Umhverfismál

Fréttamynd

Færanlegur forstjóri Umhverfisstofnunar

Forstjóri Umhverfisstofnunar bregður oft undir sig betri fætinum og fer út á land með skrifstofuna sína en stofnunin er með starfsstöðvar á níu stöðum víðs vegar um landið. Forstjórinn segir að það verði mun meira úr verki þegar unnið er á landsbyggðinni í stað höfuðborgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið

Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar.

Innlent
Fréttamynd

Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar

Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni.

Innlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Síberíu

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.

Erlent
Fréttamynd

Esjan er horfin

Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum

Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur.

Erlent
Fréttamynd

Ó­­sáttir ná­grannar leiddu til hóp­­upp­­­sagnar á hálfu starfsliði

Rekstur fyrir­tækisins Vöku er í hálf­gerðu upp­námi og hefur meira en helmingi starfs­fólks þess verið sagt upp eftir að úr­skurðar­nefnd um­hverfis- og auð­linda­mála lét Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur draga starfs­leyfi þess við Héðinsgötu 2 til baka. Þó nefndin setji sig aðallega upp á móti því að Vaka taki við bíl­hræjum á svæðinu hefur öll þjónusta fyrir­tækisins í hús­næðinu verið stöðvuð.

Innlent
Fréttamynd

Jökullaust Okið

Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu.

Skoðun
Fréttamynd

Búa sig undir aðra hitabylgju vestanhafs

Íbúar og ráðamenn vesturstrandar Bandaríkjanna undirbúa sig nú fyrir aðra hitabylgju um helgina. Stutt er síðan hitamet voru slegin víðsvegar um norðvesturströnd Bandaríkjanna og vesturströnd Kanada í gífurlegra öflugri hitabylgju sem banaði hundruð manna.

Erlent
Fréttamynd

Treystum náttúrunni

Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum

Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2).

Innlent
Fréttamynd

Mikil­væg skref í rétta átt í plast­málum

Frá og með 3. júlí taka gildi margskonar breytingar sem miða að því að draga úr notkun óþarfa plasts í samfélaginu, til þess að varna því að það berist út í umhverfið og valdi þar skaða.

Skoðun