Fíkniefnabrot Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48 Ólafur Gottskálksson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins. Innlent 17.2.2023 11:14 Fjórir í gæsluvarðhaldi grunaðir um framleiðslu og sölu amfetamíns Fjórir eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við fund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á miklu magni fíkniefna við húsleitir í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að fimm hafi verið handteknir í þessum aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi en fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Innlent 14.2.2023 13:34 Reyndi að smygla um 600 grömmum af kókaíni til landsins Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 640 grömmum af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðinn. Innlent 9.2.2023 10:52 Frestun í stóra kókaínmálinu komi illa við hálfsjötugan sakborning Framhaldi aðalmeðferðar í því sem nefnt hefur verið stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. Verjandi segir frestun koma illa við skjólstæðing á sjötugsaldri sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tæpa sjö mánuði. Innlent 8.2.2023 11:56 Flutti inn 55 eða 47 pakkningar af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í nóvember síðastliðinn. Innlent 8.2.2023 07:43 Dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á amfetamínbasa Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtuga pólska konu í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan var sakfelld fyrir að hafa í ágúst síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Framburður konunnar fyrir dómi þótti fjarstæðukenndur. Innlent 26.1.2023 16:02 Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. Innlent 26.1.2023 07:01 Erlendum burðardýrum sleppt með engan pening eða síma Dæmi er um að einstaklingum sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnainnflutning sé sleppt eftir afplánun með engan pening eða síma. Formaður félags fanga kallar eftir breytingum á kerfinu og vill að þessir einstaklingar fái að afplána dóm sinn með samfélagsþjónustu. Fangarnir séu fórnarlömb mansals en engir höfuðpaurar. Innlent 23.1.2023 11:05 Gæsluvarðhald timbursalans staðfest Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða. Innlent 20.1.2023 19:47 Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. Innlent 19.1.2023 16:38 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Innlent 19.1.2023 08:01 Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. Innlent 17.1.2023 07:32 Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Erlent 15.1.2023 12:47 Handteknir með skotvopn á hóteli Þrír menn voru handteknir á hóteli í miðborginni með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum föstudagskvöld 13. janúar. Innlent 14.1.2023 07:25 Faldi efnin í höfuðpúða, bakpoka og úlpu í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt svissneskan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa reynt að smygla tæpu 1,4 kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 13.1.2023 08:51 Reyndi að smygla kílói af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ganverskan karlmann í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmu kílói af kókaíni til landsins. Innlent 11.1.2023 12:22 Á annað kíló af kókaíni falin í höfuðpúða og úlpu Svissneskur karlmaður á miðjum þrítugsaldri sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var gripinn með á annað kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli en efnin voru falin með sérstökum hætti. Innlent 10.1.2023 16:26 Taldi sig vera að flytja peninga í töskum sem reyndust fullar af kókaíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega tveimur kílóum af kókaíni og um sjötíu grömmum af metamfetamíni í ferð sinni með Norrænu til Íslands í september síðastliðinn. Innlent 6.1.2023 17:35 Fjögur stórfelld fíkniefnabrot í nóvember 707 hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nóvember en brotum fækkaði talsvert milli mánaða. Fjögur stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í nóvember. Innlent 29.12.2022 12:49 Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. Innlent 21.12.2022 22:41 Tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt pólskan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 15.12.2022 15:10 Handtekinn vegna kannabisræktunar á Tálknafirði Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram. Einn maður var handtekinn. Innlent 8.12.2022 12:34 „Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“ Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Innlent 28.11.2022 13:33 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Innlent 28.11.2022 12:10 Fjörutíu og níu handteknir og hald lagt á 30 tonn af kókaíni Lögregluyfirvöld í fjórum Evrópuríkjum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum réðust í aðgerðir dagana 8. til 19. nóvember síðastliðinn, þar sem 49 voru handteknir í tengslum við umfangsmikinn innflutning á kókaíni til Evrópu. Erlent 28.11.2022 08:00 Flutti inn kókaín frá Mallorca í skósólum Litháenskur karlmaður hefur verið dæmdur til sjö mánaðar fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaíni. Efnin voru falin í skósólum skópars í ferðatösku, en maðurinn kom til landsins frá Mallorca á Spáni í september síðastliðnum. Innlent 24.11.2022 11:52 Níu handteknir í höfuðborginni fyrir vörslu og/eða sölu fíkniefna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók níu einstaklinga í nótt sem eru grunaðir um vörslu og/eða sölu fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af nokkrum til viðbótar þar sem lagt var hald á ætluð fíkniefni. Innlent 24.11.2022 06:20 Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. Innlent 21.11.2022 16:52 97 fíkniefnabrot í október Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í október. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2022. Innlent 21.11.2022 14:36 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 14 ›
Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48
Ólafur Gottskálksson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins. Innlent 17.2.2023 11:14
Fjórir í gæsluvarðhaldi grunaðir um framleiðslu og sölu amfetamíns Fjórir eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við fund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á miklu magni fíkniefna við húsleitir í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að fimm hafi verið handteknir í þessum aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi en fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Innlent 14.2.2023 13:34
Reyndi að smygla um 600 grömmum af kókaíni til landsins Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 640 grömmum af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðinn. Innlent 9.2.2023 10:52
Frestun í stóra kókaínmálinu komi illa við hálfsjötugan sakborning Framhaldi aðalmeðferðar í því sem nefnt hefur verið stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. Verjandi segir frestun koma illa við skjólstæðing á sjötugsaldri sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tæpa sjö mánuði. Innlent 8.2.2023 11:56
Flutti inn 55 eða 47 pakkningar af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í nóvember síðastliðinn. Innlent 8.2.2023 07:43
Dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á amfetamínbasa Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtuga pólska konu í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Konan var sakfelld fyrir að hafa í ágúst síðastliðnum staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa hingað til lands frá Varsjá í Póllandi. Framburður konunnar fyrir dómi þótti fjarstæðukenndur. Innlent 26.1.2023 16:02
Játa aðild en segja þætti sína veigalitla í stóra kókaínmálinu Tveir sakborningar í stóra kókaínmálinu játa aðkomu að málinu en segja sína þætti hafa verið veigalitla. Þeir segjast aðeins hafa haft afmörkuð hlutverk en ekki komið að skipulagningu málsins á neinn hátt. Innlent 26.1.2023 07:01
Erlendum burðardýrum sleppt með engan pening eða síma Dæmi er um að einstaklingum sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnainnflutning sé sleppt eftir afplánun með engan pening eða síma. Formaður félags fanga kallar eftir breytingum á kerfinu og vill að þessir einstaklingar fái að afplána dóm sinn með samfélagsþjónustu. Fangarnir séu fórnarlömb mansals en engir höfuðpaurar. Innlent 23.1.2023 11:05
Gæsluvarðhald timbursalans staðfest Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timburinnflytjanda á sextugsaldri, í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða. Innlent 20.1.2023 19:47
Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð. Innlent 19.1.2023 16:38
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Innlent 19.1.2023 08:01
Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innanklæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar. Innlent 17.1.2023 07:32
Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Erlent 15.1.2023 12:47
Handteknir með skotvopn á hóteli Þrír menn voru handteknir á hóteli í miðborginni með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum föstudagskvöld 13. janúar. Innlent 14.1.2023 07:25
Faldi efnin í höfuðpúða, bakpoka og úlpu í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt svissneskan karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa reynt að smygla tæpu 1,4 kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 13.1.2023 08:51
Reyndi að smygla kílói af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ganverskan karlmann í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmu kílói af kókaíni til landsins. Innlent 11.1.2023 12:22
Á annað kíló af kókaíni falin í höfuðpúða og úlpu Svissneskur karlmaður á miðjum þrítugsaldri sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var gripinn með á annað kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli en efnin voru falin með sérstökum hætti. Innlent 10.1.2023 16:26
Taldi sig vera að flytja peninga í töskum sem reyndust fullar af kókaíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega tveimur kílóum af kókaíni og um sjötíu grömmum af metamfetamíni í ferð sinni með Norrænu til Íslands í september síðastliðinn. Innlent 6.1.2023 17:35
Fjögur stórfelld fíkniefnabrot í nóvember 707 hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nóvember en brotum fækkaði talsvert milli mánaða. Fjögur stórfelld fíkniefnabrot voru skráð í nóvember. Innlent 29.12.2022 12:49
Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. Innlent 21.12.2022 22:41
Tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt pólskan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 15.12.2022 15:10
Handtekinn vegna kannabisræktunar á Tálknafirði Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram. Einn maður var handtekinn. Innlent 8.12.2022 12:34
„Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“ Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Innlent 28.11.2022 13:33
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Innlent 28.11.2022 12:10
Fjörutíu og níu handteknir og hald lagt á 30 tonn af kókaíni Lögregluyfirvöld í fjórum Evrópuríkjum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum réðust í aðgerðir dagana 8. til 19. nóvember síðastliðinn, þar sem 49 voru handteknir í tengslum við umfangsmikinn innflutning á kókaíni til Evrópu. Erlent 28.11.2022 08:00
Flutti inn kókaín frá Mallorca í skósólum Litháenskur karlmaður hefur verið dæmdur til sjö mánaðar fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaíni. Efnin voru falin í skósólum skópars í ferðatösku, en maðurinn kom til landsins frá Mallorca á Spáni í september síðastliðnum. Innlent 24.11.2022 11:52
Níu handteknir í höfuðborginni fyrir vörslu og/eða sölu fíkniefna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók níu einstaklinga í nótt sem eru grunaðir um vörslu og/eða sölu fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af nokkrum til viðbótar þar sem lagt var hald á ætluð fíkniefni. Innlent 24.11.2022 06:20
Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. Innlent 21.11.2022 16:52
97 fíkniefnabrot í október Þrjú stórfelld fíkniefnabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í október. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2022. Innlent 21.11.2022 14:36