Eldgos og jarðhræringar Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. Innlent 22.11.2023 10:53 Svona var upplýsingafundur Almannavarna Farið verður yfir stöðuna við Grindavík og fjallað um líðan á óvissutímum á upplýsingafundi Almannavarna. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður í beinu streymi hér á Vísi. Innlent 22.11.2023 10:10 Búið að hafa samband við þá 78 íbúa sem fá að fara heim í dag Haft hefur verið samband við 78 íbúa Grindavíkur sem fá að fara inn í bæinn í dag og vitja um heimili sín og persónulega muni. Líkt og undanfarna daga hefjast aðgerðir klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15. Innlent 22.11.2023 08:15 Færri skjálftar en rokið gæti spillt talningunni Frá miðnætti í dag hafa tæplega 50 jarðskjálftar mælst við kvikuganginn, sem eru nokkuð færri en síðustu daga en þá hafa mælst um 1500-1800 skjálftar á sólarhring. Innlent 22.11.2023 06:29 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. Innlent 21.11.2023 21:11 Allra leiða leitað til standa með Grindvíkingum Ráðherrar reikna með að Grindvíkingar fái einhver svör við lána- og húsnæðismálum sínum fyrir helgi. Unnið væri að lausnum til skamms og lengri tíma á mörgum vígstöðvum en Grindvíkingar geti treyst því að stjórnvöld muni standa með þeim á þeim óvissutímum sem nú ríki á Reykjanesi. Innlent 21.11.2023 19:21 Atvinnurekendur í Grindavík fá aðstoð í húsnæðisleit Almannavarnir hafa komið á fót sérstakri þjónustugátt þar sem atvinnurekendur og forsvarsfólk fyrirtækja með starfsemi í Grindavík geta óskað eftir aðstoð við að finna húsnæði fyrir starfsemi sína. Viðskipti innlent 21.11.2023 19:13 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. Innlent 21.11.2023 17:47 Vont veður gæti gert staðfestingu á eldgosi erfiða Erfiðar veðuraðstæður verða til þess að vöktun á Reykjanesskaganum með jarðhræringum og mögulegu eldgosi skerðist. Meðal annars sér þoka og dimm él til þess að erfiðara væri að fá sjónræna staðfestingu á gosi með myndavélum. Innlent 21.11.2023 13:58 Hvað vilja Grindvíkingar? Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni. Innlent 21.11.2023 12:29 Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. Innlent 21.11.2023 11:47 Íbúum um 100 fasteigna hleypt inn í Grindavík í dag Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum um 100 fasteigna inn í Grindavík í dag. Aðgerðir hefjast klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15. Innlent 21.11.2023 08:05 Veðrið setur strik í reikninginn hjá skjálftamælunum Skjálftavirkni á Reykjanesinu í nótt hefur verið svipuð og undanfarið. Innlent 21.11.2023 07:20 Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“ Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík. Innlent 20.11.2023 23:01 Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. Innlent 20.11.2023 21:48 Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum. Innlent 20.11.2023 19:02 Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 20.11.2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. Innlent 20.11.2023 14:06 Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitafólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. Innlent 20.11.2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. Innlent 20.11.2023 12:08 Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. Innlent 20.11.2023 11:43 Gagnrýnir Veðurstofuna fyrir að hamla aðgengi að GPS-gögnum Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Veðurstofu Íslands fyrir að takmarka aðgengi almennings að GPS-gögnum sem geri mönnum kleift að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Segir hann að Veðurstofunni beri skylda til að koma þessum gögnum á framfæri svo þau séu öllum aðgengileg. Innlent 20.11.2023 10:40 Upplýsingafundur Almannavarna vegna ástandsins í Grindavík Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 11 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri Almannavarna, stjórnar fundinum. Innlent 20.11.2023 10:18 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. Innlent 20.11.2023 08:35 Vaktin: Hættusvæðið stækkar Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum á Reykjanesi frá hádegi. Sá stærsti var 2,7 að stærð og átti upptök sín norðauastan við Hagafell. Innlent 20.11.2023 06:39 Drónamyndir RÚV sýni mjög ólíklega kviku Rauðar ljóstírur sem sáust í drónaskoti í kvöldfréttatíma RÚV eru að sögn veðurfræðings mjög ólíklega kvika. Ekkert bendi til þess að gos sé hafið. Innlent 20.11.2023 00:16 Breyting á innkomu í Grindavík vegna landriss Vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að þau sem hafa fengið skilaboð um innkomu í Grindavík á morgun vegna verðmætabjörgunar mæti við lokunarpóst við mót Krísuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs og Reykjanesbrautar. Innlent 20.11.2023 00:07 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Innlent 19.11.2023 21:42 Land rís hratt við Svartsengi Bylgjuvíxlmynd Veðurstofu Íslands sýnir aukin hraða í landrisi á svæðinu umhverfis Svartsengi. Myndir sýna landris allt að 30 mm á einum sólarhring á milli dagana 18.-19. nóvember. Innlent 19.11.2023 19:54 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. Innlent 19.11.2023 17:16 « ‹ 41 42 43 44 45 46 47 48 49 … 134 ›
Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. Innlent 22.11.2023 10:53
Svona var upplýsingafundur Almannavarna Farið verður yfir stöðuna við Grindavík og fjallað um líðan á óvissutímum á upplýsingafundi Almannavarna. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður í beinu streymi hér á Vísi. Innlent 22.11.2023 10:10
Búið að hafa samband við þá 78 íbúa sem fá að fara heim í dag Haft hefur verið samband við 78 íbúa Grindavíkur sem fá að fara inn í bæinn í dag og vitja um heimili sín og persónulega muni. Líkt og undanfarna daga hefjast aðgerðir klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15. Innlent 22.11.2023 08:15
Færri skjálftar en rokið gæti spillt talningunni Frá miðnætti í dag hafa tæplega 50 jarðskjálftar mælst við kvikuganginn, sem eru nokkuð færri en síðustu daga en þá hafa mælst um 1500-1800 skjálftar á sólarhring. Innlent 22.11.2023 06:29
Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. Innlent 21.11.2023 21:11
Allra leiða leitað til standa með Grindvíkingum Ráðherrar reikna með að Grindvíkingar fái einhver svör við lána- og húsnæðismálum sínum fyrir helgi. Unnið væri að lausnum til skamms og lengri tíma á mörgum vígstöðvum en Grindvíkingar geti treyst því að stjórnvöld muni standa með þeim á þeim óvissutímum sem nú ríki á Reykjanesi. Innlent 21.11.2023 19:21
Atvinnurekendur í Grindavík fá aðstoð í húsnæðisleit Almannavarnir hafa komið á fót sérstakri þjónustugátt þar sem atvinnurekendur og forsvarsfólk fyrirtækja með starfsemi í Grindavík geta óskað eftir aðstoð við að finna húsnæði fyrir starfsemi sína. Viðskipti innlent 21.11.2023 19:13
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. Innlent 21.11.2023 17:47
Vont veður gæti gert staðfestingu á eldgosi erfiða Erfiðar veðuraðstæður verða til þess að vöktun á Reykjanesskaganum með jarðhræringum og mögulegu eldgosi skerðist. Meðal annars sér þoka og dimm él til þess að erfiðara væri að fá sjónræna staðfestingu á gosi með myndavélum. Innlent 21.11.2023 13:58
Hvað vilja Grindvíkingar? Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni. Innlent 21.11.2023 12:29
Niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun. Innlent 21.11.2023 11:47
Íbúum um 100 fasteigna hleypt inn í Grindavík í dag Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum um 100 fasteigna inn í Grindavík í dag. Aðgerðir hefjast klukkan 9 en forsvarsmönnum fyrirtækja verður hleypt inn klukkan 15. Innlent 21.11.2023 08:05
Veðrið setur strik í reikninginn hjá skjálftamælunum Skjálftavirkni á Reykjanesinu í nótt hefur verið svipuð og undanfarið. Innlent 21.11.2023 07:20
Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“ Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík. Innlent 20.11.2023 23:01
Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. Innlent 20.11.2023 21:48
Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum. Innlent 20.11.2023 19:02
Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 20.11.2023 17:20
Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. Innlent 20.11.2023 14:06
Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitafólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. Innlent 20.11.2023 13:58
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. Innlent 20.11.2023 12:08
Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. Innlent 20.11.2023 11:43
Gagnrýnir Veðurstofuna fyrir að hamla aðgengi að GPS-gögnum Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Veðurstofu Íslands fyrir að takmarka aðgengi almennings að GPS-gögnum sem geri mönnum kleift að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Segir hann að Veðurstofunni beri skylda til að koma þessum gögnum á framfæri svo þau séu öllum aðgengileg. Innlent 20.11.2023 10:40
Upplýsingafundur Almannavarna vegna ástandsins í Grindavík Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 11 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri Almannavarna, stjórnar fundinum. Innlent 20.11.2023 10:18
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. Innlent 20.11.2023 08:35
Vaktin: Hættusvæðið stækkar Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum á Reykjanesi frá hádegi. Sá stærsti var 2,7 að stærð og átti upptök sín norðauastan við Hagafell. Innlent 20.11.2023 06:39
Drónamyndir RÚV sýni mjög ólíklega kviku Rauðar ljóstírur sem sáust í drónaskoti í kvöldfréttatíma RÚV eru að sögn veðurfræðings mjög ólíklega kvika. Ekkert bendi til þess að gos sé hafið. Innlent 20.11.2023 00:16
Breyting á innkomu í Grindavík vegna landriss Vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að þau sem hafa fengið skilaboð um innkomu í Grindavík á morgun vegna verðmætabjörgunar mæti við lokunarpóst við mót Krísuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs og Reykjanesbrautar. Innlent 20.11.2023 00:07
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Innlent 19.11.2023 21:42
Land rís hratt við Svartsengi Bylgjuvíxlmynd Veðurstofu Íslands sýnir aukin hraða í landrisi á svæðinu umhverfis Svartsengi. Myndir sýna landris allt að 30 mm á einum sólarhring á milli dagana 18.-19. nóvember. Innlent 19.11.2023 19:54
Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. Innlent 19.11.2023 17:16