Bárðarbunga

Fréttamynd

Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum

Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Jökulsá á Fjöllum hopar undan logandi hrauninu

Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum.

Innlent
Fréttamynd

Blámóða gæti orðið varasöm

Gosmökkinn lagði fyrri hluta dags undan suðvestanátt til norðausturs í átt til Fljótsdalshéraðs, Jökuldals og Vopnafjarðar. Í mekkinum er meðal annars brennisteinsdíoxíð, sem við snertingu við vatnsgufu myndar brennisteinssýru.

Innlent
Fréttamynd

Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar

Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr skjálftavirkni en gosið er stöðugt

Hraungosið í Holuhrauni er enn í kröftugum gangi en heldur virðist hafa dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. Jarðskjálftavirknin síðan á miðnætti hefur aðallega verið á norðurhluta gangsins, það er að segja inn undir og út fyrir, jaðar Dyngjujökuls og síðan við sjálfa Bárðarbungu.

Innlent
Fréttamynd

Stærra en Etna og einstakt myndefni

Fréttakona frá Ítalíu, sem sérstaklega kom til Íslands til að fjalla um eldsumbrotin, segir myndefnið einstakt, - og þetta sé stærra gos en hún hafi séð í Etnu.

Innlent
Fréttamynd

"A feast for photographers"

The Holuhraun eruption has been ongoing for almost a week now, and many photographers dream of taking photos of it, but only media photographers are allowed into the area.

News in english
Fréttamynd

„Þetta er bara veisla fyrir ljósmyndara“

Gosið í Holuhrauni hefur staðið yfir í að verða viku og er um sannkallað draumamyndefni allra ljósmyndara að ræða, en þeim er ekki hleypt á svæðið nema þeir geti sýnt fram á að þeir séu á vegum fjölmiðla.

Innlent