

Ísland er með átján leikmenn á HM en aðeins sextán mega vera á skýrslu hverju sinni.
Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum.
„Þetta er auðvitað bara svekkelsi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, eftir naumt 26-25 tap hans manna fyrir Argentínu í H-riðli HM karla í handbolta í Zagreb.
Það er nú orðið ljóst að stuðningsmenn Íslands á HM, sem og á Íslandi, geta ekki keypt sér nýja landsliðsbúninginn.
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið vel af stað milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta á yfirstandandi heimsmeistaramóti, þó andstæðingarnir hafi vissulega ekki verið þeir sterkustu. Hann kennir sér aðeins meins vegna aðstæðna á hóteli liðsins.
Alltof mörg slök lið eru á heimsmeistaramótinu í handbolta að mati Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Rúnars Kárasonar.
Strákarnir okkar tóku vel á því á æfingu í íþróttahöll liðsins Tresnjevska hér í borg. Þeir búa sig undir fyrstu alvöru prófraun mótsins. Slóvenar bíða á morgun.
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason hrósuðu Þorsteini Leó Gunnarssyni fyrir frammistöðu hans á móti Kúbu í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar.
Félagaskipti Viggós Kristjánssonar, landsliðsmanns í handbolta, frá Leipzig til Erlangen vöktu talsverða athygli enda er Erlangen í harðri fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni. Ólafur Stefánsson botnar allavega ekkert í skiptunum.
Fjórði þátturinn af HM í dag var tekinn upp seint eftir sigur Íslands á Kúbu. Leikurinn var lengi að líða en strákarnir stóðu sína pligt.
Stuðningsfólki íslenska landsliðsins er óðum að fjölga í Zagreb og má segja að stúkan hafi verið blá í gær þegar strákarnir okkar völtuðu yfir Kúbu, 40-19.
Ísland er komið þægilega inn í milliriðla HM í handbolta eftir stórsigur, 40-19, á arfaslöku liði Kúbverja. Nú er þessum bullleikjum lokið og alvaran bíður handan við hornið.
„Ég er ógeðslega glaður og ánægður með að byrja og fá að koma inn í þetta núna. Maður sá það kannski ekki alveg fyrir tveimur vikum. Ég er ánægður með hvernig við fórum að þessu í dag,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, sem er mættur til leiks á HM í handbolta.
Ísland rúllaði yfir Kúbu, 40-19, í öðrum leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Margir leikmenn íslenska liðsins léku vel í leiknum, þó enginn betur en fyrirliðinn Aron Pálmarsson.
„Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið.
Ísland fer með að minnsta kosti tvö stig í milliriðlakeppni HM í handbolta, eftir annan viðbúinn stórsigur á mótinu, 40-19, gegn Kúbu í Zagreb í kvöld.
Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson vonast eftir heilsteyptari frammistöðu frá íslenska landsliðinu í handbolta en það sýndi gegn Grænhöfðaeyjum í fyrrakvöld er það mætir Kúbu í kvöld.
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, þurfti að leiðrétta fréttir danska miðilsins TV2 þegar honum voru eignuð orð sem hann lét aldrei falla.
„Gott að mótið sé byrjað. Það er alltaf gaman enda búin að vera bið. Flott að byrja þetta bara vel og nú tekur næsta verkefni við,“ segir Haukur Þrastarson silkislakur degi fyrir Kúbverjaleikinn.
Ef Grænhöfðaeyjar voru lítil fyrirstaða fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta ætti mótspyrnan frá Kúbu að vera enn minni. Liðin mætast í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld.
Það dregur verulega til tíðinda í HM í dag er stjórnendur þáttarins hittu kúbverska landsliðsmanninn sem ætlaði að selja þeim vindla frá heimalandinu.
Ýmir Örn Gíslason kveinkaði sér ekki þó svo hann hefði þurft að spila mikið í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum.
„Þetta var bara lélegt“ segir landsliðsfyrirliðinn Elliði Snær Viðarsson sem var ósáttur við sjálfan sig eftir að hafa fengið reisupassann í leik Íslands við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í fyrrakvöld. Hann vonast til að spila meira í næsta leik við Kúbu í kvöld.
„Það eru blendnar tilfinningar eftir leikinn gegn Grænhöfðaeyjum þó svo við hefðum unnið stórt. Það kom tíu mínútna kafli þar sem var deyfð yfir þessu,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson á hóteli landsliðsins í Zagreb í dag.
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er klár í slaginn eftir að hafa misst af fyrsta leik liðsins á móti Grænhöfðaeyjum.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, var nokkuð brattur þegar fréttamenn bar að garði á hóteli landsliðsins í Zagreb í dag. Sigur á Grænhöfðaeyjum er að baki og stefnt að öðrum eins gegn Kúbu á morgun.
Slök prentvél í Kristianstad orsakaði það að Sveinn Jóhannsson gat ekki spilað meira en raun ber vitni í leik Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrsta leik strákanna okkar á HM í Zagreb.
Sérfræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á atviki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Grænhöfðaeyjar á HM í handbolta í gær. Númerið og nafn Sveins Jóhanssonar, línumanns Íslands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var varatreyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundarfjórðung leiksins.
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag.