Fjármál heimilisins Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. Viðskipti innlent 22.3.2023 08:31 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. Innlent 21.3.2023 18:49 Um 132 milljörðum af séreignarsparnaði verið ráðstafað í húsnæði Um 81 þúsund manns hafa frá 2014 notað einhvern hluta séreignarsparnaðar síns til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Samtals hafa 132 milljarðar af séreignarsparnaði verið nýttir til að greiða inn á lán eða vegna kaupa á fyrsta húsnæði. Innlent 17.3.2023 06:24 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólga lækki hægt næstu mánuði. Viðskipti innlent 16.3.2023 12:39 Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. Viðskipti innlent 16.3.2023 11:04 Bein útsending: Kynna yfirlýsingu nefndarinnar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 15.3.2023 09:01 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerfi standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. Viðskipti innlent 15.3.2023 08:43 Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð? Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Skoðun 14.3.2023 11:00 Najkorzystniejsze opcje oszczędzania? Bez wątpienia wszyscy zgodzimy się, że oszczędzanie jest korzystne, ale czy jedna forma oszczędzania jest korzystniejsza od innej? Snædís Ögn Flosadóttir, dyrektor operacyjny Lífeyrisauka, przybliża i tłumaczy opcje dodatkowych oszczędności emerytalnych, które są rodzajem prywatnych oszczędności. Samstarf 11.3.2023 10:40 Hagstæðasti sparnaðurinn? Við getum eflaust öll verið sammála um að hagkvæmt sé að leggja fyrir en er eitt sparnaðarform hagstæðara en annað? Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fræddi okkur um viðbótarlífeyrissparnað sem er ein tegund séreignarsparnaðar. Samstarf 11.3.2023 09:51 Heildin hafi það býsna gott Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Viðskipti innlent 9.3.2023 11:42 Viðskiptavinir Sjóvár fengu óvænta reikninga vegna tjóna frá 2020 Um fimmtíu viðskiptavinir tryggingafélagsins Sjóvár hafa á síðustu dögum fengið óvænta reikninga vegna innheimtu á eigin áhættu vegna tjóna frá árinu 2020. Talsmaður tryggingafélagsins segir að um viss mistök hafi verið að ræða – seinagang við innheimtu – og að kröfurnar verði ýmist felldar niður, endurgreiddar eða málin leyst á annan hátt. Neytendur 9.3.2023 11:35 Ekki skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið Lögmaður með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar segir það ekki vera skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið. Lagaumhverfið á sviðinu vefjist jafnvel fyrir færustu lögmönnum. Hún segir mikilvægt að fólk fari vel yfir framtalið og fer yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar það er gert. Viðskipti innlent 8.3.2023 15:07 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. Innlent 7.3.2023 12:25 Segja bleyjulaust uppeldi raunhæft strax frá fæðingu Svokallað bleyjulaust uppeldi nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en þá er ungabörnum boðið að nota kopp í stað bleyju - í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Mæður segja ótal kosti fólgna í aðferðafræðinni Innlent 6.3.2023 09:01 „Það er allt á uppleið, það er bara þannig“ Pasta, díselolía og kál eru á meðal þess sem hækkað hefur hvað mest í verði síðastliðið ár. Sjónvörp og leikjatölvur hafa hins vegar lækkað lítillega, nú þegar verðbólga er komin yfir tíu prósent. Almenningur finnur fyrir hækkunum á mörgum vígstöðvum. Innlent 5.3.2023 19:01 Ekki auðveld ákvörðun framundan hjá fjölmörgum Deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka segir það mikilvægt að fólk fresti ekki vanda sínum þegar kemur að hærri greiðslubyrði á lánum. Fastir vextir á fjölmörgum lánum munu losna á næstu mánuðum og margir gætu lent í ansi miklum vandræðum fari stýrivöxtum og verðbólgu ekki lækkandi. Neytendur 4.3.2023 09:42 Keypti kvöldmat fyrir heila viku á rúmar sex þúsund krónur Katrín Björk Birgisdóttir keypti á dögunum hráefni í kvöldmat fyrir fjögurra manna fjölskyldu í heila viku fyrir litlar 6.500 krónur. Hún segir heilan kjúkling vera góð kaup og að mikilvægt sé að hafa í huga að ekki þarf að hafa heitan mat á hverju einasta kvöldi. Neytendur 3.3.2023 19:57 „Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. Innlent 2.3.2023 21:54 Loforð stjórnvalda og atvinnulífsins hafi verið svikin Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu. Innlent 28.2.2023 19:52 Hárið hans Halldórs og skapið hennar Sólveigar Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Skoðun 28.2.2023 08:31 Fólk geti grætt umtalsvert með einu símtali til bankans Verðbólga er komin yfir tíu prósent í fyrsta sinn í fjórtán ár. Markaðsaðilar spá enn einni stýrivaxtahækkuninni í næsta mánuði og útlit er fyrir að verðbólgan verði þrálát. Dósent í fjármálum segir mikilvægt að fólk sem á pening á bankareikningum kanni hvort vextir á þeirra reikningum séu þeir bestu. Einstaklingur með tíu milljónir króna á almennum veltureikningi gæti grætt hálfa milljón á ári við það eitt að færa peninginn yfir á hagstæðari bankareikning. Viðskipti innlent 27.2.2023 20:00 Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. Viðskipti innlent 27.2.2023 09:17 Landsbankinn rukkaði einstæða móður um fyrnda milljóna króna skuld Innheimtufyrirtæki hélt áfram að reyna að rukka einstæða fjögurra barna móður um milljóna króna kröfur fyrir hönd Landsbankans eftir að þær voru fyrndar. Bankinn segir mistök hafa átt sér stað en lögmaður konunnar segir hana skoða réttarstöðu sína. Viðskipti innlent 25.2.2023 07:00 Samkeppnishæft Ísland – Hvernig búum við þeim tekjulágu gott líf til framtíðar? Það gengur illa fyrir þau lægst launuðu að semja um „laun sem hægt er að lifa af“. Vandinn er sá að ef lægstu launin hækka nægjanlega, myndu öll laun í landinu óhjákvæmilega hækka meira en orðið er og afleiðingin yrði óðaverðbólga en ekki kaupmáttaraukning. Skoðun 23.2.2023 13:00 Þingmaður kallar Ásgeir Jónsson ofsatrúar- og hryðjuverkabankastjóra Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins hélt sannkallaða eldræðu á þinginu nú síðdegis og sparaði ekki stóru orðin. Reyndar þurfti Birgir Ármannsson forseti þingsins að gera athugasemdir við orðfærið og taldi þingmanninn helst til gífuryrtan. Innlent 21.2.2023 14:24 Í varnarham á opnum fundi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. Viðskipti innlent 21.2.2023 11:39 Bein útsending: Áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin rædd í þingnefnd Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu mæta á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag til að ræða áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin í landinu. Innlent 21.2.2023 08:41 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. Áskorun 19.2.2023 09:03 Allt að 366 prósenta munur í verðkönnun ASÍ Meiri munur var á verði milli matvöruverslana en áður í verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem framkvæmd var í febrúar. Meðalverð var hæst í Iceland, að meðaltali 54% frá lægsta verði. Neytendur 17.2.2023 14:30 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 21 ›
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. Viðskipti innlent 22.3.2023 08:31
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. Innlent 21.3.2023 18:49
Um 132 milljörðum af séreignarsparnaði verið ráðstafað í húsnæði Um 81 þúsund manns hafa frá 2014 notað einhvern hluta séreignarsparnaðar síns til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Samtals hafa 132 milljarðar af séreignarsparnaði verið nýttir til að greiða inn á lán eða vegna kaupa á fyrsta húsnæði. Innlent 17.3.2023 06:24
Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólga lækki hægt næstu mánuði. Viðskipti innlent 16.3.2023 12:39
Kaupmáttur rýrnaði um 1,7 prósent í fyrra Hagstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi dregist saman um 1,7 prósent í fyrra borið saman við árið áður. Kaupmáttarrýrnunin var enn meiri á síðasta fjórðungi ársins. Viðskipti innlent 16.3.2023 11:04
Bein útsending: Kynna yfirlýsingu nefndarinnar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 15.3.2023 09:01
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerfi standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. Viðskipti innlent 15.3.2023 08:43
Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð? Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Skoðun 14.3.2023 11:00
Najkorzystniejsze opcje oszczędzania? Bez wątpienia wszyscy zgodzimy się, że oszczędzanie jest korzystne, ale czy jedna forma oszczędzania jest korzystniejsza od innej? Snædís Ögn Flosadóttir, dyrektor operacyjny Lífeyrisauka, przybliża i tłumaczy opcje dodatkowych oszczędności emerytalnych, które są rodzajem prywatnych oszczędności. Samstarf 11.3.2023 10:40
Hagstæðasti sparnaðurinn? Við getum eflaust öll verið sammála um að hagkvæmt sé að leggja fyrir en er eitt sparnaðarform hagstæðara en annað? Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fræddi okkur um viðbótarlífeyrissparnað sem er ein tegund séreignarsparnaðar. Samstarf 11.3.2023 09:51
Heildin hafi það býsna gott Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Viðskipti innlent 9.3.2023 11:42
Viðskiptavinir Sjóvár fengu óvænta reikninga vegna tjóna frá 2020 Um fimmtíu viðskiptavinir tryggingafélagsins Sjóvár hafa á síðustu dögum fengið óvænta reikninga vegna innheimtu á eigin áhættu vegna tjóna frá árinu 2020. Talsmaður tryggingafélagsins segir að um viss mistök hafi verið að ræða – seinagang við innheimtu – og að kröfurnar verði ýmist felldar niður, endurgreiddar eða málin leyst á annan hátt. Neytendur 9.3.2023 11:35
Ekki skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið Lögmaður með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar segir það ekki vera skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið. Lagaumhverfið á sviðinu vefjist jafnvel fyrir færustu lögmönnum. Hún segir mikilvægt að fólk fari vel yfir framtalið og fer yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar það er gert. Viðskipti innlent 8.3.2023 15:07
Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. Innlent 7.3.2023 12:25
Segja bleyjulaust uppeldi raunhæft strax frá fæðingu Svokallað bleyjulaust uppeldi nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en þá er ungabörnum boðið að nota kopp í stað bleyju - í sumum tilfellum strax frá fæðingu. Mæður segja ótal kosti fólgna í aðferðafræðinni Innlent 6.3.2023 09:01
„Það er allt á uppleið, það er bara þannig“ Pasta, díselolía og kál eru á meðal þess sem hækkað hefur hvað mest í verði síðastliðið ár. Sjónvörp og leikjatölvur hafa hins vegar lækkað lítillega, nú þegar verðbólga er komin yfir tíu prósent. Almenningur finnur fyrir hækkunum á mörgum vígstöðvum. Innlent 5.3.2023 19:01
Ekki auðveld ákvörðun framundan hjá fjölmörgum Deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka segir það mikilvægt að fólk fresti ekki vanda sínum þegar kemur að hærri greiðslubyrði á lánum. Fastir vextir á fjölmörgum lánum munu losna á næstu mánuðum og margir gætu lent í ansi miklum vandræðum fari stýrivöxtum og verðbólgu ekki lækkandi. Neytendur 4.3.2023 09:42
Keypti kvöldmat fyrir heila viku á rúmar sex þúsund krónur Katrín Björk Birgisdóttir keypti á dögunum hráefni í kvöldmat fyrir fjögurra manna fjölskyldu í heila viku fyrir litlar 6.500 krónur. Hún segir heilan kjúkling vera góð kaup og að mikilvægt sé að hafa í huga að ekki þarf að hafa heitan mat á hverju einasta kvöldi. Neytendur 3.3.2023 19:57
„Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. Innlent 2.3.2023 21:54
Loforð stjórnvalda og atvinnulífsins hafi verið svikin Hagsmunasamtök heimilanna blása til fundar í Iðnó í kvöld. Formaður samtakanna segir heimilin þurfa að sýna að þau ætli ekki að fóðra bankana. Formaður VR verður á fundinum en hann segir stjórnvöld og atvinnulífið hafa svikið loforð um að standa með fólkinu í landinu. Innlent 28.2.2023 19:52
Hárið hans Halldórs og skapið hennar Sólveigar Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Skoðun 28.2.2023 08:31
Fólk geti grætt umtalsvert með einu símtali til bankans Verðbólga er komin yfir tíu prósent í fyrsta sinn í fjórtán ár. Markaðsaðilar spá enn einni stýrivaxtahækkuninni í næsta mánuði og útlit er fyrir að verðbólgan verði þrálát. Dósent í fjármálum segir mikilvægt að fólk sem á pening á bankareikningum kanni hvort vextir á þeirra reikningum séu þeir bestu. Einstaklingur með tíu milljónir króna á almennum veltureikningi gæti grætt hálfa milljón á ári við það eitt að færa peninginn yfir á hagstæðari bankareikning. Viðskipti innlent 27.2.2023 20:00
Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. Viðskipti innlent 27.2.2023 09:17
Landsbankinn rukkaði einstæða móður um fyrnda milljóna króna skuld Innheimtufyrirtæki hélt áfram að reyna að rukka einstæða fjögurra barna móður um milljóna króna kröfur fyrir hönd Landsbankans eftir að þær voru fyrndar. Bankinn segir mistök hafa átt sér stað en lögmaður konunnar segir hana skoða réttarstöðu sína. Viðskipti innlent 25.2.2023 07:00
Samkeppnishæft Ísland – Hvernig búum við þeim tekjulágu gott líf til framtíðar? Það gengur illa fyrir þau lægst launuðu að semja um „laun sem hægt er að lifa af“. Vandinn er sá að ef lægstu launin hækka nægjanlega, myndu öll laun í landinu óhjákvæmilega hækka meira en orðið er og afleiðingin yrði óðaverðbólga en ekki kaupmáttaraukning. Skoðun 23.2.2023 13:00
Þingmaður kallar Ásgeir Jónsson ofsatrúar- og hryðjuverkabankastjóra Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins hélt sannkallaða eldræðu á þinginu nú síðdegis og sparaði ekki stóru orðin. Reyndar þurfti Birgir Ármannsson forseti þingsins að gera athugasemdir við orðfærið og taldi þingmanninn helst til gífuryrtan. Innlent 21.2.2023 14:24
Í varnarham á opnum fundi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. Viðskipti innlent 21.2.2023 11:39
Bein útsending: Áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin rædd í þingnefnd Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu mæta á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag til að ræða áhrif verðbólgu á hagkerfið og heimilin í landinu. Innlent 21.2.2023 08:41
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. Áskorun 19.2.2023 09:03
Allt að 366 prósenta munur í verðkönnun ASÍ Meiri munur var á verði milli matvöruverslana en áður í verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem framkvæmd var í febrúar. Meðalverð var hæst í Iceland, að meðaltali 54% frá lægsta verði. Neytendur 17.2.2023 14:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent