Efnahagsbrot

Fréttamynd

Sektaður um 125 milljónir fyrir skatt­svik

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. 

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot

Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

FME kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu í fyrra

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu á síðasta ári. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabankinn birti í morgun en í svari við fyrirspurn Innherja kvaðst stofnunin ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið.

Innherji
Fréttamynd

Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Teitur dæmdur fyrir skatt­svik

Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, hefur hlotið fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt innan fjögurra vikna, ella fara í fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mútumál fær áheyrn hjá Hæstarétti

Hæstiréttur úrskurðaði samþykkti síðastliðinn föstudag beiðni um að taka fyrir mútumál. Málið varðar tvo karlmenn sem voru sakfelldir í Landsrétti fyrir umboðssvik og peningaþvætti en aðeins annar þeirra fyrir mútugreiðslur. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi bæjar­stjóri dæmdur fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot

Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 66,5 milljóna króna sektar vegna meiriháttar brota á skatta- og bókhaldslögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar haldi Jónmundur almennt skilorð í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Haf­þór sak­felldur með minnsta mun í Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Dældi fyrir milljón með annarra manna dælulyklum

Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjárs og fjársvik. Maðurinn notaði meðal annars dælulykla í eigu annarra til að dæla bensíni fyrir rúma milljón.

Innlent
Fréttamynd

Milt við­horf al­mennings til skatt­svika

Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Siggi hakkari í gæslu­varð­haldi grunaður um um­fangs­mikil fjár­svik

Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum

Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið.

Innlent
Fréttamynd

Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði

Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin.

Innlent