Sjávarútvegur

Fréttamynd

Þrettán milljarða króna söluhagnaður Hvals

Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriðja skipverjanum sagt upp

Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu.

Innlent
Fréttamynd

Gengið „hægt en örugglega“ að ná Sóley að landi

Það er lyginni líkast hve vel hefur gengið að ná rækjutogaranum Sóley Sigurjóns GK200, frá Garði, að landi á Akureyri samkvæmt Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra á Múlabergi, en áhöfn skipsins tók Sóleyju í tog eftir að eldur kom upp þar um borð á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkissaksóknari vill halda áfram rannsókn

Af fjórum kæruatriðum Jarðarvina gegn vinnubrögðum Hvals hf. eru tvö enn til rannsóknar. Lögreglustjórivildi hætta rannsókn á brotum er varða verkunaraðferðir Hvals en ríkissaksóknari skipaði að rannsókn skyldi halda áfram.

Innlent