Lögreglumál

Fréttamynd

Vopnað rán í Hlíðunum

Karlmaður var handtekinn fyrir vopnað rán í Hlíðunum í nótt en sá ógnaði konu með hnífi og rændi af henni síma. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Net­þrjótarnir þaul­skipu­lagðir í Lands­banka-svikum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert pláss fyrir of­beldi þegar stærsta ferða­helgi ársins fer fram

Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Lést í Brúar­á við að bjarga syni sínum

Karlmaður sem lést eftir að hafa fallið í Brúará í Biskupstungum um miðjan dag í gær var kanadískur ríkisborgari búsettur í Bandaríkjunum. Straumurinn í ánni bar manninn burt eftir að hann hafði komið syni sínum, sem fallið hafði í ána, til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um slagsmál í nótt

Lögreglu barst fjöldinn allur af tilkynningum um slagsmál og líkamsárásir í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Alls er minnst á sex líkamsárásir í tilkynningu frá lögreglu í morgun, jafnt í miðbænum sem og í úthverfum.

Innlent
Fréttamynd

Barn féll fimm­tán metra út um glugga á fjöl­býlis­húsi

Ungt barn féll út um glugga á fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Samkvæmt dagbók lögreglu var fallhæðin um fimmtán metrar en ekki kemur fram hver nákvæmur aldur barnsins er. Barnið var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar en er ekki með alvarlegt beinbrot. Innvortis meiðsli eru til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt um­ferðar­slys við Hval­fjarðar­göng

Ökumaður sem sagður er hafa verið á flótta undan lögreglu lenti í alvarlegum árekstri við Hvalfjarðargöng um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Sjónarvottur segir ökumanninn hafa kastast tíu metra frá slysstað í kjölfar árekstursins en bíllinn á að hafa flogið upp í loftið við höggið.

Innlent
Fréttamynd

Sparkaði í dyraverði og lögreglumenn

Óskað eftir aðstoð lögreglu að á skemmtistað í miðbænum vegna tveggja einstaklinga sem voru til vandræða. Annar einstaklingurinn handtekinn en hann er gurnaður um að hafa sparkað bæði í dyraverði og lögreglumenn en einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Einn stunginn í vopnuðu ráni í Reykja­vík

Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í Reykjavík snemma í morgun. Tveir aðilar heimtuðu þar fíkniefni af tveimur öðrum. Átök komu upp á milli mannanna og hlaut eitt fórnarlamba ránstilraunarinnar stungusár á handlegg. Árásaraðilarnir voru þó handteknir og vistaðir í fangageymslu. Hinn slasaði fór með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að snúa við áður en hann var stöðvaður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði rúmlega 100 ökutæki við umferðarpóst við Heiðmörk í kringum miðnætti í nótt. Réttindi ökumanna og ástand ökutækja voru athuguð en einn ökumaður reyndi að sögn lögreglu að snúa við áður en hann var stöðvaður. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.

Innlent