Umhverfismál

Fréttamynd

Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Um stjórnar­myndun, ramma­á­ætlun og orku­skipti

Nú stendur yfir linnulaus virkjanaáróður í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður. Maður opnar varla dagblað eða kveikir á sjónvarpi án þess að rekast á viðtöl við formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eða forstjóra orkufyrirtækja um knýjandi þörf fyrir stórfelldar virkjanaframkvæmdir svo hægt verði að skipta bílaflotanum okkar yfir á rafmagn.

Skoðun
Fréttamynd

Gjaldþrota stefna

Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Líkti heiminum við Bond bundinn við dóms­dags­tæki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það.

Erlent
Fréttamynd

Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína

Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt.

Erlent
Fréttamynd

Við hverju má búast á COP26?

COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda.

Skoðun
Fréttamynd

Segja ráðamenn vera að „fara á taugum“ og óttast veiðibann

„Það getur ekki talist góð stjórnsýsla að krefja undirstofnanir ráðuneytis um nýjar og nýjar tillögur þar til skilað er tillögum sem hugnast stjórnvaldinu. Það er í raun falleinkunn á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast.“

Innlent
Fréttamynd

Allur heimurinn öfundi Ísland

Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C

Skoðun
Fréttamynd

Ó­trú­leg fjölgun hnúð­laxa er hulin ráð­gáta

Finnskur rann­sóknar­prófessor segir enga leið að spá fyrir um af­leiðingar hinnar gríðar­legu aukningar í stofni hnúð­laxa í Norður At­lants­hafinu. Hún gæti orðið dra­stísk ef vöxtur stofnsins heldur á­fram á sömu braut og hann hefur verið á en hann virðist hafa tí­faldast milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Skólp aðeins grófhreinsað við Ánanaust næstu þrjár vikur

Hreinsistöð skólps við Ánanaust verður tekin úr rekstri á morgun og verður óstarfhæf í um þrjár vikur. Skólpið verður á þeim tíma grófhreinsað áður en því verður veitt í sjó. Kólígerlamagn verður því talsvert yfir viðmiðunarmörkum þennan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sprengi­sandur: Efna­hags­mál, kosningar og um­hverfis­mál í brenni­depli

Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur.

Innlent
Fréttamynd

Grænar hindranir

Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar.

Skoðun
Fréttamynd

„Nú er síðasti séns, kæru vinir“

Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála.

Innlent
Fréttamynd

Geta kolefnismarkaðir bjargað loftslagsmarkmiðum Íslands?

Til að ná markmiðum Parísarsamningsins er ekki nóg að draga úr kolefnislosun heldur er nauðsynlegt að finna leiðir til að binda það kolefni sem nú þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið af mannavöldum og ná fram jafnvægi í losun og bindingu.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um orkuþörf

Samkvæmt orkustefnu sem unnin var í þverpólitísku samstarfi á Ísland að verða jarðefnaeldsneytislaust árið 2050. Það er metnaðarfullt markmið sem myndi halda okkur fremst í röð þjóða heims í loftslagsmálum.

Skoðun