Handbolti

Fréttamynd

Ólafur staðfestir að hann sé hættur í landsliðinu

Ólafur Stefánsson hefur tekið endanlega ákvörðun um að hætta að leika með íslenska landsliðinu. Þessi ákvörðun hefur legið í loftinu eftir Ólympíuleikana í London en flestir gerðu ráð fyrir að leikarnir yrðu hans svanasöngur með landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Íslenski Daninn raðar inn mörkum

Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg hefur spilað frábærlega með HSV Hamburg það sem af er tímabilinu. Lindberg skoraði tíu mörk í dag þegar HSV vann fjögurra marka útisigur á franska liðinu Montpellier, 33-29.

Handbolti
Fréttamynd

Füchse vann í Ungverjalandi

Füchse Berlin, lærisveinar Dags Sigurðssonar, gerðu góða ferð til Ungverjalands þar sem liðið sigraði ungversku meistarana í Pick Szeged 29-22 í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar töpuðu fyrri leiknum með fimm mörkum

Haukar töpuðu 30-25 á móti úkraínska liðinu HC Motor Zaporozhye í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppni en báðir leikirnir fara fram úti í Úkraínu um helgina. Leikurinn í kvöld taldist vera heimaleikur Úkraínumanna.

Handbolti
Fréttamynd

Rúmenska kvennaliðið endurheimtir stórstjörnu

Rúmenska landsliðskonan Christina Neagu spilaði langþráðan leik á miðvikudaginn þegar hún snéri aftur eftir eins árs og sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla. Neagu spilaði sinn fyrsta leik í 605 daga þegar lið hennar Oltchim Valcea vann Brasov.

Handbolti
Fréttamynd

Nikola Karabatic: Þetta er algjör martröð

Franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic segist ekki skilja af hverju hann er sakborningur í stóra hneykslismálinu í frönskum handbolta. Leikmenn Montpellier-liðsins eru sakaðir um að hafa hagrætt úrslitum svo þeir eða fjölskyldur þeirra græddu pening á því að veðja á liðið.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hans Óskars Bjarna töpuðu á heimavelli

Það gengur ekki nógu vel hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og lærisveinum hans í Viborg HK en liðið tapað með fjórum mörkum á heimavelli á móti Skjern í kvöld, 22-26, þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Viborg hefur aðeins náð að vinna einn leik í fyrstu fimm umferðunum.

Handbolti
Fréttamynd

Karabatic tjáir sig um veðmálasvindlið

Besti handknattleiksmaður heims, Frakkinn Nikola Karabatic, tjáði sig í fyrsta skipti í gær um veðmálasvindlið sem hann er bendlaður við í heimalandinu. Það gerði franski landsliðsmaðurinn á Facebook-síðu sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu með sjö mörkum á móti Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með sjö mörkum, 16-23, í fyrri æfingaleik sínum á móti sænska landsliðinu en þjóðirnar mættust í Sparbankshallen í Varberg í kvöld. Sænska liðið er sterkt og var með á Ólympíuleikunum í London fyrr í haust.

Handbolti
Fréttamynd

Karabatic gæti verið á leið í fangelsi

Besti handknattleiksmaður heims, Nikola Karabatic, gæti átt yfir höfði sér þriggja til fimm ára fangelsisdóm en hann, ásamt mörgum öðrum, er grunaður um að hafa hagrætt úrslitum leiks á síðustu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Pekarskyte valin í landsliðið

Ramune Pekarskyte mun leika sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd þegar að liðið leikur æfingaleiki gegn Svíum og Norðmönnum í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri sagður á leið til GOG

Snorri Steinn Guðjónsson er í dag orðaður við sitt gamla félag, GOG, í dönskum fjölmiðlum. Snorri hefur verið án félags síðan að stórliðið AG fór á hausinn í sumar.

Handbolti