Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Segja um­brotum við Grinda­vík geta lokið innan eins til tveggja mánaða

Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Stærðarinnar vín­kjallari undir enn stærra húsi

Á fasteignavefjum landsins kennir ýmissa grasa og oft má rekast á áhugaverðar eignir þar. Eina slíka er að finna í Kópavogi. Um er að ræða einbýlishús með 65 fermetra vínkjallara. Eignin hefur verið seld með fyrirvara. 

Lífið
Fréttamynd

Listamannaíbúð til sölu í Hafnar­firði

Reinar Ágúst Foreman myndlistamaður og eiginkona hans, Jenný Lárentínusardóttir, hafa sett ævintýralega íbúð við Nönnustíg 8 í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Opnað á sölu húsa í Grinda­vík

Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu.

Innlent
Fréttamynd

Dökk ský á leigumarkaði

Þegar talað er um húsnæðismál á opinberum vettvangi hafa leigjendur oft þurft að mæta afgangi. Að vissu leyti er það skiljanlegt, þar sem meirihluti landsmanna er utan leigumarkaðar og erfiðara hefur verið að safna gögnum um þann markað með jafn ítarlegum hætti og gert hefur verið fyrir fasteignamarkaðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Glæsivilla Ingu Lindar keypt inn í Atlanta veldið

Eitt glæsilegasta einbýlishús landsins að Mávanes 17 í Garðabæ hefur verið selt Hannesi Hilmarssyni, einum eiganda flugfélagsins Atlanta og eiginkonu hans Guðrúnu Þráinsdóttur. Húsið var í eigu Ingu Lindar Karlsdóttur sjónvarpskonu og eiganda Skot Productions.

Lífið
Fréttamynd

Sjarmerandi eign í gamla Vestur­bænum

Við Ægisgötu í Vesturbæ Reykjavíkur má finna fallega og mikið endurnýjaða 94 fermetra íbúð á annarri hæð í steinsteyptu húsi frá árinu 1954. Ásett verð er 82,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Er eldra fólk auð­lind peninga­aflanna?

Málaflokkur öldrunarmála og öll sú margvíslega þjónusta sem veitt er af fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum hefur vafalaust alla burði til þess að vera gróðavænlegur bransi þar sem hægt væri að græða á tá og fingri.

Skoðun
Fréttamynd

Fast­eigna­fé­lag Festar fær nýtt nafn

Festi hefur breytt nafninu á Festi fasteignum, einu ekstrarfélaga sinna sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til félaga innan samstæðunnar, það er N1, Krónunnar, Elko og Bakkans. Félagið hefur fengið nafnið Yrki eignir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

35 fer­metrar á 220 þúsund krónur

Dæmi eru um það að leiguverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé komið yfir sex þúsund krónur á fermetrann. Leiguverðið er langt yfir meðalfermetraverði á höfuðborgarsvæðinu. 

Neytendur
Fréttamynd

Breyttu hlöðu í íbúð: „Þú sleppir ekki góðu brasi“

Bryndís Óskarsdóttir og maðurinn hennar, Ólafur Aðalgeirsson, eða Dísa og Óli eins og þau eru alltaf kölluð, hafa síðustu ár unnið að því að breyta hlöðu í Glæsibæ í Hörgársveit í einbýlishús. Hlaðan er í um tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Ungir fast­eigna­eig­endur tapi öllu við uppkaup ríkisins

Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. 

Innlent
Fréttamynd

Hafn­firsku athafnahjónin selja slotið

Hjónin á bakvið hönnunarverslunina Systur og makar, Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson, hafa sett sjarmerandi heimili sitt við Mjósund í Hafnarfirði á sölu. 

Lífið
Fréttamynd

Kannast ekkert við að húsið sé til sölu

Jón Ingi Há­kon­ar­son bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði kannast ekkert við að hús hans á Nönnustíg sé til sölu, þvert á það sem haldið er fram í Smartlandi Morgunblaðsins. „Lýsandi fyrir Moggann, það er hálfur sannleikurinn,“ segir Jón Ingi.

Lífið