
Lögmennska

Segist ekki vanhæf vegna „harla óvenjulegs“ tölvupósts Ómars
Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki víkja úr sæti úr dómsmáli líkt og Ómar R. Valdimarsson lögmaður krafðist. Hann vildi að Sigríður tæki mögulegt vanhæfi sitt til skoðunar vegna fyrri samskipta þeirra á milli, sem tengjast sakamáli sem hefur verið kennt við skemmtistaðinn Bankastræti Club.

Trúnaðarupplýsingar fjölda fólks undir í málinu
Formaður Lögmannafélags Íslands segir hart hafa verið gengið fram þegar lögregla fékk leyfi til að skoða öll gögn í síma lögmanns. Ósk hans um að vera viðstaddur þinghald var hafnað. Hann kallar eftir lagabreytingum.

Lilja Björk tekur við nýju hlutverki
Lilja Björk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.

Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar
Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu.

Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls
Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar.

Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns
Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.

Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík
Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember.

Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar
Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð.

Ólafur Helgi, Stefanía Guðrún og Finnur Þór í dómarastól
Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara.

Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni
Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans.

Friðrik fyrsti forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka
Friðrik Ársælsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka og er um nýja stöðu að ræða innan bankans. Lögfræðiráðgjöf heyrir undir nýjasta svið bankans, rekstur og menningu.

Óttar hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás
Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás á dögunum.

Íhugar að kæra lögmanninn
Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann.

Óttar og Anna Rut skilja
Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum.

Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu
Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu.

Steinar Þór mátti smala saman vitnum í Lindarhvolsmálinu
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hafi ekki brotið gegn siðareglum lögmanna þegar hann kallaði saman hóp vitna í Lindarhvolsmálinu.

Breytingar í stjórnendateymi TM
Fríða Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála og sölu hjá TM. Þá hefur Garðar Þ. Guðgeirsson verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnu og áhættu og mun Kjartan Vilhjálmson taka sæti í framkvæmdastjórn yfir lögfræðiþjónustu og vöruþróun hjá félaginu.

Verjandi vildi fjórtán milljónir en fær ekki neitt í bili
Landsréttur hefur fellt úrskurð Héraðsdóms Suðurlands vegna kröfu lögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna starfa hans í þágu manns, sem grunaður er um manndráp á Selfossi í vor, niður. Lögmaðurinn hafði krafist greiðslu tæplega fjórtán milljóna króna en héraðsdómur úrskurðaði honum rúmlega sex milljónir. Landsréttur gerði það á grundvelli þess að málinu er ekki lokið.

Haukur Örn og Ingvar Smári opna lögmannsstofu
FIRMA lögmenn hafa tekið til starfa í Reykjavík. Eigendur lögmannsstofunnar eru Haukur Örn Birgisson hrl. og Ingvar Smári Birgisson, lögmaður, en þeir störfuðu áður saman á Íslensku lögfræðistofunni. FIRMA lögmenn veita alhliða lögfræðiþjónustu með sérhæfingu í þjónustu við atvinnulífið.

Svar til lögmanns
Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans.

„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum.

Erna tekur við af Karli sem yfirlögfræðingur hjá Isavia
Erna Hjaltested hefur verið ráðin í starf yfirlögfræðings Isavia og tekur við af Karli Alvarssyni sem hefur gegnt starfinu síðan 2014.

Ráðnir verkefnastjórar hjá LEX
Árni Freyr Sigurðsson, Fjölnir Ólafsson og Hjalti Geir Erlendsson hafa tekið við stöðum verkefnastjóra hjá LEX.

Sigurður Líndal látinn
Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri.

Thelma Christel frá Lex til BBA//Fjeldco
Thelma Christel Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem lögmaður hjá lögmannsstofunni BBA//Fjeldco.

Hafsteinn Dan til liðs við HR
Hafsteinn Dan Kristjánsson, sem starfað hefur sem kennari við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2009, hefur ákveðið að færa sig um set og kenna við lagadeild HR.

Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi.

Þingmaður leysir út lögmannsréttindin
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín.

Ráðin lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands
Ólöf Embla Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Hagnaður LOGOS yfir 400 milljónir og stóð nánast í stað milli ára
Lögmannsstofan LOGOS skilaði hagnaði upp á um 418 milljónir króna eftir skatt á árinu 2022 og dróst hann saman um liðlega þrjú prósent frá fyrra ári. Hagnaður á hvern eigenda LOGOS nam að meðaltali tæplega 25 milljónum króna á liðnu ári.