Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 13:11 Þórdís Dröfn Andrésdóttir er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. aðsend mynd Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur fyrirskipað öllum sendirráðum landsins að hætta tímabundið að taka við umsóknum námsmanna um vegabréfsáritanir. Forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggjur af stöðunni og segir alvarlegt að vegið sé að tjáningarfrelsi þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og hvetur námsmenn sem fundið hafa fyrir áhrifum þessa til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni. Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja. Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja.
Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira