Umhverfismál Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Innlent 14.6.2022 22:50 Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. Innlent 14.6.2022 22:00 Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. Innlent 14.6.2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. Innlent 14.6.2022 16:08 Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. Innlent 14.6.2022 11:32 Opið bréf til þingflokks Vinstri grænna og Álfheiðar Ingadóttur Af þeim flokkum sem vænta hefur mátt stuðnings frá fyrir þá sem leggjast gegn Hvammsvirkjun, hafa Vinstri græn verið í fremstu röð, og ekki síst á árinu 2007. Og það veitti sannarlega ekki af. Sjaldan hefur þingmaður flutt skörulegri ræðu en þú, Álfheiður, hinn 10. desember 2007, þegar ríkisendurskoðun hafði dæmt yfirfærslu vatnsréttinda í Þjórsá frá því um vorið, ógilda. Skoðun 14.6.2022 09:09 Fæðing Rammaáætlunar Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða skal samkvæmt lögum lögð fram á Alþingi ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið lögð fram í þrígang en ekki náð fram að ganga. Skoðun 13.6.2022 18:31 Allir eru að fá sér Náttúra landsins er takmörkuð auðlind. Um þessar mundir boða stjórnvöld tvöföldun orkuframleiðslu á næstu 20 árum. Slíkt getur ekki gerst nema á kostnað náttúrunnar. Ísland ræður yfir stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu. Heimurinn hefur trúað okkur fyrir þessari gersemi og við ættum að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Skoðun 13.6.2022 10:31 Ómetanlegar náttúruperlur fram á hengiflugið Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika. Skoðun 13.6.2022 09:01 Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Innlent 12.6.2022 19:32 Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Innlent 12.6.2022 12:29 Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. Innlent 12.6.2022 08:47 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. Innlent 11.6.2022 19:39 Ríkisstjórn fyrir virkjunarsinna! Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Skoðun 11.6.2022 17:01 Sandfok frá Suðurlandi leikur höfuðborgarbúa grátt Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu hefur mælst hár á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöld. Rykið kemur frá söndunum á Suðurlandi. Innlent 10.6.2022 10:25 Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. Innlent 10.6.2022 07:08 Vinna að því að draga úr kolefnislosun um 43 prósent fyrir 2030 Byggingariðnaðurinn og stjórnvöld taka höndum saman og vinna að því að draga úr kolefnislosun bygginga á Íslandi um 43 prósent fyrir 2030. Samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs, Byggjum grænni framtíð (BGF) greinir frá þessu ásamt fleiri aðgerðum í nýjum vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð. Viðskipti innlent 9.6.2022 15:15 Bein útsending: Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 „Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030: Losun, Markmið og aðgerðir“ er yfirskrift fundar sem Byggjum grænni framtíð, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs um vistvæna mannvirkjagerð, stendur fyrir og hefst klukkan 14 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 9.6.2022 13:31 „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. Erlent 8.6.2022 15:44 Grænir hvatar í bláu hafi Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Skoðun 8.6.2022 14:01 Hafið og hringrásarhagkerfið Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Skoðun 8.6.2022 13:01 Annar hver andardráttur þinn kemur úr hafinu – Hugum að hafinu á Degi hafsins Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. Skoðun 8.6.2022 10:30 Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. Innlent 7.6.2022 22:30 „Stundum verða þessar skýrslur of mikið „sjáið hvað við erum frábær““ Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Ísak Máni Grant luku nýverið nýjum áfanga sem Bjarni Herrera kennir í HR þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf. Atvinnulíf 6.6.2022 11:12 Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. Innlent 1.6.2022 22:44 Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. Innlent 31.5.2022 22:30 Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. Innlent 30.5.2022 23:23 Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. Innlent 29.5.2022 07:54 Bein útsending: Heilbrigð jörð - heilbrigt líf Viðburðurinn Heilbrigð jörð – heilbrigt líf er hluti af viðburðaröðinni Í liði með náttúrunni sem Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun stendur fyrir í samstarfi við Norræna húsið. Viðburðurinn hefst klukkan 16 og verður í beinu streymi hér að neðan. Innlent 25.5.2022 15:50 „Frábært samtal sem ég mæli með fyrir öll sem vilja skilja, breyta og bæta“ Næstkomandi miðvikudag 25. maí fer fram annar viðburður í viðburðaröðinni „Í liði með náttúrunni – náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi“ í Norræna húsinu ásamt því að vera í beinu streymi. Þessi viðburður ber nafnið Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf og fer fram frá klukkan 16:00-18:00. Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir en blaðamaður tók á henni púlsinn og fékk að heyra nánar frá þessu framtaki. Menning 23.5.2022 20:01 « ‹ 29 30 31 32 33 34 35 36 37 … 93 ›
Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Innlent 14.6.2022 22:50
Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. Innlent 14.6.2022 22:00
Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. Innlent 14.6.2022 18:36
Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. Innlent 14.6.2022 16:08
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. Innlent 14.6.2022 11:32
Opið bréf til þingflokks Vinstri grænna og Álfheiðar Ingadóttur Af þeim flokkum sem vænta hefur mátt stuðnings frá fyrir þá sem leggjast gegn Hvammsvirkjun, hafa Vinstri græn verið í fremstu röð, og ekki síst á árinu 2007. Og það veitti sannarlega ekki af. Sjaldan hefur þingmaður flutt skörulegri ræðu en þú, Álfheiður, hinn 10. desember 2007, þegar ríkisendurskoðun hafði dæmt yfirfærslu vatnsréttinda í Þjórsá frá því um vorið, ógilda. Skoðun 14.6.2022 09:09
Fæðing Rammaáætlunar Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða skal samkvæmt lögum lögð fram á Alþingi ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið lögð fram í þrígang en ekki náð fram að ganga. Skoðun 13.6.2022 18:31
Allir eru að fá sér Náttúra landsins er takmörkuð auðlind. Um þessar mundir boða stjórnvöld tvöföldun orkuframleiðslu á næstu 20 árum. Slíkt getur ekki gerst nema á kostnað náttúrunnar. Ísland ræður yfir stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu. Heimurinn hefur trúað okkur fyrir þessari gersemi og við ættum að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Skoðun 13.6.2022 10:31
Ómetanlegar náttúruperlur fram á hengiflugið Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika. Skoðun 13.6.2022 09:01
Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Innlent 12.6.2022 19:32
Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Innlent 12.6.2022 12:29
Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. Innlent 12.6.2022 08:47
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. Innlent 11.6.2022 19:39
Ríkisstjórn fyrir virkjunarsinna! Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Skoðun 11.6.2022 17:01
Sandfok frá Suðurlandi leikur höfuðborgarbúa grátt Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu hefur mælst hár á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöld. Rykið kemur frá söndunum á Suðurlandi. Innlent 10.6.2022 10:25
Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. Innlent 10.6.2022 07:08
Vinna að því að draga úr kolefnislosun um 43 prósent fyrir 2030 Byggingariðnaðurinn og stjórnvöld taka höndum saman og vinna að því að draga úr kolefnislosun bygginga á Íslandi um 43 prósent fyrir 2030. Samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs, Byggjum grænni framtíð (BGF) greinir frá þessu ásamt fleiri aðgerðum í nýjum vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð. Viðskipti innlent 9.6.2022 15:15
Bein útsending: Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 „Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030: Losun, Markmið og aðgerðir“ er yfirskrift fundar sem Byggjum grænni framtíð, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs um vistvæna mannvirkjagerð, stendur fyrir og hefst klukkan 14 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 9.6.2022 13:31
„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. Erlent 8.6.2022 15:44
Grænir hvatar í bláu hafi Í dag, 8. júní, er alþjóðlegur dagur hafsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað hafinu þennan dag síðan árið 2008. Þótt það sé vissulega við hæfi alla daga að meta hafið að verðleikum er það sérstaklega við hæfi í dag. Skoðun 8.6.2022 14:01
Hafið og hringrásarhagkerfið Innleiðing hringrásarhagkerfis er eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni við hamfarahlýnun og plastmengun. Núverandi línulegt hagkerfi í löndum heims byggist á ósjálfbærri nýtingu auðlinda og miðast við að framleiða – kaupa – nota – henda – og kaupa nýtt. Skoðun 8.6.2022 13:01
Annar hver andardráttur þinn kemur úr hafinu – Hugum að hafinu á Degi hafsins Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. Skoðun 8.6.2022 10:30
Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní. Innlent 7.6.2022 22:30
„Stundum verða þessar skýrslur of mikið „sjáið hvað við erum frábær““ Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Ísak Máni Grant luku nýverið nýjum áfanga sem Bjarni Herrera kennir í HR þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf. Atvinnulíf 6.6.2022 11:12
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. Innlent 1.6.2022 22:44
Þingmannssonur frá Akureyri sem hóf að ryðja Teigsskóg Ungur akureyskur þingmannssonur á trjákurlara er í raun sá sem byrjaði á því að ryðja Teigsskóg. Hann er langt kominn með að hreinsa burt allt það skóglendi sem þarf að víkja vegna vegagerðarinnar. Innlent 31.5.2022 22:30
Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. Innlent 30.5.2022 23:23
Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. Innlent 29.5.2022 07:54
Bein útsending: Heilbrigð jörð - heilbrigt líf Viðburðurinn Heilbrigð jörð – heilbrigt líf er hluti af viðburðaröðinni Í liði með náttúrunni sem Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun stendur fyrir í samstarfi við Norræna húsið. Viðburðurinn hefst klukkan 16 og verður í beinu streymi hér að neðan. Innlent 25.5.2022 15:50
„Frábært samtal sem ég mæli með fyrir öll sem vilja skilja, breyta og bæta“ Næstkomandi miðvikudag 25. maí fer fram annar viðburður í viðburðaröðinni „Í liði með náttúrunni – náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi“ í Norræna húsinu ásamt því að vera í beinu streymi. Þessi viðburður ber nafnið Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf og fer fram frá klukkan 16:00-18:00. Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir en blaðamaður tók á henni púlsinn og fékk að heyra nánar frá þessu framtaki. Menning 23.5.2022 20:01