun sinni þegar hann féll á lyfjaprófi. Hann hefur nú verið hreinsaður af ásökunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lombardo: Margt líkt með Sampdoria nú og árið 1991

Attilio Lombardo, fyrrum leikmaður Sampdoria og ítalska landsliðsins, hrósar knattspyrnustjóranum Luigi Del Neri og lærisveinum hans í Sampdoria í nýlegu viðtali við Primocanale en Sampdoria er sem stendur á toppi ítölsku serie A-deildarinnar ásamt Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Mutu vann áfangasigur í áfrýjun sinni gegn Chelsea

Framherjinn Adrian Mutu hjá Fiorentina hefur staðið í ströngu vegna ákæru á hendur honum þar sem alþjóða knattspyrnusambandið FIFA ályktaði í maí á síðasta ári að hann skildi greiða fyrrum félagi sínu Chelsea skaðabætur upp á 15,78 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Donadoni rekinn frá Napoli

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Napoli rak í dag Roberto Donadoni úr starfi þjálfara og réði Walter Mazzarri í hans stað.

Fótbolti
Fréttamynd

Leonardo, þjálfari AC Milan: Ég ætla ekki að gefast upp

Það er óhætt að segja að það sé orðið heitt undir Brasilíumanninum Leonardo sem stýrir stórliði AC Milan. Liðið mætir Atalanta á útivelli í ítölsku deildinni og það gæti orðið síðasta tækifærið fyrir Leonardo að bjarga starfinu sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder bjargaði öllum stigunum fyrir Mourinho

Hollendingurinn Wesley Sneijder skoraði sigurmark Inter Milan í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 sigur á sjóðheitu liði Udinese í ítölsku deildinni í kvöld. Markið kom Inter í toppsæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vieira: Ég verð að fá að spila meira annars fer ég

Patrick Vieira lét hafa það eftir sér í dag að hann væri að förum frá ítölsku meisturunum í Inter Milan ef hann fengi ekki að spila meira með liðinu. Vieira hefur aðeins spilað í 194 mínútur á tímabilinu til þessa og var vegna þess ekki valinn í franska landsliðshópinn fyrir leiki á móti Færeyjum og Austurríki seinna í þessum mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano: Ég mætti fullur á æfingar hjá Inter

Brasilíumaðurinn Adriano var í algjörri óreglu síðustu tímabil sín með ítalska liðinu Inter Milan en hann náði aldrei að ná tökum á drykkju sinni þrátt fyrir að Jose Mourinho hafi gert allt til að hjálpa honum. Adriano hefur nú viðurkennt að hafa mætt fullur á æfingar hjá Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Filippo Inzaghi hjá AC Milan: Það fer bara allt úrskeiðis hjá okkur

Filippo Inzaghi og félagar í AC Milan eru í tómu tjóni á þessu tímabili sem sást vel í Meistaradeildinni í gær þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu FC Zurich. AC Milan hefur verið í miklum vandræðum síðan að Leonardo tók við af Carlo Ancelotti, núverandi stjóra Chelsea.

Fótbolti