Leikhús

Fréttamynd

Troð­fullt hús og standandi lófa­klapp

Það var margt um manninn í Tjarnarbíói í gærkvöldi þegar fyrsta leiksýning ársins „Ífigeníu í Ásbrú“ var frumsýnd. Um er að ræða breskt verðlaunaverk eftir Gary Owen sem hefur farið sigurför um heiminn. Áhorfendur virtust mjög hrifnir og hlaut sýningin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu.

Menning
Fréttamynd

Ögn um Vigdísarþætti

Ég hef eins og aðrir fylgst af ánægju með sjónvarpsþáttunum um Vigdísi. Það hefur verið sönn gleði að sjá metnaðinn í framleiðslunni, útlitinu og leiknum og ástæða til að fagna því öllu og þakka fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Getu­leysi á stóra sviðinu

Löngun hennar í barn sem breytist í þrjáhyggju leiðir hana að lokum í einskonar geðrof og ofbeldisfullur endir verksins er ekki fyrir alla.

Gagnrýni
Fréttamynd

Barist um arfinn í Borgó

Köttur á heitu blikkþaki er magnþrungið leikverk eftir Tennessee Williams sem fjallar um fjölskyldu á krossgötum, valdabaráttu, lygar og sannleika. Verkið er einnig umdeilt þar sem það snertir á viðkvæmu efni um samkynhneigð og hefur leiktextanum verið breytt eða hann ritskoðaður í gegnum tíðina. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Fræga fólkið streymdi á há­punkt ársins í Þjóð­leik­húsinu

Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda í gærkvöldi, á öðrum degi jóla. Verkið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 og er því lýst sem er leiftrandi, áleitnu og átakanlegu nútímaverki. 

Lífið
Fréttamynd

Jói Pé og Króli skrifa söng­leik

Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins.

Menning
Fréttamynd

Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé ný­liði

Innan við sólarhringur er í að hulunni verði svipt af því hvaða 251 listamaður fékk náð fyrir augum úthlutunarnefnda úr þeim átta sjóðum sem veita listamannalaun. Listamönnunum sjálfum hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þó nokkrir eru með böggum hildar og ganga slyppir og snauðir á braut. Lítið heyrist í fámennari hópnum, þeim sem anda léttar og fengu þriggja til tólf mánaða blessun á umsókn sinni.

Innlent
Fréttamynd

Gleði­tár á hvarmi Fúsa við verð­launa­af­hendingu

Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fengu Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka sem veitt voru í morgun. Verðlaunin voru bæði veitt fyrir tímamótaverk í íslenskum atvinnuleikhúsum. Verðlaunahafi felldi tár og ljóð var ort í tilefni dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár

Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka.

Innlent
Fréttamynd

Er bók­staf­lega skít­hrædd

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur gefið út nýtt lag, lagið Skíthrædd. Um er að ræða titillagið í væntanlegum söngleik hennar sem byggir á hennar eigin lífsreynslu. Unnur segist hafa þurft að kljást við mikla lífshræðslu í gegnum lífið og áhyggjurnar snúa meðal annars að öndunarveginum og meltingarfærunum.

Lífið
Fréttamynd

Haga­skóli vann Skrekk

Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík í kvöld. Atriði skólans var ádeila á útlendingamálin.

Lífið
Fréttamynd

Jóla­boð sem gleður og yljar á að­ventunni

Þann 14. nóvember næstkomandi hefjast sýningar á Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu en sýningin hefur tvisvar áður verið á fjölum leikhússins. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Melkorku Tekla Ólafsdóttur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Komum í veg fyrir menningar­slys í fjár­lögum

Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi.

Skoðun
Fréttamynd

Símon veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta

Eltum veðrið er ný sýning Þjóðleikhússins og er óhætt að segja að hún hafi hlotið blendnar viðtökur. Símon Birgisson, kennari í Hafnarfirði og nýráðinn gagnrýnandi Viðskiptablaðsins, skefur ekki af því í nýjum dómi:

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Stikla úr sýningunni Óska­land

Vísir frumsýnir hér glænýja stiklu úr sýningunni Óskaland í tilefni af frumsýningu leikritsins á Stóra sviði Borgarleikhússins. Óskaland er fyndin og hjartnæm sýning um fjölskylduflækjur og kynslóðabil. Leikstjórn er í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er móðgun gegn Ís­landi“

Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. 

Menning