Bárðarbunga

Fréttamynd

Aukin skjálftavirkni við Bárðarbungu

Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur verið að aukast í morgun og hefur aukinn órói komið fram á mælum Veðurstofu Íslands undanfarna klukkustund eða svo. Ekki sjást merki um að kvika sé á leið til yfirborðs. Skjálftarnir eru flestir á 5-10 km dýpi.

Innlent
Fréttamynd

„Tilfinningakokteill“ einkennir líðan íbúanna

Íbúar á áhrifasvæði hugsanlegs flóðs í Jökulsá á Fjöllum eru við öllu búnir. Bændur huga að því að smala fé sínu af hættusvæðinu. Skjálftavirknin undir Vatnajökli heldur sífellt áfram og stærsti skjálftinn í hrinunni hingað til mældist í gær.

Innlent
Fréttamynd

Berggangurinn 4 kílómetrar á hæð

Undir Dyngjujökli hefur myndast langur berggangur þar sem kvika þrengir sér inn. Eitt hundrað milljónir rúmmetra af kviku hafa aðeins metra breiða sprunguna og átökin hafa valdið þúsundum jarðskjálfta. Jarðskjálftar, allt að fjögur stig, mældust í öskju Bárðarbungu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag

Mörg hundruð manns vinna að undirbúningi fyrir hugsanlegar náttúruhamfarir ef Bárðarbunga gýs og ríkislögreglustjóri fundaði með viðbragðsaðilum á Húsavík í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sýslumaðurinn á Húsavík heldur íbúafund í Öxarfirði

Í kvöld verður íbúafundur í Öxarfjarðarskóla í Lundi klukkan 20:00 vegna jarðskjálftahrinunnar í Bárðabungu.Samskonar fundur verður með viðbragðsaðilum og hagsmunaaðilum á Egilsstöðum klukkan 9 í fyrramálið og verður hann haldinn í húsi björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Náttúran í öllu sínu veldi

Fljótandi kvika, sígandi askja, jarðflekahreyfingar og myndun 25 kílómetra langs berggangs er meðal þess sem útskýrir mikla skjálfavirkni í norðvestanverðum Vatnajökli þessa stundina.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn spá í öskuna

Eldgoss í Bárðarbungu gæti haft víðtæk áhrif á flugsamgöngur í Evrópu að mati veðurfræðings hjá norsku veðurstofunni.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert lát á skjálftavirkni - sá stærsti tæp fjögur stig

Ekkert lát er á skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli, þar sem á þriðja hundrað skjálfta mældust í nótt, þar af tveir upp á þrjú stig eða meira. Sá fyrri reið yfir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og mældist hann 3,8 stig. Sá síðari kom klukkan kortér yfir tvö og mældist 3,0 stig. Álíka stór skjálfti varð þar síðdegis í gær. Enn sjást þó engar vísbendingar um að kvikan sé að leita upp á yfirborðið en hún leitar áfram lárétt eftir berggöngum til norðausturs.

Innlent
Fréttamynd

Hættumat Bárðarbungu enn óklárað

Vinna við sérstakt hættumat fyrir Bárðarbungu hófst 2012 en er enn ólokið. Eldstöðin er í flokki með Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hættulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mældir við Bárðarbungu árið 2010 og umbrotin nú því framhald mun stærri atburðarásar.

Innlent