Ármann

Fréttamynd

Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin

Njarðvík lenti í vandræðum á móti nýliðum Ármanns í Laugardalshöllinni í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld en komst í toppsætið með sigri. Tindastóll vann botnlið deildarinnar á sama tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistararnir stungu af í seinni

Eftir jafnan fyrri hálfleik áttu Íslandsmeistarar Stjörnunnar ekki í vandræðum með að leggja nýliða Ármanns að velli í kvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta, 114-88.

Körfubolti
Fréttamynd

Spenna í Hvera­gerði og Ár­mann stríddi Kefla­vík

Valskonur höndluðu spennuna í lokin á leiknum við Hamar/Þór í Hveragerði í kvöld, í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og unnu 88-83 sigur. Nýliðar Ármanns stríddu Keflavík til að byrja með en Keflavíkurkonur enduðu á að vinna afar öruggan sigur, 101-79.

Körfubolti
Fréttamynd

„Mjög stoltur af liðinu“

Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, hrósaði sínum mönnum eftir tapið fyrir KR, 89-115, í Laugardalshöllinni í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur Ármenninga í efstu deild í 44 ár.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fannst þetta full mikil brekka“

Steinar Kaldal þjálfari Ármanns var að vonum ekkert sérstaklega glaður beint eftir leik. Hans menn steinlágu í 1. umferð Bónus deildar karla og ljóst að brekkan er brött fyrir Ármenninga sem hafa ekki leikið í deild þeirra bestu í 44 ár.

Körfubolti
Fréttamynd

KR vann nýliða­slaginn

KR sótti Ármann heim í nýliðaslag Bónus deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að gestirnir vestur úr bæ unnu 15 stiga sigur, lokatölur 60-75.

Körfubolti
Fréttamynd

Yfir­gefur Aþenu og semur við nýliðana

Nýliðar Ármanns í Bónus-deild kvenna eru á fullu að safna liði fyrir komandi vetur og hafa bætt leikmanni í hópinn með reynslu úr efstu deild en Dzana Crnac hefur samið við Ármann og kemur til liðsins frá Aþenu.

Körfubolti