Bandaríkin

Fréttamynd

Loni Ander­son er látin

Bandaríska leikkonan Loni Anderson, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, er látin. Hún lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 79 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Neitað um lausn gegn tryggingu

Bandaríska tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs hefur verið neitað um lausn gegn tryggingu og þarf hann því að sitja inni þar til að dómari kveður upp um refsingu í máli hans 3. október næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Þor­gerður styður stofnun leyni­þjónustu

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofn­un leyniþjón­ustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers.

Innlent
Fréttamynd

Tíu prósenta tollur á fær­eyskar vörur

Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reiður Trump segir Schumer að fara til hel­vítis

Bandarískir öldungadeildarþingmenn fóru í gærkvöldi í mánaðarlangt sumarfrí. Það gerðu þeir án þess að hafa komist að samkomulagi um að ganga frá fjölmörgum tilnefningum Donalds Trump, forseta, til ýmissa embætta í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Trump brást reiður við og sagði Chuck Schumer, leiðtoga Demókrataflokksins í öldungadeildinni, að „fara til helvítis“.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell flutt í þægi­legra fangelsi

Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt.

Erlent
Fréttamynd

Leist ekki á hag­tölur og rak yfir­mann stofnunarinnar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu

Þegar Hrefna Marcher Helgadóttir lagði af stað einsömul til Balí sumarið 2018, vissi hún ekki að ferðalagið ætti eftir að snúa lífi hennar á hvolf. Þar hitti hún Eric Poole, bandarískan hermann sem hún eyddi einum sólarhring með, og síðan var ekki aftur snúið.

Lífið
Fréttamynd

Robert Wilson er látinn

Bandaríski leikstjórinn og leikskáldið Robert Wilson er látinn 83 ára að aldri. Hann er sagður hafa látist eftir snörp veikindi.

Lífið
Fréttamynd

Gary Busey játar kyn­ferðis­brot

Leikarinn Gary Busey hefur játað að framið kynferðisbrot. Upprunalega neitaði hann alfarið ásökunum um að hafa káfað á konum á hryllingsmyndaráðstefnu fyrir þremur árum en játaði fyrir dómara í gær að hafa brotið af sér.

Lífið
Fréttamynd

„Clinton á­ætlunin“ lík­lega til­búningur rúss­neskra njósnara

Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016.

Erlent
Fréttamynd

Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm

Popparinn Justin Timberlake greindist með Lyme-sjúkdóm, sem berst gjarnan í mannfólk gegnum skógarmítla, á tónleikaferðalagi sínu sem var að klárast

Lífið
Fréttamynd

Út­skúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar

Bandaríski leikarinn Neal McDonough telur að regla sem hann hefur sett sjálfum sér hafi orðið til þess að hann eigi erfiðara með að fá verkefni í Hollywood. Reglan er sú að hann heimtar að hann sé ekki látinn kyssa mótleikara sína. Hann vill einungis kyssa eiginkonu sína.

Lífið