Bárðarbunga

Fréttamynd

Ábyrgðin hefur verið færð yfir á flugrekendur

Ábyrgðin á því að fljúga þar sem hætta getur verið á eldfjallaösku í lofti, verður færð frá flugmálayfirvöldum yfir á flugrekendurna sjálfa samkvæmt nýrri reglugerð Alþjóða flugmálastofnunarinnar, sem tekur gildi í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Enn mikil skjálftavirkni undir Bárðarbungu

Heldur dró úr skjálftavirkni undir Bárðarbungu upp úr miðnætti en svo jókst hún aftur um fjögur leytið í nótt og varð brátt álíka og í fyrrinótt, þegar vel á þriðja hundrað skjálftar mældust frá miðnætti til klukkan sex í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum

Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn til þessa

Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

700 skjálftar frá miðnætti

Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma.

Innlent