Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Ásgerður Jana og Ingi Rúnar Íslandsmeistarar í fjölþrautum

Ásgerður Jana Ágústsdóttir úr UFA og Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki urðu í dag Íslandsmeistarar karla og kvenna í fjölþraut, Ingi Rúnar vann tugþrautina en Ásgerður Jana sjöþrautina. Meistaramót Íslands í fjölþrautum fór fram á Selfossi um helgina.

Sport
Fréttamynd

Aníta fer með til Möltu

Aníta Hinriksdóttir er meðal þeirra sextán íslenskra keppenda sem keppa á fyrsta Smáþjóðameistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram á Möltu í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

EM farar meðal keppenda á JJ-móti Ármanns í kvöld

Það stefnir í hörku keppni á Laugardalsvelli í kvöld á JJ-móti Ármanns. Hafdís Sigurðardóttir UFA er komin til landsins frá Svíþjóð, þar sem hún æfir nú og mun keppa í langstökki klukkan 19:30 í kvöld. Fágætt tækifæri til að sjá þessa glæsilegu íþróttakonu stökkva í Laugardalnum í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Hilmar Örn með Íslandsmet pilta á móti í Flórída

Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari úr FH, sem nú stundar nám og keppni með University of Virginía, stórbætti í dag sinn besta árangur í sleggjukasti á háskólamóti sem fram fór í Tallahassee í Flórída í Bandaríkjunum þegar hann kastaði 71,52 metra með karlasleggju.

Sport
Fréttamynd

Kári með gott hlaup á HM í hálfmaraþoni

Þrír Íslendingar voru á meðal keppenda á HM í hálfmaraþoni í Cardiff í Wales í dag. Þetta voru ÍR-ingarnir Kári Steinn Karlsson, Arnar Pétursson og Ármann Eydal Albertsson.

Sport
Fréttamynd

Aníta hljóp sig inn í úrslitin

Aníta Hinriksdóttir er komin í úrslitahlaupið á HM innanhúss í 800 metra hlaupi, en HM innanhúss fer fram í Portland í Bandaríkjunum þessa daganna.

Sport
Fréttamynd

Aníta hljóp ein

Aníta Hinriksdóttir var ótvíræður sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna, en hún var eini keppandinn sem hljóp.

Sport
Fréttamynd

Öruggt gull hjá Hafdísi í langstökkinu

Hafdís Sigurðardóttir heldur áfram að bæta í gullskápinn á Meistaramóti Ísland í frjálsum íþróttum innanhúss, en keppnin fer fram í Laugardalshöllinni um helgina.

Sport