Bandaríkin

Fréttamynd

Skotárás í lestarstöð í New York

Lögreglan í New York leitar manns sem sagður er hafa skotið fjölda fólks í lestarstöð í borginni á háannatíma í dag. Fregnir hafa einnig borist af sprengingu og að því að ósprungnar sprengjur hafi fundist á vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Segja Rússa beita efna­vopnum í Maríu­pol

Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter

Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja

Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns

Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. 

Erlent
Fréttamynd

Ever Forward hefur enn ekkert haggast

Gámaflutningaskipið Ever Forward hefur enn ekkert haggast eftir að hafa strandað í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir þremur vikum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Estelle Har­ris er látin

Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 

Lífið
Fréttamynd

Hættur í akademíunni eftir löðrunginn

Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock.

Lífið
Fréttamynd

Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum

Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar.

Erlent
Fréttamynd

Joe Exotic sækir um skilnað

Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta.

Lífið
Fréttamynd

Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar

Upplýsingar um símtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á tæplega átta klukkustunda tímabili vantar inn í gögn Hvíta hússins frá deginum þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Þingnefnd sem hefur árásina á þinghúsið til rannsóknar kannar nú hvort Trump hafi notað aðrar og óformlegar leiðir til að ræða við starfsmenn sína og stuðningsmenn.

Erlent