Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Enginn í Stabæk skilur af hverju Veigar Páll er ekki í landsliðinu

Norska blaðið Aftenposten skrifar í dag um þá staðreynd að Veigar Páll Gunnarsson skuli ekki komast í íslenska landsliðið fyrir leikinn á móti Kýpur í undankeppni EM. veigar Páll er ein af stóru stjörnunum í norsku úrvalsdeildinni og hefur spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán samdi við Lilleström

Stefán Gíslason hefur samið við norska félagið Lilleström og mun hann spila með liðinu til 1. ágúst næstkomandi, að minnsta kosti.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnar æfir með Norrköping á Mallorca

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem skrifaði nýlega undir fjögurra ára samning við ÍBV, er nú til skoðunar hjá sænska liðinu Norrköping. Framherjinn mun dvelja með liðinu í æfingabúðum á Mallorca á Spáni fram í miðjan mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap FCK á tímabilinu

Danska úrvalsdeildin fór aftur af stað um helgina eftir vetrarfrí en þá tapaði FC Kaupmannahöfn sínum fyrsta leik á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Veigar Páll ætlar að létta sig

"Ég ætla að létta mig,“ segir Veigar Páll Gunnarsson í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten en hann ætlar sér stóra hluti með norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ondo og Veigar ná vel saman í framlínu Stabæk

Gilles Ondo, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur byrjað vel með norska liðinu Stabæk og í gær skoraði hann þrennu í 5-0 sigri liðsins í æfingaleik gegn sænska liðinu GAIS. Ondo hefur skorað alls sjö mörk fyrir Stabæk á undirbúningstímabilinu og samvinna hans við íslenska landsliðsframherjann Veigar Pál Gunnarsson hefur vakið athygli.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnar Heiðar laus allra mála hjá Esbjerg

Gunnar Heiðar Þorvaldsson knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum hefur komist að samkomulagi við danska liðið Esbjerg um starfslokasamning. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Gunnar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Esbjerg þar sem hann lék 26 leiki og skoraði 4 mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Eyjólfur samdi við SönderjyskE

Eyjólfur Héðinsson samdi í gær við danska knattspyrnufélagið SönderjyskE til tveggja og hálfs árs, eða fram á sumarið 2013, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Eyjólfur er 26 ára gamall og hefur spilað í stöðu miðjumanns með GAIS í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin fjögur ár. Samningur hans þar var útrunninnn og Eyjólfur hafnaði því að leika áfram með félaginu. Hjá SönderjyskE eru þegar Ólafur Ingi Skúlason og Arnar Darri Pétursson, markvörður 21 árs landsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslandsbaninn að leggja skónna á hilluna aðeins 20 ára gömul

Norska landsliðskonan Cecilie Pedersen vakti mikla athygli þegar hún var valin í norska landsliðshópinn á EM 2009 þrátt fyrir að spila í neðri deildum í Noregi. Hún kom síðan mikið við sögu í leiknum á móti Íslandi. Pedersen sem nú er aðeins tvítug íhugar nú að leggja skónna á hilluna.

Fótbolti
Fréttamynd

Ragnar seldur til Ísraels?

Ragnar Sigurðsson, leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð, gæti verið á leið til Maccabi Haifa í Ísrael ef marka má fréttir þaðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölvi lék í sigri FCK

Lið Sölva Geirs Ottesen, FCK, vann afar öruggan sigur á Esbjerg í dag, 3-1, og er sem fyrr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Samningaviðræður Stefáns Gíslasonar og Viking ganga hægt

Norska blaðið Aftenbladet fjallar í dag um samningaviðræður Viking við Stefán Gíslason sem eru í gangi þessa daganna en í fréttinni er bæði viðtal við Egil Østenstad, íþróttastjóri Viking og Stefán Gíslason sjálfan. Stefán Gíslason hefur verið út í kuldanum hjá danska liðin Bröndby í langan tíma en er með samning við félagið til 2012.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnar Heiðar og félagar í úrvalsdeild

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og félagar í norska liðinu Fredrikstad tryggðu sér í kvöld sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið vann þá stórsigur, 4-0, á Hönefoss í síðari umspilsleik liðanna.

Fótbolti