Samgöngur

Fréttamynd

Tuð á twitter

Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast

Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda

Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka.

Innlent
Fréttamynd

Malbika veginn að Urriðafossi

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu 1,2 kílómetra kafla Urriðafossvegar. Kaflinn nær frá gatnamótunum á hringveginum við Þjórsárbrú að bílaplani við Urriðafoss.

Innlent
Fréttamynd

Vonast eftir aðkomu lífeyrissjóða að Sundabraut

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun kynna skýrslu um gerð Sundabrautar og hvernig hægt verði að fara í þær framkvæmdir. Þetta sagði Sigurður í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þegar hann var spurður um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að stórum samgönguframkvæmdum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Týr flutti sjúkling frá Siglufirði

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð til í gær vegna sjúkraflutnings frá Siglufirði. Hvorki var hægt að flytja sjúkling landleiðina né í sjúkraflugi vegna slæms veðurs og ófærðar.

Innlent
Fréttamynd

Milljarðs halli á vetrarþjónustunni samhliða ákalli eftir aukinni þjónustu

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar ég lendi í flóðinu þá er ég upp að hnjám þegar það stoppar“

Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. Til allrar lukku hafi farið betur en á horfðist en snjóflóðið náði Hannesi upp að hnjám, en hann var í óða önn ásamt þremur öðrum við að moka upp fjölskyldubíl sem sat fastur í skafli þegar flóðið féll.

Innlent
Fréttamynd

Áfram hættustig á Siglufirði

Óvissustig verður áfram á öllu Norðurlandi og hættustig á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Afleitt verður hefur verið fyrir norðan í dag, hvöss norðanátt með snjókomu eða éljum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisendurskoðun tekur út starfsemi Vegagerðarinnar

Alþingi samþykkti í dag að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, fór fram á úttektina sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta þingfundi eftir jólafrí í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg

Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum.

Innlent
Fréttamynd

Tesla Model 3 mest seldi bílinn á Íslandi

Tesla Model 3 var mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári en 858 slíkir rafbílar voru nýskráðir árið 2020. Næst á eftir kom tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander en 773 slík eintök voru nýskráð hér á landi, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra

Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.

Innlent