Netglæpir

Hver stjarnan á fætur annarri fyrir barðinu á hakkaranum
Sunneva Einarsdóttir, strákarnir í Æði, Ástrós Trausta og Dóra Júlía eru á meðal fjölmargra nýrra fórnarlamba hakkara nokkurs sem hefur tekið yfir hvern Instagram-reikninginn á fætur öðrum undanfarinn rúman sólarhring.

Hakkarar í herferð: Birgitta Líf og Kristín Péturs á meðal fórnarlamba
„Ég var með allt á hreinu hélt ég varðandi öryggi að ég hélt en einhvern veginn gerist þetta og þessi maður nær að hakkar sig inn á Instagrammið mitt,“ segir leikkonan Kristín Pétursdóttir í samtali við Vísi.

Eins og fullur kakkalakki hafi hannað þetta barnalega svindl
Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur og tónlistarmaður lét netsvikahrapp heyra það í grjóthörðu svari.

Milljörðum lykilorða lekið á netið
Milljörðum lykilorða var lekið í umfangsmiklum gagnaleka í síðustu viku. Sérfræðingur í netöryggismálum segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fólk lendi í að gögnum tengdum þeim verði lekið.

Landsbankinn varar við fölskum smáskilaboðum
Landsbankinn varar við fölskum SMS-skilaboðum sem send hafa verið á fólk í nafni bankans.

Tölvuþrjótar segjast hafa komist yfir grunnkóða Electronic Arts
Tölvuþrjótar brutust inn í kerfi Electronic Arts, eins stærsta tölvuleikjaframleiðanda í heimi, og tókst að stela grunnkóða nokkurra leikja fyrirtækisins.

Stærsti kjötframleiðandi heims greiðir lausnargjald í kjölfar netárásar
Stærsti kjötframleiðandi í heimi, brasilíska stórfyrirtækið JBS, hefur neyðst til að greiða tölvuþrjótum lausnargjald upp á um 11 milljónir dollara.

Stálu bandarísk yfirvöld lausnargjaldinu til baka?
Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að þar á bæ hafi mönnum tekist að ná til baka mest öllu lausnargjaldinu sem greitt var á dögunum til tölvuþrjóta sem höfðu lokað Colonial eldsneytislínunni á austurströnd Bandaríkjanna.

Lögregla rannsakar 97 milljóna tap einstaklings á netinu
Lögregla hefur til rannsóknar mál einstaklings sem tapaði 97 milljónum króna á netsvikum. Að sögn Daða Gunnarssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tapar eldra fólk stærri fjárhæðum.

Peningar óþokkans runnu til góðgerðarmála
Móðir lét peninga sem dóttir hennar fékk fyrir kynferðislegar myndir af sér til níðings á netinu renna til SOS barnaþorpa á Íslandi.

Írska heilbrigðisþjónustan á hnjánum vegna tölvuvíruss
Stjórnendur opinberu heilbrigðisþjónustunnar á Írlandi hafa lokað öllum tölvukerfum og afbókað fjölda læknisheimsókna í kjölfar netárásar.

Staðhæfir að nettröll á vegum Vg fari um samfélagsmiðla
Gunnar Smári Egilsson, hugmyndafræðingur Sósíalistaflokks Íslands, heldur því fram fullum fetum að Vinstri græn geri út fólk til að spilla pólitísku samtali á samfélagsmiðlum.

Undir fölsku flaggi í nafni DHL og svíkja út fé í gegnum SMS
Flutningsfyrirtækið DHL á Íslandi varar við smáskilaboðum sem send hafa verið út í nafni fyrirtækisins þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi í nafni DHL og reyna að svíkja út fé. Fyrirtækið ítrekar að fyrirtækið biður viðskiptavini aldrei um kortaupplýsingar líkt og gert er á vefslóðinni sem fylgir umræddum svikaskilaboðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DHL.

„Leikarinn, athafnamaðurinn og kraftakarlinn Ari Eldjárn“
Ari Eldjárn er nýjasta viðfangsefni þeirra sem standa fyrir þrálátri óværu/svindli á Facebook.

Ekki borga!: Lögregla varar við fjárkúgunartilraunum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa upp á síðkastið verið að berast tilkynningar um fjárgkúgunartilraunir tengdar kynferðislegum myndsamtölum á netinu.

15 prósent Breta nota gæludýranöfn sem aðgangsorð
Milljónir Breta nota nöfn gæludýra sem aðgangsorð ef marka má nýja könnun National Cyber Security Centre (NCSC). Könnunin leiddi í ljós að um 15 prósent nota gæludýranöfn sem leyniorð, 14 prósent nafn fjölskyldumeðlims og 13 prósent einhverja markverða dagsetningu.

Varar við netsvindli
Pósturinn hefur aftur varað við að óprúttnir aðilar séu að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar.

Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir
Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum.

Vara við svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni DHL og Póstsins
Valitor varar við svikahröppum sem reynt hafa að blekkja korthafa til að staðfesta kort í Apple Pay-snjallsímalausninni eða gefa upp SMS-öryggiskóða. Þannig hafa „sviksamlegir tölvupóstar“ til að mynda verið sendir út í nafni þekktra fyrirtækja á borð við DHL og Póstinn að því er fram kemur í tilkynningu frá Valitor.

Vara við svikahröppum í aðdraganda Svarts föstudags og Netmánudags
Síðustu daga hefur Netöryggissveitin séð aukningu í svikaherferðum í nafni sendingarfyrirtækja.

Lögreglu blöskrar framkoma gagnvart þjóðargerseminni Páli Óskari
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir dæmigert af svikahröppum að nota jafn viðkunnanlegan mann og Pál Óskar í svindl sitt.

Finnar í áfalli vegna netglæps sem gæti haft áhrif á þúsundir viðkvæmra sála
Talið er að meðferðarskjölum allt að tvö þúsund skjólstæðinga finnsku sálfræðiþjónustunnar Vastaamo hafi verið lekið á netið. Tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir gögn um tugi þúsunda skjólstæðinga fyrirtækisins.

Lögreglan varar við skæðum gíslatökuforritum
Um er að ræða forrit sem tölvunotendur eru ginntir til að hlaða niður í gegn um netið.

Tölvuþrjótar nýti sér heimsfaraldurinn
Um tveir milljarðar hafa tapast á árinu vegna netglæpa. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta.

Svikahrapparnir hafa reynt að nýta sér kortaupplýsingarnar
Dæmi eru um að svikahrappar hafi reynt að skrá kortaupplýsingar sem fengust í gegnum netsvindl í gær.

Valitor varar við svikapóstum í nafni Póstsins
Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor.

Vonast til þess að bláa merkið fæli netníðingana frá
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur.

Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms
Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám.

Óvissustigi vegna netárásar aflýst
Neyðarstjórn fjarskiptageirans ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta óvissustigi vegna hættu á netárás.

Netöryggissveitir í viðbragðsstöðu vegna alvarlegra hótana
Tölvuþrjótar hóta alvarlegum netárásum greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Þeir hóta því að árásirnar verði gerðar í dag.