
Þorvaldur Gylfason

Uppskeruhátíð
Yfirleitt veit það ekki á gott þegar dyrabjöllunni er hringt heima hjá fólki í fastasvefni kl. sex að morgni.

Sjö ára svívirða
Reykjavík – Þið munið hvað gerðist. Bankamenn, sem voru sumir síðan dæmdir til samtals 88 ára fangavistar, og stjórnmálamenn, sem var öllum hlíft við refsingu, lögðu landið á hliðina 2008.

Góðan dag, gamla Ísland
Osló – Margt virðist nú benda til að Trump Bandaríkjaforseti og nokkrir menn aðrir handgengnir honum verði að endingu dæmdir í fangelsi þar sem nokkrir nánir samstarfsmenn forsetans sitja nú þegar fyrir ýmis brot, þ. á m. fv. lögfræðingur forsetans.

Tæpitungulaust – og hvergi feilnóta
Washington, D.C. – Hann er flugmælskur eins og nær allir Íslendingar vita og margir aðrir. Hitt vita færri að hann er einnig rithöfundur af guðs náð svo sem marka má af nýrri bók hans, Tæpitungulaust, og kom út á sunnudaginn var.

Efnahagur og heilbrigði
Reykjavík – Hrun Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja í Evrópu 1989-1991 vakti bjartar vonir sem hafa sumar rætzt.

Hagfræðingur sem gerði gagn
Ég hitti hann fyrst á fundi í Tennessee 1985. Hann hét Martin Weitzman og var þá rösklega fertugur prófessor í hagfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) en hann færði sig nokkrum árum síðar yfir í Harvard-háskóla hinum megin við Charles-ána sem rennur í gegnum Boston.

Föst við sinn keip?
Samtök atvinnulífsins birtu í fyrri viku furðufrétt sem hefst svo: "Meðallaun á Íslandi voru hæst meðal OECD-ríkjanna árið 2018. Meðallaunin voru 66.500 Bandaríkjadollarar en næst komu Lúxemborg með tæplega 65.500 og síðan Sviss með rúmlega 64.000 dollara.

Albanar taka til hendinni
Stokkhólmi – Fimm lönd sem Evrópusambandið kallar umsóknarlönd (e. candidate countries) bíða þess nú að vera tekin inn í sambandið. Þau eru Albanía, Norður-Makedónía, Serbía, Svartfjallaland og Tyrkland.

Þegar fólkið rís upp
Stokkhólmi – Í þessum mánuði eru liðin 30 ár síðan Eistar, Lettar og Litháar tóku höndum saman og mynduðu 600 km langa keðju sem teygði sig yfir öll löndin þrjú frá norðri til suðurs.

Milli feigs og ófeigs
Nú er hún tekin að skýrast myndin af bandarískum stjórnmálum í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þetta skiptir máli. Trump forseti er óvinsælasti forseti landsins frá því Gallup hóf slíkar mælingar 1945. Meðal þrettán Bandaríkjaforseta frá Harry Truman til Donalds Trump er Trump hinn eini sem hefur aldrei notið stuðnings meiri hluta kjósenda eftir bráðum þriggja ára setu í Hvíta húsinu.

Svar Vilmundar
Í fyrri viku birti ég bréf Margrétar Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík til Vilmundar Jónssonar landlæknis 1945. Hann svaraði bréfinu um hæl.

Horfin tíð á Hornströndum
Hesteyri – Margrét Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík sendi Vilmundi Jónssyni landlækni, afa mínum, bréf 1945 og segir þar:

Sundlaugar og sæmdarvíg
Reykjavík – Saga heimsins geymir dæmi um sátt og samlyndi ólíkra kynþátta í nábýli og einnig um ósátt og sundurlyndi.

Að lifa lengur og lengur
Reykjavík – Hagtölur um framleiðslu og tekjur duga ekki einar sér til að bregða máli á framför einstakra landa og heimsins alls. Meira þarf til.

Þriðji flokkurinn
Stjórnmál umheimsins eru í uppnámi.

Flokkar í nauðum
Þegar sögufrægir stjórnmálaflokkar láta berast út á rangar brautir með afleiðingum sem ná langt út fyrir eigin landamæri er rétt að staldra við. Hverju sætir það að bandaríski Repúblikanaflokkurinn, flokkur Abrahams Lincoln, og brezki Íhaldsflokkurinn, flokkur Winstons Churchill, hegða sér nú nánast eins og þeir séu gengnir af göflunum? – hvor með sínu lagi. Hvað kom fyrir?

Þegar hermangið fluttist búferlum
Reykjavík – Enn rifjast hún upp fyrir mér spurningin sem einn helzti listamaður þjóðarinnar beindi til mín við kvöldverðarborð í heimahúsi: Datt ykkur ekki í hug að bjóða þeim að halda þýfinu í skiptum fyrir nýju stjórnarskrána? Ekki mitt að bjóða, svaraði ég.

Linkind gagnvart fjárböðun
Ítalar hafa marga fjöruna sopið á langri leið.

Eignarréttur nær ekki til þýfis
Við upphaf þessarar aldar virtist ekkert geta staðið í vegi fyrir áframhaldandi framsókn lýðræðis um heiminn.

Orkuverð og fiskverð
Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins.

Þrátefli á þingi
Reykjavík – Menn geta haft ýmsar ástæður til að leggjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka ESB, sumar gildar, aðrar ekki.

Engin skilyrði, engin gögn
Reykjavík – Nú er hún loksins komin fyrir augu almennings skýrslan sem Seðlabanki Íslands tók sér tíu og hálft ár til að skila um lánveitingu bankans til Kaupþings 6. október 2008.

Sæmd Alþingis: Eitt faxið enn?
Það var í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir allmörgum árum að það byrjaði skyndilega að braka í faxtækinu í fundarherberginu. Faxið reyndist geyma fyrirmæli um ákvæði sem standa skyldu í stjórnarsáttmálanum. Faxið var sent úr Eimskipafélagshúsinu.

Framtíðin brosir enn við Brasilíu
Rio de Janeiro – Argentína var þrisvar sinnum ríkari en Brasilía mælt í þjóðartekjum á mann þegar löndin tóku sér sjálfstæði, Argentína 1816 og Brasilía 1822.

Atli Heimir Sveinsson
Nú er rödd hans þögnuð, en tónlist Atla Heimis Sveinssonar mun lifa lengi á Íslandi og úti um heim.

Gráttu mig ei, Argentína
Buenos Aires – Sem ég gekk inn í tangóklúbbinn hér í Buenos Aires fyrir allmörgum árum, þá blasti þar við mér í móttökunni risavaxið gljáandi olíumálverk með þverhandarþykkum gullramma.

Misþroski
Stanley, Falklandseyjum – Suður-Ameríku hefur að mörgu leyti vegnað mun síður en Norður-Ameríku í tímans rás.

Kaldir eldar
Reykjavík – Hvert skyldi mega rekja upphaf spillingar í stjórnmálum og viðskiptum á Íslandi? – spillingar sem varla getur dulizt nokkrum manni lengur og er nú fastur liður í helztu heimildum um spillingu á heimsvísu svo sem Gallup og Transparency International.

Völd hinna valdalausu
Þeir sem telja sig bera skarðan hlut frá borði geta reynt að rétta hlut sinn í kjörklefanum og gera það iðulega.

Lengri og betri ævir
Öra framför heimsins má m.a. ráða af því hversu miklu lengur en forfeður okkar og formæður við fáum nú flest að draga lífsandann hér á jörð.