
Landsdómur

Geir á forsíðu Wikipedia-alfræðiritsins
Ákvörðun Alþingis um að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur vakið heimsathygli. Meðal annars má finna mynd af Geir og greinarstúf á alfræðisíðunni Wikipedia.org í dag.

Saksóknari í máli Geirs ekki fundinn
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur enn ekki fengið fréttir af því hvern Atlanefndin svokallaða hyggst tilnefna sem saksóknara í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.

Atli bjóst ekki við ákærum
Stjórnmál Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram.

Steingrímur bauð í sumarbústað tengdó
Geir Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, reyndi eftir kosningarnar 2007 að koma á fundi um ríkisstjórnarmyndun flokkanna. Á þeim tíma sagði Steingrímur hins vegar á Stöð 2 að Vinstri grænir lytu hinum formlegu reglum um stjórnarmyndun og leiðinlegur svipur væri á öðru.

Einar K.: „Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd“
Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap.

Ingibjörg Sólrún: Mér finnst þetta dapurlegt
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sakar forystu Vinstri grænna um pólitíska ofsóknir í Landsdómsmálinu og segir að ákærunar standist ekki lög.

Geir fær stuðning frá Eyjum
Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, harma að þrjátíu og þrír þingmenn hafi í gær ákveðið að draga Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdóm vegna meintra brota gegn ráðherraábyrgð.

Skúli: Tilraun sem mistókst
Lög um landsdóm eru meingölluð og niðurstaðan í gær sýnir að Alþingi ræður ekki við það verkefni að taka afstöðu til ráðherraábyrgðar. Þetta segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkspólitík hafi ráðið för við atkvæðagreiðslu hjá öllum þingflokkum nema Framsókn og Samfylkingu.

Ódrengilegt og pólitískt vitlaust
Enn og aftur missir Alþingi Íslendinga niður um sig í beinni útsendingu, og í þetta sinn einmitt á meðan þingmenn áttu að vera að skrifa Íslandssöguna.

Hvar er Björgvin?
Enn er óljóst hvort Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskipta- og efnahagsráðherra, taki aftur sæti á Alþingi.

Saksóknara leitað í hópi sérfræðinga Atlanefndarinnar
Alþingi mun á næstu dögum þurfa að velja saksóknara til þess að sækja mál gegn Geir H. Haarde forsætisráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist ætlast til þess af Atla Gíslasyni formanni

Heimdallur gefur út ákærur á hendur Steingrími J. Sigfússyni
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út ákæru á hendur Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna framgöngu hans í Icesave-málinu samkvæmt tilkynningu sem Heimdallur sendi frá sér nú í kvöld.

Geir er kominn með lögmann - myndskeið
Geir Haarde hefur fengið Andra Árnason til þess að gæta hagsmuna sinna nú þegar að ákveðið hefur verið að ákæra hann fyrir Landsdómi. Þetta sagði Geir í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fjórir þingmenn vildu ákæra Geir en ekki Ingibjörgu
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar og Skúli Helgason greiddu öll atkvæði með ákæru á hendur Geir Haarde en gegn ákæru á hendur fyrrverandi ráðherrum Samfylkingarinnar úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem var við völd í aðdraganda hrunsins.

Geir dreginn fyrir landsdóm - restin slapp
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra verður einn ákærður og dreginn fyrir landsdóm en Alþingi samþykkti ekki ákærur gegn hinum þremur ráðherrunum.

Ingibjörg Sólrún: Vissi ekkert við hverju ég átti að búast
„Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta í dag,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, en Alþingi felldi þá tillögu að henni skyldi verða stefnt fyrir landsdóm.

Björgvini ekki heldur stefnt fyrir landsdóm
Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Árni sleppur líka
Árni M. Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Ingibjörg Sólrún sleppur við ákæru
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður ekki stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslum á Alþingi.

Geir H. Haarde ákærður
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður stefnt fyrir landsdóm samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu á Alþingi sem var að falla.

Mun ekki hafa áhrif á samstarfið
Steingrímur J. Sigfússon segir að verði tillaga um að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm felld á Alþingi hafi það ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið.

Þórunn greiðir ekki atkvæði með ákærum
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra mun ekki greiða atkvæði með því að fyrrverandir ráðherrum verði stefnt fyrir landsdóm. Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar telur réttast að þegar verði boðað til kosninga.

Styttist í atkvæðagreiðslu um ákærur
Meirihluti Atlanefndarinnar leggur enn til að þrír til fjórir fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir til Landsdóms. Minnihluti Sjálfstæðismanna í nefndinni telur engar efnislegar forsendur vera til ákæru á hendur ráðherrunum. Atkvæðagreiðsla um málið fer í fyrsta lagi fram á morgun.

Gerðu grein fyrir sínum þætti í júní
Ólíklegt er að fleiri fyrrverandi ráðherrar skili af sér sérstakri greinargerð um störf sín í aðdraganda bankahrunsins eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, gerði fyrir helgi.

Telja ráðherrana fjóra ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd Alþingis telja að ýmsar reglur laga ráðherraábyrgð og landsdóm standist ákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta eigi meðal annars við um reglurnar um ákæruvald Alþingis, pólitíska skipun hluta dómenda við landsdóm og það

Bjarni Ben bendir á fáránleika málsins
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varar við því að matsákvæði séu notuð í málum ráðherranna fyrrverandi sem meirihluti þingmannanefndar leggur til að verði ákærðir fyrir landsdómi. Þingið sé komið í algerar ógöngur verði farið að tillögunum.

Miðlaði upplýsingum áfram
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra neitar að hafa haldið upplýsingum frá Björgvin G. Sigurðssyni þáverandi viðskiptaráðherra um bága stöðu bankanna í aðdraganda bankahrunsins. Jafnframt var aldrei rætt um bankaáhlaup á Landsbankann í Bretlandi á fundi sem hún sat með formanni bankaráðs Seðlabankans í forsætisráðuneytinu í apríl 2008.

Segja lögin standast ákvæði stjórnarskrárinnar
Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis telur að lög um ráðherraábyrgð og landsdóm standist ákvæði stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð.

Fylgismenn Samfylkingar klofnir í afstöðu til ákæra
Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir.

Sex af tíu vilja fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm
Ríflega sex af hverjum tíu landsmönnum vilja að einhverjir af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu verði ákærðir fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi.