Tennis

Fréttamynd

Djokovic tapaði óvænt á móti Þjóðverja

Tommy Haas, 34 ára gamall Þjóðverji, vann óvæntan sigur á Serbanum Novak Djokovic í 4. umferð á Sony Open tennismótinu í Miami í nótt en Djokovic er efstur á heimslistanum og var búinn að vinna þetta mót tvö undanfarin ár.

Sport
Fréttamynd

Báðar keyrðar í burtu í hjólastól

Franska tenniskonan Alize Cornet vann þá bandarísku Lauren Davis á Opna Sony tennismótinu í Miami í nótt sem vakti kannski ekki sérstaka eftirtekt nema fyrir það að báðar þurftu hjólastól til að yfirgefa völlinn.

Sport
Fréttamynd

Nadal er kominn í gamla formið

Spánverjinn Rafael Nadal er mættur aftur og hann vann enn einn titilinn í gær eftir að hafa jafnað sig á langvarandi meiðslum.

Sport
Fréttamynd

Nadal sló út Federer

Rafael Nadal virðist óðum vera að finna sitt fyrra form eftir langverandi meiðsli. Hann vann í nótt góðan sigur á Roger Federer á móti í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Nadal vann sitt 38. mót á leir

Spánverjinn Rafael Nadal sigraði Mexican Open mótið um helgina þegar hann vann landa sinn David Ferrer í tveimur settum 6-0 og 6-2 í úrslitum en viðureignin tók aðeins 65 mínútur.

Sport
Fréttamynd

Hjördís og Rafn sigurvegarar á fyrsta Stórmóti TSÍ í ár

Fyrsta Stórmót Tennissambands Íslands fór fram um helgina í Tennishöllinni Kópavogi. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sigruðu í einliðaleik í kvenna- og karlaflokki.

Sport
Fréttamynd

Serena í sögubækurnar

Serena Williams mun í næstu viku endurheimta efsta sæti heimslistans í tennis og verða þar með elsta kona sögunnar til að ná þeim árangri.

Innlent
Fréttamynd

Sögulegur sigur hjá Djokovic í Melbourne

Serbinn Novak Djokovic tryggði sér í dag sigur á opna ástralska mótinu í tennis þriðja árið í röð þegar hann vann Bretann Andy Murray 3-1 í úrslitaleiknum í Melbourne.

Sport
Fréttamynd

Murray sló út Federer - mætir Djokovic í úrslitaleiknum

Ólympíumeistarinn Andy Murray frá Englandi tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag með því að vinna Svisslendinginn Roger Federer í oddasetti í undanúrslitum. Andy Murray mætir Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

Murray byrjar vel á nýju ári

Tenniskappinnn Andy Murray byrjar vel á nýju ári en hann vann Brisbane mótið um helgina eftir sigur á Búlgaranum Grigor Dimitrov, 7-6 og 6-4.

Sport
Fréttamynd

Djokovic byrjaði árið á tapi

Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, tapaði óvænt gegn Ástralanum Bernard Tomic í hinum árlega Hopman-bikar sem fram fer á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Caroline Wozniacki gerði góðlátlegt grín að vaxtarlagi Serenu Williams

Caroline Wozniacki gerði góðlátlegt grín að Serenu Williams á kynningarmóti sem fram fór í Brasilíu um helgina. Hin danska Wozniacki tróð handklæði inn á sig til þess að líkjast bandarísku tennisstjörnunni Williams í sýningarleik gegn hinni rússnesku Mariu Sharapovu. Leikurinn var hluti af kynningu á tennisíþróttinni í Brasilíu í tengslum við ólympíuleikana sem fara fram í Rio de Janeiro árið 2016.

Sport
Fréttamynd

Nadal hugar að endurkomu í desember

Rafael Nadal ætlar sér að snúa til baka á tennisvöllinn í desember en þessi magnaði tenniskappi hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri.

Sport
Fréttamynd

Wozniacki aftur í hóp þeirra tíu bestu í heimi

Danska tenniskonan Caroline Wozniacki er komin í úrslit á Tournament of Champions tennismótinu í Sofíu í Búlgaríu og hefur um leið endurheimt sæti meðal tíu bestu tenniskvenna heims. Wozniacki mætir Nadia Petrova frá Rússlandi í úrslirtaleiknum í dag.

Sport
Fréttamynd

Birkir og Hjördís Rósa unnu örugglega

Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar unnu Babolat 4.Stórmót TSÍ á dögunum. Birkir vann einnig tvíliðaleikinn og Hjördís Rósa vann einnig í flokki 16 ára og yngri.

Sport
Fréttamynd

Djokovic náði fram hefndum gegn Murray

Serbneski veitingahúsaeigandinn og tenniskappinn Novak Djokovic tryggði sér í gær sigurinn á Shanghai-masters mótinu í Kína. Hann lagði þá Andy Murray í þremur settum.

Sport
Fréttamynd

Djokovic sigraði Murray

Novak Djokovic náði að snúa töpuðum leik í sigur í úrslitum Shanghai meistaramótsins í tennis. Djokovic sigraði Andy Murray í mögnuðum úrslitaleik þar sem báðir leikmenn létu skapið hlaupa með sig í gönur. Djokovic vann 2-1 (5-7, 7-6 (13/11) og 6-3).

Sport
Fréttamynd

Federer hótað lífláti í Kína

Einn besti tenniskappi heims, Roger Federer, hefur ákveðið að taka þátt í Shanghai Masters í Kína. Ekki eru allir kátir með það því Federer hafa borist líflátshótanir þannig að ákveðið hefur verið að auka öryggisgæslu á mótinu.

Sport