Ítalski boltinn

Fréttamynd

Ronaldinho fékk gyllta fótinn

Þótt ótrúlegt megi virðast þá tekur Brasilíumaðurinn Ronaldinho við verðlaunum í kvöld. Hann hefur nefnilega unnið gyllta fótinn fyrir árið 2009.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro: Fjölmiðlar kýldu mig í punginn

Ítalski landsliðsmaðurinn, Fabio Cannavaro, segir að ítalskir fjölmiðlar hafi gengið allt of langt í umfjöllun sinni þegar hann féll á lyfjaprófi. Hann hefur nú verið hreinsaður af ásökunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lombardo: Margt líkt með Sampdoria nú og árið 1991

Attilio Lombardo, fyrrum leikmaður Sampdoria og ítalska landsliðsins, hrósar knattspyrnustjóranum Luigi Del Neri og lærisveinum hans í Sampdoria í nýlegu viðtali við Primocanale en Sampdoria er sem stendur á toppi ítölsku serie A-deildarinnar ásamt Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Mutu vann áfangasigur í áfrýjun sinni gegn Chelsea

Framherjinn Adrian Mutu hjá Fiorentina hefur staðið í ströngu vegna ákæru á hendur honum þar sem alþjóða knattspyrnusambandið FIFA ályktaði í maí á síðasta ári að hann skildi greiða fyrrum félagi sínu Chelsea skaðabætur upp á 15,78 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Donadoni rekinn frá Napoli

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Napoli rak í dag Roberto Donadoni úr starfi þjálfara og réði Walter Mazzarri í hans stað.

Fótbolti
Fréttamynd

Leonardo, þjálfari AC Milan: Ég ætla ekki að gefast upp

Það er óhætt að segja að það sé orðið heitt undir Brasilíumanninum Leonardo sem stýrir stórliði AC Milan. Liðið mætir Atalanta á útivelli í ítölsku deildinni og það gæti orðið síðasta tækifærið fyrir Leonardo að bjarga starfinu sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder bjargaði öllum stigunum fyrir Mourinho

Hollendingurinn Wesley Sneijder skoraði sigurmark Inter Milan í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 sigur á sjóðheitu liði Udinese í ítölsku deildinni í kvöld. Markið kom Inter í toppsæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vieira: Ég verð að fá að spila meira annars fer ég

Patrick Vieira lét hafa það eftir sér í dag að hann væri að förum frá ítölsku meisturunum í Inter Milan ef hann fengi ekki að spila meira með liðinu. Vieira hefur aðeins spilað í 194 mínútur á tímabilinu til þessa og var vegna þess ekki valinn í franska landsliðshópinn fyrir leiki á móti Færeyjum og Austurríki seinna í þessum mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano: Ég mætti fullur á æfingar hjá Inter

Brasilíumaðurinn Adriano var í algjörri óreglu síðustu tímabil sín með ítalska liðinu Inter Milan en hann náði aldrei að ná tökum á drykkju sinni þrátt fyrir að Jose Mourinho hafi gert allt til að hjálpa honum. Adriano hefur nú viðurkennt að hafa mætt fullur á æfingar hjá Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Filippo Inzaghi hjá AC Milan: Það fer bara allt úrskeiðis hjá okkur

Filippo Inzaghi og félagar í AC Milan eru í tómu tjóni á þessu tímabili sem sást vel í Meistaradeildinni í gær þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti svissneska liðinu FC Zurich. AC Milan hefur verið í miklum vandræðum síðan að Leonardo tók við af Carlo Ancelotti, núverandi stjóra Chelsea.

Fótbolti