Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. september 2022 12:06 Sjoppan Prins í Hraunbæ. Búið er að lagfæra innganginn eftir flótta innbrotsþjófsins í fyrrinótt. Vísir/Vilhelm Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. Guðjón Jónasson er eigandi sjoppunnar. Hann sagði í viðtali við DV í gær að í fimm innbrotum hefði engu verið stolið nema fjórum sígarettupökkum. Engu væri að stela í sjoppunni. Guðjón ræddi málið í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Nýjasti innbrotsþjófurinn var mögulega innblásinn af töktum kvikmyndastjörnunnar Tom Cruise í spennumyndunum Mission Impossible. Innbrotsþjófurinn sagaði gat af þakinu og lét sig síga niður. Guðjón segist hafa tekið eftir því þegar hann mætti á vettvang á þriðjudagsmorgun að reipi hékk úr loftinu. „Ég bara byrja að grenja úr hlátri,“ segir Guðjón um sín fyrstu viðbrögð. „Þetta var bara sjokk.“ Guðjón hringdi á lögreglu og bað um að einhver yrði sendur á staðinn. Tom Cruise í Mission impossible.Skjáskot „Um leið og þeir koma þá hrista þeir bara hausinn. Hvað er í gangi hérna?“ og greinilegt að lögreglumenn voru hissa yfir töktum innbrotsþjófarins. Hann fór þó ekki sömu leið út og hann kom inn. Raunar var útgangan grátbrosleg. Guðjón lýsir því hvernig þjófurinn hafi brotið gat á hurðinni og troðið sér í gegnum gatið, sem var afar lítið. Svo lítið að hann festist í því um tíma og þurfti að skilja sigbúnaðinn eftir. Í þokkabót tókst honum að skera sig á brotnu gleri. Guðjón ítrekar í samtali við Vísi að það sé engu til að stela í búðinni. Hann geymi aldrei peninga yfir nótt í afgreiðslukassanum jafnvel Viðtalið við Guðjón í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. FM957 Brennslan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Guðjón Jónasson er eigandi sjoppunnar. Hann sagði í viðtali við DV í gær að í fimm innbrotum hefði engu verið stolið nema fjórum sígarettupökkum. Engu væri að stela í sjoppunni. Guðjón ræddi málið í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Nýjasti innbrotsþjófurinn var mögulega innblásinn af töktum kvikmyndastjörnunnar Tom Cruise í spennumyndunum Mission Impossible. Innbrotsþjófurinn sagaði gat af þakinu og lét sig síga niður. Guðjón segist hafa tekið eftir því þegar hann mætti á vettvang á þriðjudagsmorgun að reipi hékk úr loftinu. „Ég bara byrja að grenja úr hlátri,“ segir Guðjón um sín fyrstu viðbrögð. „Þetta var bara sjokk.“ Guðjón hringdi á lögreglu og bað um að einhver yrði sendur á staðinn. Tom Cruise í Mission impossible.Skjáskot „Um leið og þeir koma þá hrista þeir bara hausinn. Hvað er í gangi hérna?“ og greinilegt að lögreglumenn voru hissa yfir töktum innbrotsþjófarins. Hann fór þó ekki sömu leið út og hann kom inn. Raunar var útgangan grátbrosleg. Guðjón lýsir því hvernig þjófurinn hafi brotið gat á hurðinni og troðið sér í gegnum gatið, sem var afar lítið. Svo lítið að hann festist í því um tíma og þurfti að skilja sigbúnaðinn eftir. Í þokkabót tókst honum að skera sig á brotnu gleri. Guðjón ítrekar í samtali við Vísi að það sé engu til að stela í búðinni. Hann geymi aldrei peninga yfir nótt í afgreiðslukassanum jafnvel Viðtalið við Guðjón í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
FM957 Brennslan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira