Ítalski boltinn Genginn í raðir Atalanta Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar. Fótbolti 29.8.2006 21:10 Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Fótbolti 25.8.2006 20:40 AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins. Fótbolti 25.8.2006 14:43 FIFA hótar að vísa Ítölum úr undankeppni EM Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hótað að vísa ítalska landsliðinu út úr undankeppni EM 2008 ef forráðamenn Juventus láti ekki af endalausum áfrýjunum sínum á dómnum í knattspyrnuhneykslinu á Ítalíu. Forráðamenn Juventus eru enn að mótmæla því að liðið skuli hafa verið fellt niður um deild og nú er FIFA nóg boðið. Fótbolti 23.8.2006 15:33 Ronaldo á leið til AC Milan? Forráðamenn spænska félagsins Real Madrid munu í dag hitta kollega sína hjá AC Milan þar sem rætt verður um hugsanleg kaup ítalska félagsins á brasilíska framherjanum Ronaldo. AC Milan tryggði sér í gærkvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar og eru forráðamenn félagsins nú að leitast við að styrkja leikmannahóp sinn. Fótbolti 23.8.2006 12:37 Boumsong til Juventus Franski landsliðsmaðurinn Jean Alain Boumsong hefur gengið frá samningi við ítalska liðið Juventus. Newcastle er talið hafa fengið um 3,3 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla miðvörð, sem aldrei náði sér á strik í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 22.8.2006 17:24 Forráðamenn Juventus gefast ekki upp Forráðamenn ítalska félagsins Juventus hafa ekki gefist upp í viðleitni sinni til að vinna liðinu sæti í A-deildini á ný, en í dag áfrýjuðu þeir niðurstöðu knattspyrnusambandsins um að fella liðið í B-deild til amennra dómstóla eftir að áfrýjun þeirra var vísað frá í gerðadómi hjá Ólympíusambandinu á Ítalíu. Fótbolti 21.8.2006 16:47 Segist vera á leið til Newcastle Framherjinn Obafemi Martins hjá Inter Milan á Ítalíu segir að samningaviðræður sínar við Newcastle séu að mestu í höfn og á von á að ganga til liðs við enska félagið á næstu dögum. Martins er ósáttur í herbúðum ítalska liðisins síðan það keypti til sín tvo sterka framherja á dögunum og vill ólmur komast til Englands. Fótbolti 21.8.2006 15:09 Beiðni Juventus vísað frá Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafði ekki erindi sem erfiði í dag þegar forráðamenn þess áttu lokafund með ítalska knattspyrnusambandinu þar sem þeir reyndu að fá dóm félagsins mildaðan. Juventus þarf því að hefja leik í B-deildinni þar í landi með 17 sig í mínus eins og staðfest var fyrir dómi á dögunum. Fótbolti 18.8.2006 16:37 Valdi Juventus fram yfir AC Milan Gianluigi Buffon, landsliðsmarkvörður heimsmeistara Ítala, hefur ákveðið vera um kyrrt hjá Juventus sem fyrr í sumar var dæmt niður í Seríu B vegna hneykslismálsins þar. Eins og svo margir aðrir leikmenn liðsins var búist við því að hann færi frá félaginu. Fótbolti 15.8.2006 22:03 Ítalir reiðir út í Shevchenko Ítalskir stuðningsmenn AC Milan eru mjög reiðir eftir að hann virtist kyssa treyju Chelsea þegar hann fagnaði marki sínu gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina. Stendur deilan einnig um hvort hann hafi kysst treyju liðsins eða merki þess. Fótbolti 15.8.2006 22:03 Vieira kominn til Inter á 6,5 milljónir punda Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal hefur gengið til liðs við Inter Milan frá Juventus á Ítalíu fyrir 6,5 milljónir punda og þar með bundið enda á vonir Manchester United um að fá leikmanninn. Fótbolti 2.8.2006 15:42 Seljum ekki fleiri leikmenn Didier Deschamps, nýráðinn þjálfari Juventus á Ítalíu, segir að ekki komi til greina að selja fleiri leikmenn frá félaginu þó það leiki í B-deildinni á næstu leiktíð. Félagið hefur þegar selt fjóra mjög sterka leikmenn og er markvörðurinn Gianluigi Buffon sá sem líklegastur þykir til að yfirgefa félagið af þeim sem eftir eru. Fótbolti 27.7.2006 14:05 Framtíð Milan í meistaradeild ræðst fljótlega Knattspyrnusamband Evrópu mun taka ákvörðun um framtíð AC Milan í meistaradeildinni þann 2. ágúst nk, en þá verður gefið endanlegt svar um það hvort liðið fær að taka þátt í keppninni. Þangaði til annað kemur í ljós verða það því Milan, Inter, Chievo og Roma sem verða fulltrúar Ítala í keppninni. Fótbolti 27.7.2006 14:00 Inter er meistari 2006 Inter Milan hefur verið sæmt ítalska meistaratitlinum árið 2006 vegna þáttar AC Milan og Juventus í spillingarmálinu fræga. Juventust, Lazio og Fiorentina ætla öll að áfrýja nýjasta úrskurði dómstóla og una ekki niðurstöðunni þó hún hafi verið milduð umtalsvert frá því sem upphaflega stóð til. Fótbolti 26.7.2006 18:43 Lazio og Fiorentina áfram í A-deild - AC Milan í meistaradeild Lazio og Fiorentina halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, en Juventus verður áfram í B-deildinni. Þetta var úrskurður áfrýjunardómstóls á Ítalíu sem tilkynnti þessa niðurstöðu í kvöld. Juventus fær þó örlítið mildari refsingu en á dögunum, því dregin verða 17 stig af liðinu í upphafi leiktíðar í stað 30. Stig verða einnig dregin af Lazio og Fiorentina í A-deildinni. Fótbolti 25.7.2006 19:09 Niðurstöðu að vænta í kvöld Síðar í kvöld er að vænta niðurstöðu áfrýjunar liðanna fjögurra sem fengu refsingu í knattspyrnuskandalnum á Ítalíu á dögunum, en Reuters-fréttastofan telur sig hafa heimildir fyrir því að refsingar liðanna verði mildaðar umtalsvert. Ekki er búist við að niðurstaðan í kvöld verði fyllilega rökstudd fyrr en síðar, en ljóst er að vænta má áhugaverðra tíðinda í kvöld. Nánar verður greint frá niðurstöðum hér á Vísi um leið og fréttir berast. Fótbolti 25.7.2006 15:31 Casiraghi og Zola ráðnir þjálfarar Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið gömlu kempurnar Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola til starfa sem þjálfara U21 árs landsliðsins. Casiraghi lék síðast með liði Chelsea, en þurfti að hætta vegna meiðsla. Zola lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæsilegan feril þar sem hann lék einnig lengi með Chelsea. Fótbolti 24.7.2006 16:19 Vieira á leið til Inter Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira er sagður vera nálægt því að ganga í raðir Inter Milan fyrir um 9 milljónir punda. Roberto Mancini, þjálfari Inter, er mjög hrifinn af hinum þrítuga Vieira, en segir liðið væntanlega breyta nokkuð um stíl á næstu leiktíð ef af kaupum þessum verður. "Við missum væntanlega einhverja tækni og útsjónasemi þegar Veron fer, en í stað þess fáum við kraft og styrk í formi Vieira," sagði Mancini. Fótbolti 24.7.2006 15:46 Vieira er velkominn hingað Serbneski varnarmaðurinn Sinisa Mihajlovic hjá Inter Milan á Ítalíu, segist muni bjóða Patrick Vieira velkominn ef hann kjósi að ganga í raðir Inter eins og orðrómur hefur verið á kreiki um að undanförnu. Mihajlovic var dæmdur í sex leikja bann árið 2000 fyrir að ausa Vieira kynþáttaníð í leik í meistaradeildinni. Fótbolti 23.7.2006 15:16 Lögmaður Juventus biðst vægðar Cesare Zaccone, lögmaður ítalska stórliðsins Juventus, baðst vægðar fyrir hönd félagsins þegar réttarhöldin héldu áfram í dag. Zaccone segir að refsingin sem Juventus var fengin sé allt of þung og eigi eftir að hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir félagið. Fótbolti 23.7.2006 14:37 Zambrotta og Thuram til Barcelona Evrópumeistarar Barcelona hafa gefið það út að félagið sé búið að ná samningi við þá Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram frá ítalska liðinu Juventus. Zambrotta er 29 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning og Thuram, sem er 34 ára, hefur skrifað undir tveggja ára samning. Samanlagt kaupverð þeirra er sagt vera um 19 milljónir evra. Fótbolti 21.7.2006 14:36 Refsing Materazzi setur slæmt fordæmi Giacinto Faccetti, forseti Inter Milan, telur að leikbannið og sektin sem Marco Materazzi leikmaður liðsins fékk fyrir að storka Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM, geti átt eftir að setja slæmt fordæmi í knattspyrnunni í nánustu framtíð og gæti orðið til þess að hleypa af stað aragrúa erfiðra klögunarmála. Fótbolti 21.7.2006 13:44 Del Piero og Nedved áfram hjá Juve? Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro del Piero hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að yfirgefa herbúðir Juventus þrátt fyrir að liðið hafi á dögunum verið fellt í B-deildina með 30 stig í mínus. Hann segir að tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved ætli að gera slíkt hið sama, en Nedved hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham á liðnum dögum. Fótbolti 20.7.2006 16:19 Vonast til að landa Zambrotta og Thuram Evrópumeistarar Barcelona halda því fram í dag að samningaviðræður gangi vel við forráðamenn Juventus um að kaupa varnarmennina Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. Því er haldið fram að kaupin gætu farið fram í upphafi næstu viku og að Zambrotta muni kosta 13,5 milljónir punda og Thuram 3,5 milljónir punda. Fótbolti 20.7.2006 15:16 Real Madrid kaupir Cannavaro og Emerson Spænska stórliðið Real Madrid festi í kvöld kaup á þeim Fabio Cannavaro og Emerson frá ítalska liðinu Juventus. Spænskir fjölmiðlar halda því fram að kaupverðið sé tæpar 14 milljónir punda og munu leikmennirnir báðir skrifa undir tveggja ára samninga með möguleika á þriðja árinu. Hjá Real hitta þeir fyrir fyrrum stjóra sinn hjá Juventus, Fabio Capello. Fótbolti 19.7.2006 21:11 Áfrýjun hefst 22. júlí Juventus, Lazio, Fiorentina og AC Milan munu hefja áfrýjunarmál sitt fyrir dómstóli frá og með laugardeginum 22. júlí að sögn breska sjónvarpsins. Milan mun áfrýja ákvörðun dóms um stigafrádrátt sinn í A-deild á næsta ári, en hin liðin þrjú áfrýja stigafrádrætti og því að vera felld niður um deild. Ólíklegt er talið að Milan hafi nægan tíma til að áfrýja banninu á þáttöku í meistaradeildinni og verði því að sætta sig við að taka ekki þátt á næstu leiktíð. Fótbolti 18.7.2006 17:06 Engin útsala fyrirhuguð Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó. Fótbolti 18.7.2006 16:57 Við höfum ekki efni á leikmönnum Juventus Arsene Wenger gefur lítið út á þann orðróm að Arsenal sé á höttunum eftir einhverjum af stórstjörnum Juventus sem væntanlega munu yfirgefa ítalska félagið á næstu mánuðum, því hann segir að Arsenal hafi einfaldlega ekki efni á að borga þeim laun. Fótbolti 18.7.2006 14:58 AC Milan þykir líklegast til að hreppa Zambrotta Eins og búast mátti við í kjölfar ófara Juventus á síðustu dögum, hafa stórlið Evrópu nú rennt hýru auga til bestu leikmanna félagsins. Hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta er þar engin undantekning, en Sky-sjónvarpsstöðin heldur því fram að AC Milan sé líklegasta félagið til að landa honum. Fótbolti 18.7.2006 14:29 « ‹ 187 188 189 190 191 192 193 194 195 … 198 ›
Genginn í raðir Atalanta Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar. Fótbolti 29.8.2006 21:10
Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Fótbolti 25.8.2006 20:40
AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins. Fótbolti 25.8.2006 14:43
FIFA hótar að vísa Ítölum úr undankeppni EM Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hótað að vísa ítalska landsliðinu út úr undankeppni EM 2008 ef forráðamenn Juventus láti ekki af endalausum áfrýjunum sínum á dómnum í knattspyrnuhneykslinu á Ítalíu. Forráðamenn Juventus eru enn að mótmæla því að liðið skuli hafa verið fellt niður um deild og nú er FIFA nóg boðið. Fótbolti 23.8.2006 15:33
Ronaldo á leið til AC Milan? Forráðamenn spænska félagsins Real Madrid munu í dag hitta kollega sína hjá AC Milan þar sem rætt verður um hugsanleg kaup ítalska félagsins á brasilíska framherjanum Ronaldo. AC Milan tryggði sér í gærkvöld sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar og eru forráðamenn félagsins nú að leitast við að styrkja leikmannahóp sinn. Fótbolti 23.8.2006 12:37
Boumsong til Juventus Franski landsliðsmaðurinn Jean Alain Boumsong hefur gengið frá samningi við ítalska liðið Juventus. Newcastle er talið hafa fengið um 3,3 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla miðvörð, sem aldrei náði sér á strik í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 22.8.2006 17:24
Forráðamenn Juventus gefast ekki upp Forráðamenn ítalska félagsins Juventus hafa ekki gefist upp í viðleitni sinni til að vinna liðinu sæti í A-deildini á ný, en í dag áfrýjuðu þeir niðurstöðu knattspyrnusambandsins um að fella liðið í B-deild til amennra dómstóla eftir að áfrýjun þeirra var vísað frá í gerðadómi hjá Ólympíusambandinu á Ítalíu. Fótbolti 21.8.2006 16:47
Segist vera á leið til Newcastle Framherjinn Obafemi Martins hjá Inter Milan á Ítalíu segir að samningaviðræður sínar við Newcastle séu að mestu í höfn og á von á að ganga til liðs við enska félagið á næstu dögum. Martins er ósáttur í herbúðum ítalska liðisins síðan það keypti til sín tvo sterka framherja á dögunum og vill ólmur komast til Englands. Fótbolti 21.8.2006 15:09
Beiðni Juventus vísað frá Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafði ekki erindi sem erfiði í dag þegar forráðamenn þess áttu lokafund með ítalska knattspyrnusambandinu þar sem þeir reyndu að fá dóm félagsins mildaðan. Juventus þarf því að hefja leik í B-deildinni þar í landi með 17 sig í mínus eins og staðfest var fyrir dómi á dögunum. Fótbolti 18.8.2006 16:37
Valdi Juventus fram yfir AC Milan Gianluigi Buffon, landsliðsmarkvörður heimsmeistara Ítala, hefur ákveðið vera um kyrrt hjá Juventus sem fyrr í sumar var dæmt niður í Seríu B vegna hneykslismálsins þar. Eins og svo margir aðrir leikmenn liðsins var búist við því að hann færi frá félaginu. Fótbolti 15.8.2006 22:03
Ítalir reiðir út í Shevchenko Ítalskir stuðningsmenn AC Milan eru mjög reiðir eftir að hann virtist kyssa treyju Chelsea þegar hann fagnaði marki sínu gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina. Stendur deilan einnig um hvort hann hafi kysst treyju liðsins eða merki þess. Fótbolti 15.8.2006 22:03
Vieira kominn til Inter á 6,5 milljónir punda Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal hefur gengið til liðs við Inter Milan frá Juventus á Ítalíu fyrir 6,5 milljónir punda og þar með bundið enda á vonir Manchester United um að fá leikmanninn. Fótbolti 2.8.2006 15:42
Seljum ekki fleiri leikmenn Didier Deschamps, nýráðinn þjálfari Juventus á Ítalíu, segir að ekki komi til greina að selja fleiri leikmenn frá félaginu þó það leiki í B-deildinni á næstu leiktíð. Félagið hefur þegar selt fjóra mjög sterka leikmenn og er markvörðurinn Gianluigi Buffon sá sem líklegastur þykir til að yfirgefa félagið af þeim sem eftir eru. Fótbolti 27.7.2006 14:05
Framtíð Milan í meistaradeild ræðst fljótlega Knattspyrnusamband Evrópu mun taka ákvörðun um framtíð AC Milan í meistaradeildinni þann 2. ágúst nk, en þá verður gefið endanlegt svar um það hvort liðið fær að taka þátt í keppninni. Þangaði til annað kemur í ljós verða það því Milan, Inter, Chievo og Roma sem verða fulltrúar Ítala í keppninni. Fótbolti 27.7.2006 14:00
Inter er meistari 2006 Inter Milan hefur verið sæmt ítalska meistaratitlinum árið 2006 vegna þáttar AC Milan og Juventus í spillingarmálinu fræga. Juventust, Lazio og Fiorentina ætla öll að áfrýja nýjasta úrskurði dómstóla og una ekki niðurstöðunni þó hún hafi verið milduð umtalsvert frá því sem upphaflega stóð til. Fótbolti 26.7.2006 18:43
Lazio og Fiorentina áfram í A-deild - AC Milan í meistaradeild Lazio og Fiorentina halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, en Juventus verður áfram í B-deildinni. Þetta var úrskurður áfrýjunardómstóls á Ítalíu sem tilkynnti þessa niðurstöðu í kvöld. Juventus fær þó örlítið mildari refsingu en á dögunum, því dregin verða 17 stig af liðinu í upphafi leiktíðar í stað 30. Stig verða einnig dregin af Lazio og Fiorentina í A-deildinni. Fótbolti 25.7.2006 19:09
Niðurstöðu að vænta í kvöld Síðar í kvöld er að vænta niðurstöðu áfrýjunar liðanna fjögurra sem fengu refsingu í knattspyrnuskandalnum á Ítalíu á dögunum, en Reuters-fréttastofan telur sig hafa heimildir fyrir því að refsingar liðanna verði mildaðar umtalsvert. Ekki er búist við að niðurstaðan í kvöld verði fyllilega rökstudd fyrr en síðar, en ljóst er að vænta má áhugaverðra tíðinda í kvöld. Nánar verður greint frá niðurstöðum hér á Vísi um leið og fréttir berast. Fótbolti 25.7.2006 15:31
Casiraghi og Zola ráðnir þjálfarar Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið gömlu kempurnar Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola til starfa sem þjálfara U21 árs landsliðsins. Casiraghi lék síðast með liði Chelsea, en þurfti að hætta vegna meiðsla. Zola lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæsilegan feril þar sem hann lék einnig lengi með Chelsea. Fótbolti 24.7.2006 16:19
Vieira á leið til Inter Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira er sagður vera nálægt því að ganga í raðir Inter Milan fyrir um 9 milljónir punda. Roberto Mancini, þjálfari Inter, er mjög hrifinn af hinum þrítuga Vieira, en segir liðið væntanlega breyta nokkuð um stíl á næstu leiktíð ef af kaupum þessum verður. "Við missum væntanlega einhverja tækni og útsjónasemi þegar Veron fer, en í stað þess fáum við kraft og styrk í formi Vieira," sagði Mancini. Fótbolti 24.7.2006 15:46
Vieira er velkominn hingað Serbneski varnarmaðurinn Sinisa Mihajlovic hjá Inter Milan á Ítalíu, segist muni bjóða Patrick Vieira velkominn ef hann kjósi að ganga í raðir Inter eins og orðrómur hefur verið á kreiki um að undanförnu. Mihajlovic var dæmdur í sex leikja bann árið 2000 fyrir að ausa Vieira kynþáttaníð í leik í meistaradeildinni. Fótbolti 23.7.2006 15:16
Lögmaður Juventus biðst vægðar Cesare Zaccone, lögmaður ítalska stórliðsins Juventus, baðst vægðar fyrir hönd félagsins þegar réttarhöldin héldu áfram í dag. Zaccone segir að refsingin sem Juventus var fengin sé allt of þung og eigi eftir að hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir félagið. Fótbolti 23.7.2006 14:37
Zambrotta og Thuram til Barcelona Evrópumeistarar Barcelona hafa gefið það út að félagið sé búið að ná samningi við þá Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram frá ítalska liðinu Juventus. Zambrotta er 29 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning og Thuram, sem er 34 ára, hefur skrifað undir tveggja ára samning. Samanlagt kaupverð þeirra er sagt vera um 19 milljónir evra. Fótbolti 21.7.2006 14:36
Refsing Materazzi setur slæmt fordæmi Giacinto Faccetti, forseti Inter Milan, telur að leikbannið og sektin sem Marco Materazzi leikmaður liðsins fékk fyrir að storka Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM, geti átt eftir að setja slæmt fordæmi í knattspyrnunni í nánustu framtíð og gæti orðið til þess að hleypa af stað aragrúa erfiðra klögunarmála. Fótbolti 21.7.2006 13:44
Del Piero og Nedved áfram hjá Juve? Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro del Piero hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að yfirgefa herbúðir Juventus þrátt fyrir að liðið hafi á dögunum verið fellt í B-deildina með 30 stig í mínus. Hann segir að tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved ætli að gera slíkt hið sama, en Nedved hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham á liðnum dögum. Fótbolti 20.7.2006 16:19
Vonast til að landa Zambrotta og Thuram Evrópumeistarar Barcelona halda því fram í dag að samningaviðræður gangi vel við forráðamenn Juventus um að kaupa varnarmennina Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. Því er haldið fram að kaupin gætu farið fram í upphafi næstu viku og að Zambrotta muni kosta 13,5 milljónir punda og Thuram 3,5 milljónir punda. Fótbolti 20.7.2006 15:16
Real Madrid kaupir Cannavaro og Emerson Spænska stórliðið Real Madrid festi í kvöld kaup á þeim Fabio Cannavaro og Emerson frá ítalska liðinu Juventus. Spænskir fjölmiðlar halda því fram að kaupverðið sé tæpar 14 milljónir punda og munu leikmennirnir báðir skrifa undir tveggja ára samninga með möguleika á þriðja árinu. Hjá Real hitta þeir fyrir fyrrum stjóra sinn hjá Juventus, Fabio Capello. Fótbolti 19.7.2006 21:11
Áfrýjun hefst 22. júlí Juventus, Lazio, Fiorentina og AC Milan munu hefja áfrýjunarmál sitt fyrir dómstóli frá og með laugardeginum 22. júlí að sögn breska sjónvarpsins. Milan mun áfrýja ákvörðun dóms um stigafrádrátt sinn í A-deild á næsta ári, en hin liðin þrjú áfrýja stigafrádrætti og því að vera felld niður um deild. Ólíklegt er talið að Milan hafi nægan tíma til að áfrýja banninu á þáttöku í meistaradeildinni og verði því að sætta sig við að taka ekki þátt á næstu leiktíð. Fótbolti 18.7.2006 17:06
Engin útsala fyrirhuguð Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó. Fótbolti 18.7.2006 16:57
Við höfum ekki efni á leikmönnum Juventus Arsene Wenger gefur lítið út á þann orðróm að Arsenal sé á höttunum eftir einhverjum af stórstjörnum Juventus sem væntanlega munu yfirgefa ítalska félagið á næstu mánuðum, því hann segir að Arsenal hafi einfaldlega ekki efni á að borga þeim laun. Fótbolti 18.7.2006 14:58
AC Milan þykir líklegast til að hreppa Zambrotta Eins og búast mátti við í kjölfar ófara Juventus á síðustu dögum, hafa stórlið Evrópu nú rennt hýru auga til bestu leikmanna félagsins. Hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta er þar engin undantekning, en Sky-sjónvarpsstöðin heldur því fram að AC Milan sé líklegasta félagið til að landa honum. Fótbolti 18.7.2006 14:29