Kosningar 2013

Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag
"Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma.

Mesta fylgistap VG í kjördæmi Þjórsár og Helguvíkur
Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest.

Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær
Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag.

Bjarni mætir fyrstur til forsetans
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu.

Slagurinn mun standa um forystuhlutverkið
Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna.

Fólk vill ekki borga af íbúðalánum sínum vegna loforða Framsóknar
Í grein um kosningarnar í Financial Times kemur fram að íbúðaeigendur vilji ekki borga af íbúðarlánum sínum þar sem þeir eigi von á skuldaniðurfellingu þeirra á næstunni.

"Mikilvægur sigur fyrir flokkinn og þjóðina"
Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fagnar sigri flokksins í Alþingiskosningunum en óttast að menn reyni að einangra hann í stjórnarmyndunarumræðum.

Samhljómur varðandi ýmis mál
Formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks könnuðust ekki við að hafa rætt stjórnarmyndun sín á milli, en segja samhljóm milli flokkanna í ýmsum málum. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í Alþingiskosningum gærdagsins hittust í myndveri Stöðvar 2 og ræddu við Kristján Má Unnarsson.

Kærur hafa ekki áhrif
Niðurstaða yfirstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður er sú að farið hafi verið að lögum um meðferð kjörkassa, en tvær kærur bárust kjörstjórninni í gær.

Þögul Jóhanna virti blaðamenn ekki viðlits
Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar.

"Free at last," segir Þráinn
Þráinn bertelsson, þingmaður VG, kveður þingheim.

Formennirnir á Stöð 2 í kvöld
Formenn flokkanna, sem fengu menn kjörna á Alþingi í þingkosningunum í gær, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld, um klukkan 18.55, strax að loknum fréttum. Nú þegar dómur kjósenda liggur fyrir, og nýjustu tíðindi hafa borist frá Bessastöðum, frá blaðamannafundi forseta Íslands, verður farið yfir það hversvegna fór sem fór, hvaða skilaboð felast í úrslitunum og hverjir eru að fara að mynda ríkisstjórn. Gert er ráð fyrir að umræðan standi í um 30 mínútur. Þættinum stýrir Kristján Már Unnarsson.

Bjarni fagnar niðurstöðunni
"Við erum afskaplega þakklát fyrir þennan stuðning,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Karen Kjartansdóttir fréttamaður ræddi við hann í gær. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kosningunum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru báðir með 19 þingmenn kjörna.

Segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei hafa átt betur við en nú
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, útilokar ekki stjórnarmyndunarumræður verði leitað til flokksins.

Þessir hætta á þingi
Fjölmargir þingmenn hætta á Alþingi núna. Sumir þeirra höfðu ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu og voru því ekki á lista. Aðrir náðu einfaldlega ekki kjöri, annað hvort vegna slæmrar útkomu framboðs þeirra í kosningunum í gær eða þá að þeir röðuðust aftarlega á lista þegar forval í flokkunum var haldið í aðdraganda kosninganna.

ding! ding! ...Óttarr náði á þing
"Maður er dálítið að átta sig á þessu núna en þetta leggst ágætlega í mig,“ segir Óttarr Proppé um úrslit kosninganna í gær, en hann er á leið á þing fyrir Bjarta Framtíð.

Konum fækkar á þingi
Hlutfall kvenna á þingi eftir þessar kosningar er 39,7% sem er 3,2% minna en eftir kosningarnar 2009 þegar hlutfall kvenna var 42,9%. Þetta sýna niðurstöður Kristínar Ásu Einarsdóttur félagsfræðings sem tók saman tölurnar í morgun.

"Ekki sjálfgefið að menn nái saman"
Formennirnir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vilja engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefjist í dag.

Sannfærður um að Framsóknarflokkurinn nái stefnumálum í gegn
"Ég er mjög spenntur og mjög ánægður með þennan árangur,“ sagði Frosti Sigurjónsson, nýr þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Gunnar Reynir Valþórsson fréttamaður tók hann tali i nótt.

Jóhanna fundar með forseta klukkan þrjú
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan þrjú. Þar mun Jóhanna væntanlega biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Samkvæmt stjórnskipunarhefð mun Ólafur Ragnar þá biðja Jóhönnu um að leiða núverandi stjórn sem starfsstjórn þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að ræða við fjölmiðla þegar fundi hans með Jóhönnu er lokið. Jóhanna verður í viðtali við Kristján Má Unnarsson í hádegisfréttum.

Jóhanna í hádeginu í aukafréttum á Stöð 2
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra verður í viðtali í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12.00 á hádegi, sem jafnframt er sendur út á Bylgjunni. Þar munu fréttamenn Stöðvar 2 fara ítarlega yfir kosningaúrslitin og fá viðbrögð forystumanna flokkanna. Einnig verða sýndir svipmyndir frá kosninganóttinni og reynt að meta hvaða tíðindi felast í niðurstöðunni. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur verður einnig í viðtali til að greina kosningaúrslitin.

Sátt við niðurstöðu Bjartrar Framtíðar
Heiða Kristín Helgadóttir, frambjóðandi Bjartrar Framtíðar, er sátt við niðurstöðu flokksins í þingkosningunum. Flokkurinn fékk sex þingmenn kjörna en Heiða Kristín er ekki á meðal þeirra. Hún segir í samtali við Karen Kjartansdóttur að það sé rangt að telja niðurstöðu kosninganna vonbrigði miðað við hvernig flokkurinn mældist í könnunum.

Segir vænlegra fyrir Framsókn að mynda ríkisstjórn til vinstri
Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Framsóknarflokkinn í erfiðri stöðu myndi hann ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Vilja vinna með öllum
Helgi Hrafn Gunnarsson er á leið á þing, einn þriggja Pírata, en Helgi er meðal 27 nýrra þingmanna eftir kosningar gærdagsins.

Katrín sátt við baráttu flokks síns
"Ég held að við getum verið sátt við okkar baráttu og ég held að við höfum bætt aðeins í á lokametrunum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við Karen Kjartansdóttur fréttamann á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísi þegar meginlínur lágu fyrir í kosningunum í nótt.

Þetta eru þingmenn nýju flokkanna
Þrír Píratar ná inn á þing samkvæmt lokatölum. Birgitta Jónsdóttir er eini nýi þingmaðurinn en auk hennar ná Jón Þór Ólafsson inn kjöri í Reykjavík suður og Helgi Hrafn Gunnarsson í Reykjavík norður.

Þetta eru nýju þingmennirnir
Hér að neðan má sjá nýtt Alþingi. Um þriðjungur þingmannanna, eða 27, koma nýir inn. Flestir þeirra eru þingmenn Framsóknarflokksins en þingmönnum flokksins fjölgaði um tíu. Yngsti þingmaðurinn, Jóhanna María Sigmundsdóttir, verður 22 ára á árinu. Hún er þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Tíðindalítil kosninganótt hjá lögreglu
Tveir menn slegnir í miðbænum og rúðubrjótur í austurborginni færður í fangageymslu.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur jafnstórir
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru jafnstórir þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. Samfylkingin fær níu þingmenn, VG sjö og Björt Framtíð sex þingmenn. Tuttugu og átta nýir þingmenn koma inn, eða rétt tæplega þriðjungur allra þingmanna.

Eldræða Árna Páls: Gáfum ekki vildarvinum bankana
"Við töpuðum ekki fylgi vegna þess að við gáfum vildarvinum okkar banka," sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar í kvöld í eldræðu sinni á kosningavöku Samfylkingarinnar.