Kvikmyndahús

Fréttamynd

Kvik­myndirnar sem beðið er eftir 2025

Vísir hefur tekið saman lista yfir 34 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með eftirvæntingu. Ofurhetjumyndir, leiknar endurgerðir af teiknimyndum, hrollvekjur og íþróttamyndir eru áberandi en þar fyrir utan er von á alls konar góðgæti.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir lang­þráð met­ár

Aðsóknarmet var slegið í Bíó Paradís í fyrra en sextíu þúsund manns lögðu leið sína í bíóið á Hverfisgötu. Framkvæmdastjóri er í skýjunum og segir að með fjölda gesta séu rekstraraðilar að ná langþráðu markmiði. Fleira hafi spilað inn í en ótrúlegar vinsældir hryllingsmyndar Demi Moore, The Substance.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024

Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana.

Lífið
Fréttamynd

Brjálaðist út í barn í bíó

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum vegna atviks sem átti sér stað í bíósal í júlí á þessu ári, nánar tiltekið í Sambíóunum í Kringlunni.

Innlent
Fréttamynd

Snerti taug leik­stjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu

Robert Zemeckis, leikstjóri Forrest Gump og Back to the Future þríleiksins, segist opinn fyrir því að skjóta bíómyndir á Íslandi. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur á síðustu árum þar sem áherslan hefur færst yfir á framleiðslu sjónvarpsefnis á kostnað bíómynda.

Lífið
Fréttamynd

Skellt í lás í Sam­bíóinu í Kefla­vík í kvöld

Sambíóinu í Keflavík var lokað í kvöld. Kvikmyndahúsið er fyrsta Sambíóið og var byggt árið 1941 af Eyjólfi Ásberg. Guðný Ásberg Alfreðsdóttir rekstrarstjóri kvikmyndahússins segir þetta sorgleg tímamót en að aðsóknin hafi verið orðin dræm. Eyjólfur var langalangafi hennar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfir­lið yfir einni mynd

Framkvæmdastjóri Bíó Paradísar segist ekki muna eftir viðlíka viðbrögðum gesta kvikmyndahússins og við bandarísku bíómyndinni The Substance með Demi Moore í aðalhlutverki. Hún segir þó nokkra gesti hafa fallið í yfirlið yfir myndinni og þá séu dæmi um að fólk kasti upp en vegna þessa hefur starfsfólk tekið upp sérstaka verkferla svo hægt sé að koma gestum kvikmyndahússins til aðstoðar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mikil stemning á lokahófi RIFF

Innlent og erlent kvikmyndargerðar- og bransafólk kom saman í vikunni á Parliament hótelinu til að fagna lokum RIFF kvikmyndahátíðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Eitt stærsta bílabíó landsins fer fram um helgina

Hið vinsæla bílabíó snýr aftur laugardaginn 21. september á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð  Reykjavík, enn sem fyrr er það eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir við reiðhöllina í Víðidal þar sem tekið verður á móti gestum í sannkallaða kvimyndaveislu.

Lífið
Fréttamynd

Bong Joon Ho verður staf­rænn heiðurs­gestur á RIFF

Suður-Kóreski handritshöfundurinn og leikstjórinn Bong Joon Ho verður heiðraður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár. Hann er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Parasite, sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta myndin árið 2020.

Menning
Fréttamynd

Ældi næstum úr stressi á Cannes

Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bíó Para­dís fær fjólu­blátt ljós við barinn

Ungliðahreyfing Öryrkjabandalagsins veitti í dag í fyrsta sinn aðgengisviðurkenninguna „fjólublátt ljós við barinn“. Bíó Paradís hlaut viðurkenninguna sem er ætluð þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Björns með splunku­nýtt tón­listar­mynd­band

Tónlistarmaðurinn sívinsæli Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna ásamt tónlistarmyndbandi sem má sjá hér í pistlinum. Lagið er úr nýju íslensku kvikmyndinni Ljósvíkingar en Helgi fer einmitt með hlutverk í henni.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður er að rifna af monti“

Á blaðamannafundi klukkan tíu í morgun tilkynnti Alberto Barbera, listrænn stjórnandi hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Feneyjum, fyrstu myndirnar sem hafa verið valdar fyrir komandi hátíð í haust. Og þeirra á meðal er nýjasta stuttmynd leikstjórans RÚnars Rúnarssonar. 0 (Hringur), með Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, hefur verið valin til að keppa um aðalverðlaun stuttmyndakeppni í Feneyjum.

Lífið
Fréttamynd

Milljónir hafa horft á stikluna fyrir Snertingu

Stikla fyrir kvikmyndina Snertingu var heimsfrumsýnd í vikunni og hafa frá því nærri átta milljónir horft á stikluna, þar af tæpar fimm milljónir á YouTube og rest á samfélagsmiðlunum X, Facebook og Instagram. Þá hefur íslenska útgáfan af stiklunni fengið yfir tvö hundruð þúsund spilanir.

Lífið
Fréttamynd

Féllust í faðma á tilfinningaríkri stundu

Tölum um endó – ný íslensk heimildarmynd um endómetríósu var frumsýnd í Bíó Paradís í vikunni. Myndin uppskar standandi lófaklapp fyrir fullu húsi gesta og féllust forsvarsmenn Endósamtakanna í faðma að mynd lokinni.

Lífið