Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2023 23:17 Jonaz Rud Vodder vakti athygli tollgæslunnar sem átti eftir að orsaka það að hann var handtekinn og síðan ákærður. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku á leið sinni til Grænlands. Þeir hafa báðir lýst því að þeir hafi lent í vondu veðri á sjónum og að vélin í skútunni hafi bilað. Þess vegna þurftu þeir að vera við Íslandstrendur. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum vegna vandræðanna sem mennirnir lentu í úti á sjó. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þess má geta að lögreglan hafði gert yfirborðsleit á skútunni, en þá var enginn grunur um að stórfellt fíkniefnasmygl væri að eiga sér stað. Svo virðist sem Jonaz hafi þótt grunsamlegur þegar hann kom til landsins frá Danmörku. Tollgæslan ræddi við hann og lögreglan í kjölfarið. Hann gaf lögreglu aðgang að síma sínum og þar af leiðandi komst hún yfir samskipti hans, þar sem fram kom að hann ætti að koma vistum í umrædda skútu. Jonazi var sleppt lausum en var undir smásjá lögreglu. Sími hans var hleraður og náið var fylgst með ferðum bíls hans. Hann gerði það sem lögreglan bjóst við, en það fólst meðal annars í því að kaupa og útbúa vistirnar handa skipverjunum í skútunni. Líkt og áður segir var það þegar annar tvímenninganna fór á gúmmíbát að sækja vistirnar þegar lögregla ákvað að handtaka mennina. Sérstakur veggur í skútunni Fleiri lögreglumenn báru vitni í aðalmeðferð málsins á þriðjudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þeir lýstu til að mynda aðbúnaði í skútunni og sögðust hafa fundið hassið á bak við vegg, sem virtist nýútbúinn og ekki í takti við aðrar innréttingar skútunnar. Poul, einn skipverjanna, lýsti því fyrir dómi að í nokkra daga þar sem hann hafði ekki verið í skútunni, þá hafi leynihólf eða box verið útbúið inni í henni. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa grunað að í leynihólfinu væru fíkniefni. Hann vildi þó ekki ganga svo langt þegar hann bar vitni fyrir dómi, en sagði þó að honum hafi liðið eins og eitthvað illt hafi búið innan í leynihólfinu. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku á leið sinni til Grænlands. Þeir hafa báðir lýst því að þeir hafi lent í vondu veðri á sjónum og að vélin í skútunni hafi bilað. Þess vegna þurftu þeir að vera við Íslandstrendur. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum vegna vandræðanna sem mennirnir lentu í úti á sjó. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þess má geta að lögreglan hafði gert yfirborðsleit á skútunni, en þá var enginn grunur um að stórfellt fíkniefnasmygl væri að eiga sér stað. Svo virðist sem Jonaz hafi þótt grunsamlegur þegar hann kom til landsins frá Danmörku. Tollgæslan ræddi við hann og lögreglan í kjölfarið. Hann gaf lögreglu aðgang að síma sínum og þar af leiðandi komst hún yfir samskipti hans, þar sem fram kom að hann ætti að koma vistum í umrædda skútu. Jonazi var sleppt lausum en var undir smásjá lögreglu. Sími hans var hleraður og náið var fylgst með ferðum bíls hans. Hann gerði það sem lögreglan bjóst við, en það fólst meðal annars í því að kaupa og útbúa vistirnar handa skipverjunum í skútunni. Líkt og áður segir var það þegar annar tvímenninganna fór á gúmmíbát að sækja vistirnar þegar lögregla ákvað að handtaka mennina. Sérstakur veggur í skútunni Fleiri lögreglumenn báru vitni í aðalmeðferð málsins á þriðjudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þeir lýstu til að mynda aðbúnaði í skútunni og sögðust hafa fundið hassið á bak við vegg, sem virtist nýútbúinn og ekki í takti við aðrar innréttingar skútunnar. Poul, einn skipverjanna, lýsti því fyrir dómi að í nokkra daga þar sem hann hafði ekki verið í skútunni, þá hafi leynihólf eða box verið útbúið inni í henni. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist hann hafa grunað að í leynihólfinu væru fíkniefni. Hann vildi þó ekki ganga svo langt þegar hann bar vitni fyrir dómi, en sagði þó að honum hafi liðið eins og eitthvað illt hafi búið innan í leynihólfinu.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira