Umhverfismál

38 milljónir til að stöðva olíuleka úr El Grillo
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu umhverfis- og auðlindaráðherra að grípa til aðgerða til að stöðva olíuleka úr skipsflakinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar.

Segir málsmeðferðina stórskrítna
Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018. Þetta er bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA.

Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats
Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat.

Dýrmætasti lífeyrissjóður þjóðarinnar
Hvað varð okkur til bjargar í síðasta efnahagshruni? Það var ekki tilvist Kárahnjúkavirkjunar, ekki bygging virkjunar á Þeistareykjum eða kísilversins á Bakka og alls ekki kísilver United Silicon á Suðurnesjum.

Sticking Together
Recent events have shaken people around the world in diverse ways.

Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum
Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt.

Hver Íslendingur sóar að jafnaði níutíu kílóum af mat árlega
Ætla má að hver Íslendingur sói að meðaltali níutíu kílóum af mat árlega. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi.

Andvaka vegna ástandsins
Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru.

Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg
Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála.

Óhreinsað skólp fer nú út í sjó eftir að Reykvíkingar hunsuðu tilmæli
Hreinsistöð fráveitu við Klettagarða er nú óstarfhæf og fer óhreinsað skólp í sjó. Að sögn Veitna er ástæðan gríðarlegt magn af blautklútum, þar á meðal sótthreinsiklútum, í fráveitukerfinu í Reykjavík.

Sögur af endurkomu dýralífs vegna faraldursins orðum auknar
Samfélagsmiðlafærslur með röngum fullyrðingum um að dýralíf blómstri vegna minni umsvifa manna í kórónuveirufaraldrinum hafa farið á mikið flug undanfarna daga.

Blautklútar sem er hent í salerni skapa álag á hreinsistöðvar
Mikið álag er nú á búnaði og starfsfólki hreinsistöðva fráveitu Veitna í Klettagörðum og Ánanaustum vegna þess að magn blautklúta sem hent er í klósett virðist hafa aukið margfalt undanfarna daga.

Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst
Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Yfir tíu þúsund skammtar af veislumat beint í ruslið
Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, segir sex viðburðum sem fyrirtækið átti að þjónusta með mat á laugardaginn hafa afboðað aðeins nokkkrum klukkustundum áður en bera átti fram mat.

Biðja fólk í sóttkví um að flokka ekki
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar biðlar til fólks sem er í sóttkví eða einangrun í sveitarfélaginu vegna kórónuveirunnar að setja allan úrgang í almennt sorp og sleppa því að flokka til endurvinnslu.

Færeyingar svekktir og pirraðir út í hræsnarann Robert Plant
Hljómsveitin Saving Grace, með söngvarana Robert Plant og Suzi Dian innanborðs, hefur afboðað komu sína á færeysku tónlistarhátíðina G! Festival, sem fram fer um miðjan júlímánuð.

Tugir fyrirtækja kynntu nýjar grænar lausnir
Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins.

Dregur verulega úr mengun í Kína samhliða útbreiðslu kórónuveiru
Mikið hefur dregið úr mengun í Kína á síðustu dögum. Þetta sýna myndir frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA.

Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg
Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi.

Garðabær gegn sóun
Ný stefna okkar í umhverfismálum "Garðabær gegn sóun” er nú í innleiðingu hjá forstöðumönnum en stefnan tekur til innkaupa og úrgangsmála og nær til alls reksturs á vegum bæjarins.

Mælir með að sveitarstjórn veiti framkvæmdaleyfi um Teigsskóg
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í fyrradag að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi.

Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða
Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir.

Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar
Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag.

Arion banki krefur birgja um aðgerðir í loftslagsmálum
Bankastjóri Arion banka segir það stefnu bankans að krefja birgja um að taka mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi. Þetta kemur fram í ávarpi Benedikts Gíslasonar bankastjóra í ársskýrslu bankans.

Metanbóndi segir metanframleiðslu góða nýtingu á lífrænum úrgangi
"Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi.

Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar
Íslendingar standa sig einna verst allra þjóða í að tryggja velferð barna til framtíðar þegar horft er til losunar á gróðurhúsalofttegundum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem framkvæmdastjóri UNICEF segir marka vendipunkt í velferðarumræðu.

Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf
Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum.

Bein útsending: Umhverfisráðstefna Gallup
Útsending frá ráðstefnunni hefst klukkan 9.

Breytingin byrjar heima
Í fyrravetur sýndi Ríkissjónvarpið þættina hvað höfum við gert. Þeir vöktu verðskuldaða athygli. Í kjölfar þeirra ættum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert?

„Umhverfisvænt ál“ - úlfur í sauðargæru?
Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði sendir mér tóninn í grein sem kallast Tvískinnungur náttúruverndarsinnans og birtist á visir.is í gær. Tilefnið er ummæli mín um álverið í Straumsvík, fyrirtæki sem ég hef sagt vera í dauðastríði og lækning ekki í sjónmáli.