Úkraína

Fréttamynd

Flugáhugamenn uggandi um stærstu flugvél heims

Flugáhugamenn um heim allan hafa síðustu sólarhringa beðið áhyggjufullir fregna af örlögum stærstu flugvélar heims, hinnar úkraínsku Antonov An 225. Eitt af fyrstu skotmörkum rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu var nefnilega Antonov-flugvöllurinn við bæinn Hostomel, sem er heimaflugvöllur risaþotunnar. Utanríkisráðherra Úkraínu lýsti því yfir síðdegis að Rússar hefðu eyðilagt flugvélina en hún var eitt helsta stolt Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

„Enn þá meiri uggur í mér“

Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja  úr borginni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Búast við rúss­neskum net­á­rásum á Ís­land

Aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að viðbúnaður hér á landi vegna yfirvofandi netárása Rússa hafi aukist, sem og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Alþjóðlegur hópur hakkara hefur ráðist á Rússa með góðum árangri, en búast má við því að Rússar ráðist á netinnviði NATO-ríkja.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Rússa

Fjár­­­mála­ráð­herra segir ekki úti­­­lokað að ís­­­lensk stjórn­völd muni slíta stjórn­­­mála­­­sam­­­starfi við Rússa. Minni þolin­­mæði sé fyrir rúss­neskum kaf­bátum og her­þotum sem reglu­­lega rjúfi loft­helgi Ís­lands en al­gjört slit stjórn­mála­sam­bands yrði þó lík­­­lega síðasta úr­ræði sem stjórn­völd gripu til.

Innlent
Fréttamynd

Nato sendir her­menn til ná­granna­ríkja Úkraínu

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nato, sagði í yfirlýsingu seint í gærkvöldi að bandalagið sé að senda viðbragðsveitir, reiðubúnar til bardaga, til nágrannalanda Úkraínu og muni þar að auki halda áfram að senda Úkraínumönnum vopn, þar á meðal loftvarnir. 

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt

Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar.

Erlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að undir­búa mót­töku fólks frá Úkraínu

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra, segir mikil­vægt að undir­búa mögu­lega mót­töku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flótta­manna­nefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna á­standsins.

Innlent
Fréttamynd

Rússneskum almenningi blöskri það sem hann sjái

Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, telur að markmið Rússlands næstu daga sé að þrengja verulega að stórborgunum og þéttbýlissvæðum í Úkraínu og ná slíkum tökum á landinu að Úkraínumenn neyðist til að gefast upp. Brátt komi að örlagastund í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Rússum meinuð þátt­taka í Euro­vision

European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU.

Erlent
Fréttamynd

„Biðjið fyrir okkur“

Stríðsástand í Úkraínu hefur auðvitað mikil áhrif á marga og ekki bara Úkraínumenn og Rússa. Erlendir atvinnumenn í landinu eru í vandræðum að sleppa í burtu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu

UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra hefur ekki falið flótta­manna­nefnd að fjalla um Úkraínu

Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar.

Innlent
Fréttamynd

Merkel fylgist áhyggjufull með þróuninni

Angela Merkel, fyrrverandi Þýskalandskanslari, hefur fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og stendur að sögn þýskra miðla þétt við bakið á sporgöngumanni sínum í embætti, Olaf Scholz kanslara.

Erlent
Fréttamynd

Heldur til í sprengju­skýli: Bar­dagar allt í kring um borgina

Íbúar í Kænugarði, sem hafa ekki flúið borgina, eru nú margir í sprengjuskýlum vegna árása Rússa í morgun. Rússar hófu árásir af fullum krafti um klukkan fjögur í nótt en tvær íbúðabyggingar í Kænugarði urðu fyrir rússneskri þotu sem var skotin niður og eru nú rústir einar. 

Innlent