
Ítalski boltinn

Hákon Arnar tekinn af velli í hálfleik en Albert ekki í hóp
Hákon Arnar Haraldsson var tekinn af velli í hálfleik hjá Lille í dag þegar liðið beið lægri hlut gegn meisturum PSG í kvöld.

Osimhen í frystiklefanum hjá Conte og Lukaku kominn með númerið hans
Nígeríski framherjinn Victor Osimhen er kominn út í kuldann hjá Napoli á Ítalíu. Hann er búinn að missa númerið sitt hjá félaginu og er ekki í plönum knattspyrnustjórans Antonio Conte.

Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Napoli sigur
Napoli vann magnaðan endurkomusigur á Parma þegar liðin mættust í Serie A á Ítalíu í kvöld. Þá gerðu Lazio og AC Milan jafntefli í Rómarborg.

Cecilía Rán hélt hreinu í stórsigri Inter
Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt markinu hreinu í stórsigri Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad unnu góðan sigur í Noregi eftir tvo tapleiki í röð.

Ten Hag um söluna á McTominay: „Uppaldir leikmenn eru verðmætari“
Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, er ekki sáttur með að félagið hafi selt Scott McTominay til Napoli á Ítalíu en því miður hafi félagið þurft þess þar sem „uppaldir“ leikmenn eru hreinlega verðmætari.

Inter pakkaði Evrópudeildarmeisturum Atalanta saman
Inter vann 4-0 sigur á Atalanta í síðari leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Sævar Atli kom inn af bekknum í fyrsta sigri Lyngby
Lyngby er komið á blað í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir sigur á Vejle í kvöld. Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum í fyrri hálfleik. Þá voru Íslendingar í eldlínunni á Ítalíu sem og Þýskalandi.

Lukaku mættur aftur til Ítalíu
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur gengið frá varanlegum vistaskiptum til Napoli á Ítalíu.

Pirlo orðinn atvinnulaus
Ítalska fótboltagoðsögnin Andrea Pirlo er atvinnulaus eftir brottrekstur frá B-deildarfélaginu Sampdoria.

Lukaku samþykkir að spila undir stjórn Conte
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur samþykkt að ganga í raðir Napoli á Ítalíu.

Óvænt hættur í fótbolta: „Hjartað er ekki lengur þar“
Pólski landsliðsmarkvörðurinn Wojciech Szczesny hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna, 34 ára gamall, eftir farsælan feril þar sem hann lék lengst af með stórliðum Arsenal og Juventus.

Juventus vann aftur öruggan sigur
Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0.

Hjörtur færir sig um set á Ítalíu
Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur skipt um lið á Ítalíu. Hann hefur samið við Carrarese sem spilar í B-deildinni þar á landi.

Bjarki Steinn ekki með landsliðinu
Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia á Ítalíu, verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Bjarki er á leið í aðgerð vegna kviðslita.

Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu
Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United.

Inter vann öruggan sigur gegn Íslendingaliði Lecce
Ítalíumeistarar Inter Milan vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Íslendingaliði Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Styttist í endurfundi hjá Lukaku og Conte
Napoli færist nær því að kaupa belgíska framherjann Romelu Lukaku frá Chelsea.

Þórir að fara frá Lecce og líklega á leið til Danmerkur
Danska úrvalsdeildarfélagið Viborg hefur lagt fram kauptilboð í Þóri Jóhann Helgason, leikmann Lecce á Ítalíu.

Dybala sagði nei takk við ellefu milljarða tilboði
Argentínski framherjinn Paulo Dybala lætur peningana frá Sádi-Arabíu ekki freista sín og hann ætlar frekar að spila áfram með ítalska félaginu Roma.

Albert segir ummæli gamla yfirmannsins áfall
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var kynntur til leiks sem leikmaður Fiorentina á blaðamannafundi í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í nauðgunarmálið sem vofir yfir honum, og orð framkvæmdastjóra Genoa sem sagði Albert hafa suðað um að losna frá félaginu.

Juventus og Atalanta byrja á stórsigrum
Atalanta og Juventus hefja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á öruggum sigrum. Á Spáni gerðu Atlético Madríd og Villareal 2-2 jafntefli.

Conte baðst afsökunar: „Bráðnuðum eins og snjór í sól“
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Napoli, bað stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir tapið fyrir Verona, 3-0, í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Mikael Egill lagði upp gegn Lazio
Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia í dag í fyrstu umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta, þegar liðið mætti Lazio.

Ótrúleg endurkoma Milan
AC Milan kom til baka og bjargaði stigi í fyrstu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Allir fjórir leikir tímabilsins þessa hafa endað með jafntefli.

Messías bjargaði stigi fyrir Genoa
Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa.

Albert kynntur til leiks í Flórens
Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu.

Íslenska fánanum flaggað í Flórens til að fagna komu Alberts
Albert Guðmundsson er mættur til Fiorentina til að ganga frá skiptum frá Genoa.

Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa.

„Það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri“
Atvinnumannaferillinn utan landsteina Íslands hefði varla getað byrjað betur hjá Adam Ægi Pálssyni, sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið Perugia. Hann segir spennandi tíma framundan og hlutverk sitt vera það sama og alltaf, skora og leggja upp.

Drake bjargaði Íslendingafélaginu frá gjaldþroti
Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er óvænt hetja hjá stuðningsmönnum ítalska fótboltafélagsins Venezia.