

Dalilah Muhammad frá Bandaríkjunum tryggði sér í nótt gullverðlaun í 400 metra grindarhlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó.
Bandaríkjamaðurinn Ashton Eaton tryggði sér sigur í tugþraut á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt en hann var að verja titil sinn frá því fyrir fjórum árum.
Bandaríkjamaðurinn Ryan Crouser varð í nótt Ólympíumeistari í kúluvarpi karla á Ólympíuleikvanginum í Ríó.
Bandaríkin vann í nótt þrefaldan sigur í úrslitahlaupi 100 metra grindarhlaups kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó.
Elaine Thompson frá Jamaíka fylgdi á eftir sigri sínum í 100 metra hlaupi kvenna með því að vinna einnig 200 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt komst í nótt einu skrefi nær því að vinna 200 metra hlaup karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð þegar hann vann undanúrslitin í 200 metra hlaupinu á Ólympíuleikvanginum í Ríó.
Tianna Bartoletta frá Bandaríkjunum varð í nótt Ólympíumeistari í langstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó en sigurinn var naumur eftir mikið bandarískt einvígi.
Aníta Hinriksdóttir stóð sig mjög vel á sínum fyrstu Ólympíuleikum þótt að hún hafi ekki náð komast í gegnum undankeppni 800 metra hlaupsins á ÓL í Ríó.
Ásdís Hjálmsdóttir varð í næstsíðasta sæti í undankeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.
Sandra Perkovic frá Króatíu vann í dag kringlukast kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó og fékk því gull í þessari grein á öðrum Ólympíuleikunum í röð.
Bandaríkjamaðurinn Christian Taylor vann gull aðra Ólympíuleikana í röð þegar hann tryggði sér sigur í þrístökki á Ólympíuleikunum í Ríó í dag.
Brasilíumaðurinn Thiago Braz da Silva varð Ólympíumeistari í stangarstökki karla í nótt eftir að hafa barist um gullið við heimsmethafann og Ólympíumeistarann Renaud Lavillenie frá Frakklandi.
Shaunae Miller frá Bahamaeyjum er nýr Ólympíumeistari í 400 metra hlaupi kvenna eftir að hafa unnið æsispennandi úrslitahlaup á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.
Kenýamaðurinn David Rudisha er Ólympíumeistari í 800 metra karla en hann vann úrslitahlaupið á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.
Hlé var gert á úrslitahluta frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó í nótt vegna öfgafullra veðuraðstæðna.
Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk sló í gær eitt af þessum langlífu heimsmetum frjálsra íþrótta þegar hann tryggði sér Ólympíugull í 400 metra hlaupi karla.
Við Íslendingar eigum Anítu Hinriksdóttur á Ólympíuleikunum í Ríó en Pólverjar eiga líka sína Anítu og sú gerði eitthvað í dag á leikunum í Ríó sem aldrei hefur verið gert áður.
Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, er mættur til Ríó til að fylgjast með sínu fólki en bæði Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir keppa í þessari viku.
Caterine Ibargüen frá Kólumbíu varð í nótt Ólympíumeistari í þristökki kvenna eftir flotta keppni á Ólympíuleikvanginum í Ríó.
Usain Bolt var í miklu stuði í nótt eftir sigur sinn í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann var að vinna 100 metra hlaupið á þriðju Ólympíuleikunum í röð.
Suður-Afríkumaðurinn Wayde van Niekerk tryggði sér í nótt sigur í 400 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann vann úrslitahlaupið með sannfærandi hætti og á nýju heimsmeti.
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark.
Þrírburar tóku þátt í maraþonkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu en maraþoninu fór fram í dag og lauk með sigri Jemimu Sumgong frá Kenýu.
FH varð í dag þrefaldur bikarmeistari í frjálsum íþróttum, en bikarkeppni FRÍ fróm fram í blíðviðri á Laugardalsvelli í dag.
Fimm konur skipa átta manna Ólympíulið Íslands í Ríó. Þetta er í fyrsta sinn í keppnissögu Íslendinga á sumarólympíuleikum þar sem konur eru í meirihluta. Leikarnir í Ríó eru því þegar orðnir sögulegir.
Unglingalandsmót UMFÍ var sett á íþróttavellinum í Borgarnesi í gær.
Rússar fá ekki að keppa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna eftir að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti þá í allsherjarbann en það er þó ein undantekning frá þeirri reglu.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann fimm gull á 90. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum og átti tvö bestu afrek mótsins. Eftir tveggja ára lægð bætir Arna sig stöðugt og hana dreymir um Ólympíuleika og Íslandsmet.
Ásdís Hjálmsdóttir vann þrjár kastgreinar og Arna Stefanía Guðmundsdóttir sýndi fjölhæfni sína á hlaupabrautinni á 90. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fór fram um helgina á Akureyri.
FH-ingarnir Kolbeinn Höður Gunnarsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvö hundruð metra hlaupi á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefur farið fram á Þórsvellinum á Akureyri um helgina.