Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Sigurjón og Christine ofurhlauparar ársins

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ.

Sport
Fréttamynd

Kipketer segir frá ferlinum

Dansk-keníski hlauparinn Wilson Kipketer kemur hingað til lands í næsta mánuði og heldur fyrirlestur á Grand Hótel í Reykjavík þann 10. nóvember næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði besti tugþrautarmaður Norðurlanda árið 2012

Tugþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson úr ÍR átti frábært ár og nú er orðið ljóst að enginn tugþrautarmaður á Norðurlöndum gerði betur en þessi 22 ára strákur á þessu ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.

Sport
Fréttamynd

Aníta efst á heimslistanum - frábært ár 2012

Hlaupakonan efnilega Aníta Hinriksdóttir úr ÍR trónir á toppi heimslistans árið 2012 í 2000 metra hindrunarhlaupi í flokki unglinga 17 ára og yngri með tímann 6:34,80 mínútur. Sá tími er auðvitað glæsilegt íslenskt aldursflokkamet í greininni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.

Sport
Fréttamynd

Stefnumót með gulldrengnum Jóni Margeiri

Landsmönnum gefst um helgina kostur á að snæða með fulltrúum Íslands á nýafstöðuna Ólympíumóti fatlaðra í London. Um er að ræða styrktarsamkomu í þágu Íþróttasambands fatlaðra en öll innkoma rennur til sambandsins.

Sport
Fréttamynd

Ásdís þarf ekki í aðgerð

Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið til skoðunar hjá læknum vegna ökklameiðsla sem hún varð fyrir í mars á síðasta ári.

Sport
Fréttamynd

Samstarfi Ásdísar og Stefáns lokið

Stefán Jóhannsson er ekki lengur þjálfari spjótkastarans Ásdísar Hjálmsdóttur en þetta kom fram í fréttatilkynningu frá frjálsíþróttadeild Ármanns í morgun.

Sport
Fréttamynd

Frá gjaldþroti til gullverðlauna

ÍR-ingar urðu um síðustu helgi þrefaldir bikarmeistarar í frjálsíþróttum í fyrsta skipti síðan 1985. Margt hefur breyst hjá frjálsíþróttadeildinni sem varð gjaldþrota árið 2000 en er nú langfjölmennust á landinu.

Sport
Fréttamynd

Frjálsíþróttadómari fékk spjót í hálsinn og dó

75 ára þýskur frjálsíþróttadómari lést á sjúkrahúsi í nótt eftir að hafa fengið í sig spjót á frjálsíþróttamóti í gær. Þetta kemur fram á vefsíðu þýska blaðsins Bild. Dómarinn hét Dieter S. og var að vinna við mót í Düsseldorf.

Sport
Fréttamynd

ÍR með þrettán stiga forskot á FH eftir fyrri daginn í bikarkeppni FRÍ

ÍR leiðir bæði stigakeppni karla og kvenna eftir fyrri dag í Bikarkeppni FRÍ, sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Í karlaflokki er ÍR með 52 stig eða níu stigum meira en FH sem er í öðru sæti. Í kvennakeppninni er minni munur á efstu liðum en þar er forskot ÍR-inga fjögur stig, 43 stig á móti39 stigum FH-inga.

Sport
Fréttamynd

Ásdís í áttunda sæti í Lausanne - kastaði 59,12 metra

Ásdís Hjálmsdóttir endaði í áttunda sæti af níu keppendum á Demantamóti IAAF í Lausanne í Sviss í kvöld en Ásdís kastaði lengst 59,12 metra í öðru kasti sínu. Þetta var annað Demantamót Ásdísar á þessu ári en hún endaði í 5. sæti í New York fyrr í sumar.

Sport
Fréttamynd

Hægt að sjá Ásdísi keppa á NRK2 á Fjölvarpinu í kvöld

Ásdís Hjálmsdóttir keppir á Demantamóti IAAF í frjálsum íþróttum í kvöld en mótið fer að þessu sinni fram í Lausanne í Sviss. Ásdís, sem setti nýtt og glæsilegt Íslandsmót á Ólympíuleikunum í London á dögunum, er ein af níu spjótkösturum sem keppa í spjótkasti kvenna.

Sport
Fréttamynd

Ostapchuk þarf að skila gullinu

Nadzeya Ostapchuk frá Hvíta-Rússlandi þarf að skila gullverðlaunum sínum í kúluvarpskeppni kvenna á Ólympíuleikunum. Ostapchuk féll á lyfjapróf.

Sport
Fréttamynd

Buxurnar rifnuðu á versta stað

Norski hlaupagarpurinn Henrik Ingebrigtsen kom í mark á nýju norsku meti í 1500 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í gær. Hann hafnaði í 5. sæti en ekki síðri athygli vöktu stuttbuxur kappans.

Sport
Fréttamynd

Hásinin fór á versta tíma | Síðasti koss Liu

Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008.

Sport
Fréttamynd

Ólympíumet og gull til Ástrala

Sally Pearson frá Ástralíu marði sigur í úrslitum 100 metra grindahlaups kvenna í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Rússar fengu gull í hástökki

Ivan Ukhov frá Rússlandi stökk 2,38 metra í hástökkskeppni karla á Ólympíuleikunum og tryggði sér og þjóð sinni gullverðlaun.

Sport