Hafið

Fréttamynd

Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi

Tekið var á móti Þórunni Þórðardóttur HF 300, nýju hafrannsóknaskipi, í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í dag. Skipið tekur við af hinum dygga Bjarna Sæmundssyni og heitir í höfuðið á einum helsta svifþörungafræðingi landsins.

Innlent
Fréttamynd

Einn grunaður um mann­dráp vegna víta­verðrar van­rækslu

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um manndráp með vítaverðri vanrækslu þegar portúgalska fraktskipsins Solong á efna- og olíuflutningaskipsins Stena Immaculate í Norðursjó í gær. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi og olli miklu tjóni. Eins áhafnarmeðlims Solong hefur verið leitað frá því í gær.

Erlent
Fréttamynd

Skip­verji brotnaði og mót­töku frestað

Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. 

Innlent
Fréttamynd

Til­raun með basa í Hval­firði ekki sögð hættu­leg líf­ríki

Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd, virðið frumbyggjaréttinn í ís­lensku sam­fé­lagi

Frumbygginn er í okkur öllum. Hann býr í þjóðarsálinni og menningu okkar. Hann erfist á milli kynslóða og opnar dyr til að starfa í gjövulli náttúru landsins. Frumbygginn gerir ekki kröfu til eignaréttar. Handfæraveiðar hafa í gegnum aldirnar verið grunnstoð til afkomu fólksins. 

Skoðun
Fréttamynd

Afstöðuleysi Ís­lands ó­þolandi – Stöndum með vist­kerfum sjávar

Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Vara ráð­herra við hörmungum ef lykil­hring­rás í hafinu stöðvast

Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eru á meðal þeirra sem vara norræna ráðherra við alvarlegri ógn við mikilvæga hringrás í Norður-Atlantshafi sem gæti haft hörmungar í för með sér fyrir Norðurlöndin. Fjórir íslenskir fræðimenn eru á meðal þeirra sem skrifa undir opið bréf þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Land­helginni ekki sinnt sem skyldi og sæ­strengir illa varðir

Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél.

Innlent
Fréttamynd

Stærð ís­lenska útselsstofnin stendur í stað

Niðurstöður talninga á útsel við Ísland haustið 2022 liggja nú fyrir og var í talningunni heildarkópaframleiðslan metin vera 1551 kópar. Mikilvægasta kæpingarsvæðið var líkt og áður Breiðafjörður með um 62 prósent af kópunum.

Innlent
Fréttamynd

Ölfus, land tæki­færanna

Atvinnulífið blómstrar í Ölfusi. Sveitarfélagið og innviðir þess standa sterkum fótum og tækifærin eru fjölmörg. Eitt þeirra tækifæra sem blasa við er að ýta undir sérstöðu sveitarfélagsins sem býður upp á raunverulega einstakt svæði til brimbrettaiðkunar, ekki aðeins á landsvísu heldur á heimsvísu. Svæðið er hins vegar í mikilli hættu vegna þess að meirihluti sveitarfélagsins hefur samþykkt að moka yfir það landfyllingu.

Skoðun
Fréttamynd

Konungs­skip Dana í Reykja­vík

Við Grandabryggju er heilmikið sjónarspil um þessar mundir þar sem danska konungsskipið liggur þar. Áhöfnin gerði sér glaðan dag í Reykjavík og hleður nú batteríin áður en haldið er til Grænlands. 

Innlent
Fréttamynd

Bjark­ey verði að sæta á­byrgð

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin skref í rétta átt

Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 

Innlent
Fréttamynd

Verndun hvala á al­þjóð­legum degi hafsins

Á þessu ári hefur okkur miðað heilmikið áfram í skilningi og virðingu okkar á hvölum. Höfðingi Maóra lýsti því yfir að hvalir hafi sömu réttindi og mannfólk. Maórar vinna ásamt Sameinuðu þjóðunum við að reyna að veita hvölum mannréttindi alls staðar í heiminum.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2