Háskólar

Fréttamynd

Vökuliðar telja fram­boðs­lista Röskvu ókjörgengan

Kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands fara fram þessa stundina. Meðlimir Vöku hafa sent erindi til kjörstjórnar kosninganna vegna framboðs Röskvu til stúdentaráðs, sem þeir telja ólöglegt vegna frambjóðanda sem þeir vilja meina að sé ókjörgengur.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk ung­menni ó­hamingju­samari en eldri kyn­slóðir

Ísland vermir þriðja sætið á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þetta sýnir ný alþjóðleg hamingjuskýrsla. Talsverður munur er á hamingju ungmenna og þeirra sem eldri eru en íslensku ungmennin eru þó hamingjusamari en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum sem jafnan eru þau lönd sem Íslendingar bera sig saman við.

Innlent
Fréttamynd

Baldur býður sig fram

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði sam­nemanda líf­láti

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það.

Innlent
Fréttamynd

Van­nýtt tæki­færi

Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm­tíu milljónir ár­lega í rekstur bílastæða við HÍ

Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­taka hefst á bíla­stæðum HÍ í haust

Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­festum í öflugum rann­sóknarinn­viðum

Mikilvægi vísindastarfs hefur orðið ljóst í áskorunum síðustu ára, þar sem helst má nefna eldsumbrot á Reykjanesskaga og veirufaraldur. Við höfum orðið vitni að viðbrögðum sem hafa skipt sköpum og byggja á vísindalegri nálgun.

Skoðun
Fréttamynd

Hálft prósent stór­verk­efna standast á­ætlun

Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­lit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið

Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var.

Innlent
Fréttamynd

Vaka kynnir fram­boðs­listann

Framboðslistar Vöku hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs voru kynntir í kvöld á kosningamiðstöð Vöku að Hverfisgötu 94. Kosningarnar fara fram 20.- 21. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hróp og köll gerð að Bjarna

Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. 

Innlent
Fréttamynd

Röskva kynnir framboðslistana

Röskva - samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti framboðslista sína vegna kosninga til Stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands í kvöld. Kosningar fara fram síðar í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Háskóladagurinn í dag

Háskóladagurinn er í dag. Þá munu allir háskólar landsins kynna nám sitt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 400 námsleiðir verða kynntar á þessum degi milli klukkan 12 og 15.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að heiðri Há­skólans á Akur­eyri

Ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir Háskólanum á Akureyri sem framúrskarandi menntastofnun jafnvel á heimsmælikvarða. Það kom mér því verulega á óvart að verða fyrir aðkasti frá tveimur starfsmönnum skólans við heimsókn til Akureyrar s.l. fimmtudag.

Skoðun
Fréttamynd

Komdu í þjóð­fræði

Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka.

Skoðun
Fréttamynd

Hróp­legt ó­rétt­læti

Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi.

Skoðun
Fréttamynd

Styttingin hafi haft verri á­hrif á drengi en stúlkur

Samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefur stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Líklegra er að breytingin hafi haft slæm áhrif á drengi en stúlkur. 

Innlent